Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 20072 INNLENDARFRÉTTIR ritstjorn@dv.is Fréttir DV Hreindýraveiðar hafnar Hreindýraveiðitímabilið hófst á sunnudaginn þegar heimilt var að veiða tarfa. Fyrstu tarfarnir voru felldir strax fyrsta daginn, á Fljótsdalshéraði á sunnudags- morgun. Aðeins er leyfilegt að veiða þrjá tarfa á svæðinu. Fram að mánaðamótum verður þó ekki heimilt að veiða tarfa séu þeir í fylgd með kúm eða ef veiðarnar trufla kýr og kálfa. Veiðitímabil á kúm hefst þann 1. ágúst og verður heimilt að veiða hreindýr til 15. september. Ofsaakstur í Reykjavík Tveir ökumenn voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laug- ardag. Bíll annars þeirra mældist á 160 kílómetra hraða á Sæbraut en en hinn á 159 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni. Ökumennirnir eru báðir karlmenn á fertugsaldri. Annar þeirra hefur nokkrum sinnum áður verið staðinn að hraðakstri en þó ekkert í líkingu við þetta. Sá hinn sami gaf lög- reglu þá skýringu að hann hefði verið á leið til kærustunnar sinn- ar. Spurður frekar út í málið sagði ökufanturinn að hann hefði haft farsímann hennar undir höndum og það hefði ekki mátt þola neina bið að koma honum til skila. Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra hvorki glæpamaður né glæpaforingi: Biður Halldór afsökunar á ummælum „Ég bið Halldór Ásgrímsson af- sökunar á þeim ummælum, sem höfð eru eftir mér í DV, að hann sé glæpamaður og glæpaforingi,“ seg- ir Þorsteinn Ingason útgerðarmað- ur. Þorsteinn greindi frá því í síðasta helgarblaði DV að kaup- endur Búnaðarbankans, S-hópurinn svokallaði, hefðu fengið afslátt á bankanum í krafti þess að Þorsteinn ætti stór- ar óuppgerðar kröf- ur á bankann. Þessar kröfur hafa aldrei verið greiddar. Þorsteinn segir þessi um- mæli hafa fall- ið í umræðu um það að hann hafi verið þvingaður til þess að gangast í ábyrgðir á skuldabréfi fyr- ir Framsóknarflokkinn, eftir að hann varð gjaldþrota, en áður en þrota- búinu var skipt. „Það hríslaðist að- eins um mig þegar ég sá þessi orð á prenti,“ segir Þorsteinn. „Halldór Ásgrímsson verður hins vegar að skýra hvað lá að baki því að ég var þvingaður til fjárhagsskuldbindinga fyr- ir Framsóknarflokkinn hjá Búnaðarbankanum, bank- anum sem gerði mig gjaldþrota með víxilfölsunum,“ heldur hann áfram. Þorsteinn segist standa alfarið við þær fullyrðingar sínar að Hall- dór Ásgrímsson fyrrverandi forsæt- isráðherra hafi haft fjárhagslegan ávinning af þessum víxilfölsunum bankans. „Þennan ávinning hafði Halldór í gegnum fjölskyldufyrirtæki sitt Skinney-Þinganes, sem var aðili að S-hópnum. S-hópurinn fékk af- slátt á hlut ríkissjóðs í Búnaðarbank- anum vegna skaðabótakröfu minn- ar sem byggði á því skaðaverki sem bankinn vann mér með því að falsa víxla. Þessi afsláttur hafði engin önn- ur áhrif en að S-hópurinn borgaði lægra verð fyrir bankann og rann því beint í vasa S-hópsmanna.“ Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Samskipa og einn forsprakka S- hópsins, hefur þvertekið fyrir að ríkið hafi veitt afslátt af kaupverði Búnað- arbankans og segir að menn megi ekki sleppa ímyndunaraflinu lausu. Þorsteinn segist hafa búist við þess- um viðbrögðum. sigtryggur@dv.is Útgerðarmaðurinn Þorsteinn Ingason vinnur að því að fá hlut sinn leiðréttan. Hann vill 500 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa verið þvingaður til þess að gangast í ábyrgðir fyrir Framsóknarflokkinn. Framsóknarráð- herrann Þorsteinn sagði Halldór Ásgrímsson vera glæpaforingja. Hann segir þetta vera fast að orði kveðið og biður Halldór afsökunar. Vatnsskortur á Reykhólum Mikill vatnsskortur hefur gert vart við sig á Reykhólum syðst á Vestfjörðum. Á heima- síðu sveitarfélagsins er tilkynn- ing frá bæjarstjóra hreppsins þar sem þeim tilmælum er beint til fólks að fara sparlega með vatnið. Miklir þurrkar hafa verið á landinu undan- farnar vikur en auk þess kom upp bilun hjá vatnsveitunni sem nú er verið að lagfæra. Er þeim fyrirmælum beint til fólks að stilla vökvun á görðum sínum í hóf. Dópaðir undir stýri Fjórir ökumenn voru tekn- ir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæð- inu um helgina. Nítján ára piltur var stöðvaður fyrir þessar sakir í miðborginni á föstudag. Með honum í bíl voru aðrir tveir piltar og stúlka á sama reki en á vett- vangi fundust ætluð fíkniefni. Sama dag var hálffertugur karlmaður stöðvaður við lög- reglustöðina á Hverfisgötu en í bíl hans fundust ætluð fíkniefni. Farþegi í bíl mannsins var sömu- leiðis handtekinn enda eftirlýstur vegna ýmissa mála. Á laugardag var liðlega tvítug- ur piltur stöðvaður í Kópavogi og honum gert að hætta akstri, grunaður um fíkniefnamisferli. Á sunnudag var svo 17 ára pilt- ur tekinn í Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna. Veðurstofa Íslands logar í eineltismálum og flótti er brostinn á meðal veðurfræðinga. Fjórir reyndir veðurfræðingar hafa hætt störfum og eitt eineltismál hefur verið kært. Málið hefur ratað inn á borð hjá Vinnueftirlitinu, Félagi íslenskra náttúrufræðinga og SFR. Veðurfræðingar lýsa áhyggjum af framtíð Veðurstofunnar. Starfsandi á Veðurstofu Íslands er í molum og veðurfræðingar flýja nú stofnunina. Fjórir veðurfræðingar eru hættir störfum og einn til viðbótar hefur ákveðið að taka sér eins árs leyfi. Þeir veðurfræðingar sem rætt hef- ur verið við lýsa áhyggjum af framtíð Veðurstofunnar og segja hana mikil- vægt öryggistæki fyrir landsmenn. Þær skýringar eru gefnar á upp- sögnunum að stjórnendur Veður- stofunnar gangi fram gegn starfs- mönnum með þeim hætti að það teljist einelti. Ein kæra hefur þegar verið lögð fram í eineltismáli. Mál Veðurstofu Íslands hafa bor- ist inn á borð til Vinnueftirlitsins, Félags íslenskra náttúrufræðinga og Stéttarfélags í almannaþjónustu. Veðurstofan skrapar botninn Í könnun sem Stéttarfélag í al- mannaþjónustu, SFR, gerði í sam- vinnu við VR um stofnanir ársins 2007 var Veðurstofa Íslands í 93. sæti meðal 99 ríkisstofnana sem tóku þátt. Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, segir að óþægilegt sé að tjá sig um málefni einstakra stofn- ana. „Málefni Veðurstofunnar hafa ekki komið inn á borð til okkar með formlegum hætti. Við höfum hins vegar verið beðin að vera vakandi yfir málum Veðurstofu Íslands,“ seg- ir Árni. Hann staðfestir að væringar hafi verið inni á Veðurstofunni á und- anförnum árum. „Veðurstofan kom ansi illa út í könnuninni okkar. Það endurspeglar að þarna eru erfileik- ar innandyra,“ segir Árni. Starfsmaður hjá Vinnueftirlit- inu staðfesti að vandamál Veður- stofunnar væru til athugunar þar á bæ. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir hjá rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins vildi lítið tjá sig um málið. „Við getum aldrei tjáð okkur um mál einstakra stofnana. Við erum bundin trúnaði,“ segir hún. Flótti í stéttinni Á síðustu mánuðum hafa fjór- ir veðurfræðingar ákveðið að hætta störfum á Veðurstofunni vegna erf- iðs vinnuumhverfis. Einar Svein- björnsson hætti störfum fyrir 1. apr- íl síðastliðinn. Elín Björk Jónasdóttir sagði upp og hætti störfum þann 1. júní. Hún hefur af mörgum sam- starfsmönnum sínum verið talin efnilegasti veðurfræðingurinn inn- an stofnunarinnar. Guðmundur Haf- steinsson nýtti sér svokallaða 95 ára reglu opinberra starfsmanna og hætti við fyrsta tækifæri, 62 ára gamall. Ásdís Auðunsdóttir er á leiðinni í eins árs leyfi að eigin ósk. Unnur Ólafsdóttir fór í sambærilegt eins árs leyfi fyrir nokkru og ákvað að koma ekki aftur til starfa. Margir fleiri hafa hætt störfum á Veðurstofu Íslands, og þeir sem rætt var við telja alveg skýrt að flótti sé kominn í stétt veðurfræðinga. Yfirmenn beita einelti Starfsfólk segir þetta bága ástand innan Veðurstofu Íslands fyrst og fremst sprottið af framkomu yfir- manna í garð undirmanna sinna. Magnús Jónsson hefur nú ver- ið Veðurstofustjóri í þrettán ár, og segja starfsmenn hann ekki hafa reynt að bæta þetta ástand. Þóranna Pálsdóttir, sviðsstjóri veðursviðs, hefur verið kærð fyrir einelti á vinnustað gagnvart veður- fræðingi. Niðurstaða hefur fengist í málið en henni er haldið leyndri. Hvorki náðist í Magnús Jónsson né Þórönnu Pálsdóttur við vinnslu fréttarinnar. SigtrYggur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Veðurstofan kom ansi illa út í könnuninni okk- ar. Það endurspeglar að þarna eru erfiðleikar innandyra.“ MEGN ÓÁNÆGJA Á VEÐURSTOFUNNI Veðurstofa Íslands Flótti er brostinn á í stétt veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands. Eitt eineltismál innan stofnunarinnar hefur þegar verið kært, en niðurstöðum er haldið leyndum. Fjórir veðurfræðingar hættu í vor. Mun fleiri hafa hætt á undanförnum árum. DV-MYND GÚNDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.