Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir þriðjudagur 17. júlí 2007 9 Samband Bretlands og Banda- ríkjanna hefur sætt mikilli gagnrýni heima fyrir. Orsakanna er ekki síst að leita í þátttöku Breta í því sem sumir kalla ófarirnar í Írak. David Miliband, hinn nýi utanríkisráðherra Bretlands, hefur þó lagt áherslu á að Bandarík- in verði eftir sem áður, helsta banda- lagsþjóð Bretlands. Þessi fullyrðing Milibands kemur í kjölfar athuga- semda tveggja ráðherra, sem ýjuðu að því að draga aðeins úr sambandi þjóðanna. Malloch Brown hjá utan- ríkisráðuneytinu staðhæfði að Bret- land og Bandaríkin yrðu ekki lengur eins og síamstvíburar og Douglas Al- exander, nýr Evrópuráðherra, hvatti til þess að tekið yrði á vandamál- um heimsins á alþjóðlegum grund- velli. Að sögn Milibands er einungis hægt að glíma við loftslagsbreyting- ar og hryðjuverkaógn í samvinnu við Bandaríkin. David Miliband blés á þessar vangaveltur. „Við eigum sterkan, nýj- an leiðtoga í Bretlandi, hann verður háttskrifaður félagi Bandaríkjanna,“ sagði Miliband og bætti við að Gor- don Brown myndi vinna náið með George W. Bush Bandaríkjaforseta og það væri það eina rétta. Miliband áréttaði að Bretar horfðust í augu við ólíkar áskoranir nú en fyrir tíu árum síðan. Að hans sögn hafði ekkert breyst í sambandi ríkjanna og þau „deildu sögunni sem og gildunum“. Bæði fyrrverandi og núverandi leiðtogar frjálslyndra demókrata gagnrýndu sambandið við Banda- ríkin. Ashdown lávarður, fyrrverandi leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagði að Bretar ættu að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í sam- bandi þjóðanna og Menzies Camp- bell núverandi leiðtogi sama flokks setti stórt spurningarmerki við eðli sambands þessara tveggja þjóða. Heilaþvottur í stað trúarbragða bjórdrykkja dregst saman Danir hafa löngum verið taldir þjóð mikillar bjórdrykkju. Það hefur ekki breyst mikið hin síðari ár, en þó hefur bjórdrykkja dregist saman í landinu. Danir kneyfuðu samtals 460 millj- ónir lítra árið 2006. En smekkur Dana er að breytast og hin gam- algrónu merki eins og Hof og Tu- borg hafa tapað vinsældum sínum og Danir leita í auknum mæli á ný mið í viðleitni sinni til að svala þorstanum. Bandaríkjamenn halda sessi sínum sem helsta bandalagsþjóð Breta: utanríkisráðherra bretlands treystir böndin skilaboðin frá afgönsku þjóðinni lýstu velvilja og miskunn og vitnuðu um ósk um betra samband, þar sem börn væru ekki blekkt til hryðju- verka og sjálfsmorðs. Sjálfsmorðsárásir hafa verið tíð- ar undanfarin tvö ár og hafa þær beinst að afgönskum yfirvöldum, NATO og herjum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Undanfarið hefur færst í aukana að þeir sjálfs- morðssprengjumenn sem náðst hafa séu á unglingsaldri. Yfirvöld í Afganistan hafa beint þeim til- mælum til Pakistana að gera meira til að koma í veg fyrir að hryðju- verkamenn komi handan landa- mæra landanna til árása. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað ásökunum Afgana um að þeir skjóti skjóls- húsi yfir stríðsmenn talíbana og al- Kaída, en yfirvöld í Kabúl fullyrða að margir þeirra sem þjálfaðir eru til sjálfsmorðsárása komi úr röðum ungra, áhrifagjarnra Pakistana. „Það er hvorki hans sök, né föður hans. Óvinir íslams vildu að hann kastaði lífi sínu á glæ, sem og lífi annarra múslíma. Ég náða hann og óska honum gæfuríkra lífdaga.“ Faðir og sonur Náðun rafiq-ullah var gagnrýnd í afganistan. David Miliband Engra stefnubreytinga að vænta í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.