Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 20
þriðjudagur 17. júlí 200720 Morgunstundin DV
Svefninn endurnærir og gefur okkur
kraft til að takast á við gleði og amstur
daglegs lífs og er nauðsynlegur þáttur
heilbrigðra lífshátta. Sefninn hefur áhrif
á liðan okkar, samskipti við annað fólk,
starfshæfni og lífsgæðin almennt. Við
getum ekki lifað af án svefns og hvíldar,
hvað sem öllum sögum líður um fólk
sem þarf ekki nema nokkurra
klukkustunda hvíld á hverjum
sólarhring. þrátt fyrir að við eyðum um
það bil þriðjungi ævinnar í svefn
hugum við ekki að mikilvægi hans fyrr
en svefnleysi fer að hrjá okkur. þegar
svo er komið fer öll hugsunin að snúast
um það á hvern hátt hægt sé að ná
góðum svefni. Á vefsíðu lýðheilsu-
stöðvar veita Salbjörg Bjarnadóttir
geðhjúkrunarfræðingur og Anna
Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræð-
ingur, sem báðar starfa hjá landlæknis-
embættinu, góð ráð til að ráða bót á
svefnleysi. þær ráðleggja fólki meðal
annars að hafa það að reglu að vakna á
sama tíma á hverjum degi, þótt
auðvitað megi gera undantekningar
svona stundum, til dæmis þegar við
eigum frí. þeir segja líka að iðjuleysi og
svefn á miðjum degi geti truflað
svefninn og gæði hans þótt stuttur lúr
eða slökun í 20 mínútur eða svo bætt
líðanina. Hreyfing bætir líka bæði lengd
og gæði svefnsins en þó ber að gæta
þess að hreyfa sig ekki of mikið áður en
gengið er til náða. það sama má segja
um át og drykkju rétt fyrir svefn og gott
er að draga úr neyslu örvandi efna, svo
sem nikótíns, koffíns, áfengis og lyfja.
Svo er um að gera að ganga áhyggju-
laus og sáttur til svefns í svefnvænu
umhverfi því hiti, lýsing og hljóð geta
haft áhrif á svefninn. þær Salbjörg og
anna Björg benda einnig á að rúmið sé
ætlað til vissra hluta; það sé til þess að
sofa í, hvílast og eiga góðar stundir með
bólfélaga sínum.
að lokum benda þær Salbjörg og
anna Björg á að svefninn sé ekki allt, við
þurfum líka að finna hvíld og sálarró.
það er ekki síður mikilvægt að staldra
við í amstri dagsins og njóta samvista
við vini og vandamenn og horfa
gagnrýnum augum á auglýsingar og
annað áreiti sem hvetur okkur til að
taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu.
Slökun veitir okkur vellíðan, hvíld, frið
og endurnæringu.
Til þess að okkur líði vel í amstri dagsins er mikilvægt að fá nægan svefn, hvíld og sálarró. Salbjörg Bjarna-
dóttir geðhjúkrunarfræðingur og Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræðingur, sem báðar starfa hjá Land-
læknisembættinu, gefa landsmönnum góð ráð um hvernig sé best að forðast svefnleysi.
GÓÐUR SVEFN ER GULLS ÍGILDI
Að sögn Smára er hreyfing mjög mikilvæg fyrir heilsuna
ekki síður en mataræði, góð hvíld og lífsgleði.
„Ef við vanrækjum allt eða eitthvað af þessum þáttum
daglegs lífs getur heilsunni hrakað. Þá er nauðsynlegt að
grípa til góðra ráða og þar er dagleg hreyfing mjög ofarlega
á lista. Það skiptir ekki máli hvort við kjósum að fara út að
hlaupa, í líkamsræktarsalinn, göngutúrinn eða sundlaug-
ina á morgnana eða kvöldin. Sumir eru hressari á morgn-
ana en öðrum hentar betur að hreyfa sig síðdegis eða á
kvöldin. Það er engin ein regla um hvaða tími er bestur,
aðalmálið er að stunda hreyfingu þegar fólk er best upp-
lagt til þess. Þó er ekki ráðlegt að stunda erfiða hreyfingu
rétt fyrir svefn því líkaminn þarf að fá tækifæri að hægja vel
á sér áður en lagst er til svefns.“
Smári segir að allir geti stundað líkamsrækt, burtséð
frá aldri og líkamlegu ástandi.
„Málið er að finna hreyfinguna sem hentar aldri, lík-
amlegu ástandi og áhugamáli og fara rólega af stað. Lík-
amsrækt þarf að vera eða verða skemmtileg með tíman-
um. Ef ekki, er hætta á að fólk gefist upp og hætti.“
Hreyfi-lyfseðlar
Smári segir að regluleg hreyfing komi svo sannarlega
heilsunni til góða, að svo til öllu leyti.
„Læknar ættu kannski að gera meira af því að ráð-
leggja skjólstæðingum sínum að hreyfa sig og skrifa upp
á „hreyfi-lyfseðla“, hvort sem vandamálið er andlegt eða
líkamlegt. Meginreglan er sú að hreyfing einu sinni í
viku er heilsubæting, hreyfing tvisvar í viku stuðlar að
betri heilsu og hreyfing oftar en þrisvar í viku stuðlar að
enn betri heilsu. Holl og hæfilega mikil hreyfing er ein-
hver besta forvörn gegn heilsuleysi sem til er, auk góðs
mataræðis og hvíldar. Þeir sem stunda reglulega hreyf-
ingu njóta betur lífsins og líðandi stundar.“
HREYFING
KEMUR Í
VEG FYRIR
HEILSU-
LEYSI
Það ættu allir að vera bú
nir að átta sig á því að lan
gvarandi sófa-
setur gera lítið fyrir heils
u og vellíðan. Samt eru þ
eir til sem líta
á líkamsrækt eingöngu æ
tlaða þeim sem hafa sífel
ldar áhyggjur
af aukakílóunum. En dag
leg hreyfing snýst um svo
margt annað.
Smári Jósafatsson, einkaþjá
lfari og Pilates-kennari, v
eit allt um
mikilvægi góðrar hreyfin
gar.
Smári Jósafatsson „þeir sem
stunda reglulega
hreyfingu njóta betur lífsins
og líðandi stundar.“