Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 17. júlí 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Rommedahl til Getafe? Spænska knattspyrnuliðið getafe er við það að ná samkomulagi við danska kantmanninn dennis rommed- ahl leikmann Charlton athletics samkvæmt umboðsmanni hans. Nýlega tók Michael laudrup landi rommedahl við stjórn getafe og ætti hann því að þekkja leikmanninn vel. Kaupverð liggur ekki fyrir. aRsenal að kaupa palacio? argentínumaðurinn rodrigo Palacio er á innkaupalista arsenal fyrir komandi tímabil. Sögur herma að Boca hafi samþykkt tilboð upp á 15 milljónir punda frá arsenal og einungis sé eftir að ganga frá læknisskoðun og samningi við kappann. Ef af kaupunum verður mun hann verða næstdýrasti leikmaður arsenal frá upphafi, en núverandi dýrasti leikmaður er jose antonio reyes sem keyptur var frá Sevilla fyrir tæpar 18 milljónir punda. mouRninG spilaR í eitt áR í viðbót alonso Mourning miðherji Miami Heat hefur tilkynnt að hann hyggist spila á næsta tímabili. „Mig langar að spila betur en á síðasta ári og hjálpa liðinu aftur á rétta braut,“ segir Mourning en Miami var óvænt slegið út af Chicago Bulls í fjórum leikjum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. „þetta er alveg örugglega mitt síðasta tímabil mitt,“ lofar Mourning sem spilaði meira en helming síðasta tímabils í fjarveru Shaquille O‘Neill vegna meiðsla. 2 2 HK VÍKINGUR Mörk: Ólafur V. Júlíusson - vítaspyrna (43.), Finnbogi Llorens (64.). Mörk: Sinisa Kekic - vítaspyrna (12.), Viðar Guðjónsson (31.). 7 6 8 5 6 6 7 7 5 6 5 10 7 5 5 2 2 1 Gunnleifur Gunnleifsson Ásgrímur Albertsson Finnbogi Llorentz Stefán Eggertsson (64.) Hermann G. Þórsson Finnur Ólafsson Ólafur V. Júlíusson Rúnar Sigmundsson (73.) Aaron Palomares (90.) Jón Þ. Stefánsson Oliver Jaeger Bjarni Þ. Halldórsson Grétar S. Sigurðarson Milos Glogovac Hermann Albertsson (60.) Þorvaldur Sveinsson (89.) Hörður Bjarnason Viðar Guðjónsson Jökull Elísabetarson Egill Atlason Arnar J. Sigurgeirsson (73.) Sinisa Kekic TÖLFRÆÐI SKOT AÐ MARKI SKOT Á MARKIÐ SKOT VARIN HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 14 7 5 6 7 1 0 6 7 6 5 5 6 7 5 6 6 8 VARAMENN: Davíð Magnússon (64.) - 6, Þórður Birgisson (73.), Calum Bett (90.) VARAMENN: Valur Úlfarsson (60.) - 6, Gunnar Kristjánsson (73.), Dragan Galic (89.). Dómari: Kristinn Jakobsson - 7 Áhorfendur: 725 MAÐUR LEIKSINS: Finnbogi Llorens Bjarni Glogovac GrétarÞorvaldur Egill Jökull Viðar Arnar Jón Hermann Hörður Kekic Gunnleifur Hermann Ásgrímur Finnbogi Stefán Ólafur Rúnar Aaron Finnur Jaeger Jón Þ. landsbankadEIldIn Staðan lið l u j T M St 1 FH 10 7 2 1 21:10 23 2 Valur 10 6 3 1 21:10 21 3 Keflavík 10 5 3 2 17:12 18 4 ía 10 4 3 3 17:15 15 5 Breiðabl. 10 3 4 3 14:8 13 6 Fylkir 10 3 3 4 7:11 12 7 HK 10 3 2 5 8:18 11 8 Víkingur 10 2 3 5 10:17 9 9 Fram 10 2 2 6 10:16 8 10 Kr 10 1 3 6 8:16 6 1. dEIld karla Fjölnir - ÍBV 2-1 KA - Þór 1-0 Njarðvík - Stjarnan 3-1 Víkingur Ó. - Leiknir 1-1 Þróttur - Reynir 4-2 Staðan lið l u j T M St 1. grindav. 11 8 2 1 22:8 26 2. Fjarðab. 11 7 2 2 13:5 23 3. þróttur 11 7 1 3 25:14 22 4. Fjölnir 11 6 2 3 27:15 20 5. íBV 11 4 4 3 13:12 16 6. Stjarnan 11 4 3 4 21:17 15 7. þór 11 3 3 5 20:22 12 8. Njarðvík 11 2 5 4 14:19 11 9. leiknir 11 2 4 5 14:16 10 10. Vík. Ól. 11 2 3 6 9:20 9 11. Ka 11 2 3 6 5:21 9 12. reynir 11 1 4 6 13:27 7 sænska úrvalsdEIldIn Halmstad - Örebro 3-1 Brommapojkarna - Gefle 2-1 Staða efstu liða lið l u j T M St 1 Elfsborg 15 8 4 3 22:14 28 2 Halmst. 14 8 3 3 22:14 27 3 Kalmar 13 8 1 4 21:12 25 4 djurgard. 13 7 2 4 18:11 23 5 Malmö 13 5 4 4 16:12 19 ÚRsLiT gæRdAgsins Í gærkvöldi fór fram sannkallaður botnslagur í Landsbankadeild karla á Kópavogsvelli þegar HK tók á móti Víkingum. Fyrir leikinn var HK í 7. sæti með tíu stig en Víkingar voru í níunda og næstneðsta sæti deildar- innar með átta stig. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og tækifæri til að koma þeim aðeins upp stigatöfluna. Á 12. mínútu kom mark hjá Vík- ingum þegar Arnar Jón Sigurgeirs- son átti að því er virtist frekar hættu- lausa sendingu úr aukaspyrnu inn á teig HK-inga. Boltinn datt þar niður og í höndina á Rúnari Páli Sigmunds- syni og Kristinn Jakobsson dæmdi réttilega vítaspyrnu. Það var gamla kempan Sinisa Kekic sem tók spyrn- una og skoraði örugglega og gestirnir komnir yfir 1-0. annað víti dæmt Víkingar bættu við öðru marki á 31. mínútu en það var Viðar Guð- jónsson sem það gerði. Hermann Al- bertsson átti sendingu á Sinisa Kek- ic sem var kominn einn gegn einum varnarmanni. Menn bjuggust við því að hann tæki varnarmanninn á en gaf sér tíma og renndi boltanum á Við- ar sem afgreiddi boltann vel í netið. Einstaklega óeigingjarnt af Kekic og vel skotið hjá Viðari, staðan því orðin 2-0 fyrir gestina úr Fossvoginum. Leikmenn HK sóttu eilítið í sig veðrið í kjölfar annars marks Víkinga og á 43. mínútu minnkuðu heima- menn muninn í 2-1. Þá átti Rúnar Páll Sigmundsson aukaspyrnu inn á markteiginn og Hermann Alberts- son brýtur á Finnboga Llorens, leik- manni HK, inn í vítateignum og víta- spyrna dæmd. Að því er virtist frekar strangur dómur. Ólafur Júlíusson tók spyrnuna og skoraði af öryggi og staðan orðin 2-1 fyrir Víkinga og þar við sat í hálfleik. hk nær að jafna Síðari hálfleikur hófst af krafti en þegar ein mínúta var liðin af hálf- leiknum komst Sinisa Kekic í sann- kallað dauðafæri á markteig. Kekic skaut hins vegar boltanum framhjá úr færinu, einstaklega óvanalegt að sjá af þessum margreynda leik- manni. Á 53. mínútu átti markaskorarinn Ólafur Júlíusson laglega stungusend- ingu á Jón Þorgrím Stefánsson sem var sloppinn einn gegn Bjarna Þórði í marki Víkings. Bjarni sá hins vegar við Jóni og varði vel frá honum. HK náði svo að jafna á 64. mínútu þegar Rúnar Páll Sigmundsson tók góða hornspyrnu beint á kollinn á Finnboga Llorens sem skallaði bolt- ann vel í netið. Staðan því orðin 2-2 og allt á fullu í leiknum. Á 70. mínútu komst Viðar Guðjónsson einn gegn Gunnleifi markverði HK en Gunn- leifur varði skotið vel frá Viðari. Oliver Jaeger fékk sitt annað gula spjald á 84. mínútu þegar hann braut á leikmanni Víkings. Jaeger fór því af velli með rautt spjald og HK-ingar voru einum manni færri það sem eft- ir lifði leiksins. Það kom þó ekki að sök því fátt markvert gerðist á loka- mínútunum og 2-2 jafntefli stað- reynd í skemmtilegum leik. mikil vonbrigði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrir- liði og markvörður HK, var glaður með stigið sem náðist í leiknum. „Ég man ekki eftir því hvenær við höfum náð einhverju út úr leikjum sem við lendum undir í. Fyrri hálfleikurinn var arfaslakur af okkar hálfu og við vorum staðráðnir í því að koma til- baka í síðari hálfleikinn og sýna hvað við getum. Á heildina litið held ég að úrslitin hafi verið sanngjörn,“ sagði Gunnleifur. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyr- irliði Víkinga, vildi fá meira út úr leiknum en einungis eitt stig. „Það er mjög sárt að ná bara einu stigi hér í kvöld. Þetta var fínn leikur hjá okkur að mörgu leyti. Enn og aftur erum við að fá á okkur mark úr föstum leika- triðum þó við séum að fara yfir það á æfingum. En þetta eru mikil von- brigði,“ sagði Grétar að lokum. DV8316160707 kari@dv.is JAfnT Í KÓpAvOgi HK og Víkingur skildu jöfn á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og sóknarleikurinn í hávegum hafður. káRi GaRðaRsson blaðamaður skrifar: kari@dv.is Gamli enn að Sinisa Kekic átti góðan leik og skoraði mark. ánægður með stigið gunnleifur fyrirliði HK var sáttur við stigið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.