Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 14
Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Já, ég vakna yfirleitt alltaf um sjöleytið.“ Er erfitt að vakna? „Já, mér finnst það frekar erf- itt.“ Sefur þú nakin eða í einhverju? „Ég segi pass.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég fer beint á klósettið.“ Ferðu í sturtu eða bað? „Eftir að ég er búin á klósettinu fer ég í sturtuna og tek mig til fyrir daginn.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Ég hef svo lítinn tíma en ég gríp með mér AB-mjólk í bílinn.“ Lestu meðan þú borðar? „Nei, ég hef engan tíma til þess.“ Hlustar þú á útvarp og þá hvaða? „Já, ég hlusta nú alltaf á Rás 2.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Já, heldur betur. Ég hef bara ekki getað gert það í frekar langan tíma. Ég fæ alltaf sama samvisku- bitið þegar ég kemst ekki.“ BEINT ÚR RÚMINU Á KLÓSETTIÐ BYRJA ALLTAF Á LÝSINU þriðjudagur 17. júlí 200714 Morgunstundin DV MITT FYRSTA VERK ER AÐ PISSA Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Nei, ekki alveg. Yfirleitt er ég vaknaður milli 8 og 9.“ Er erfitt að vakna? „Mér finnst erfitt að vakna í myrkrinu á vet- urna. Oft er ég vaknaður á milli 6 og 7 yfir sumar- tímann þegar hvað bjartast er úti.“ Sefurðu nakinn eða í einhverju? „Ég sef yfirleitt nakinn.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ætli ég fari ekki fyrst á klósettið til að pissa. Það er oftast mitt fyrsta verk.“ Ferðu í sturtu eða bað á morgnana? „Það er misjafnt og fer svolítið eftir því hvort ég hafi farið í sturtu kvöldið áður. Ef ekki fer ég oftast í sturtu á morgnana.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Ég geri mér yfirleitt hræring á morgnana. Ekki þó hræringinn sem svo hét í gamla daga þegar fólk hrærði saman skyr og hafragraut. Ég hræri saman skyr og banana og eitthvað slíkt.“ Lestu meðan þú borðar? „Já, ég les yfirleitt það sem kemur inn um lúg- una, án þess að ég vilji vera að gera upp á milli blað- anna.“ Hlustar þú á útvarp og þá hvaða? „Ég hlusta eiginlega bara á útvarpið þegar ég er í bílnum. Þá er engin sérstök rás í uppáhaldi. Ég hlusta aðallega á tónlist eða það sem vekur áhuga minn hverju sinni.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Nei, ekkert sérstaklega. Líkaminn er viðkvæm- ari á morgnana því líkamsklukkan er ekki komin í gang. Það er þess vegna ekki gott að lyfta mikl- um þyngdum á morgnana þótt auðvitað sé ekkert að því að trimma eða eitthvað slíkt. En ég geri það sjaldan á morgnana.“ Magnús Ver Magnússon kraft- lyftingamaður Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Já, á virku dögunum vakna ég alltaf klukkan 6. Um helgar leyfi ég mér að sofa aðeins lengur en vakna alltaf milli sjö og átta.“ Er erfitt að vakna? „Nei, ég á yfirleitt mjög auðvelt með að vakna. Þótt ég fari stundum allt of seint upp í rúm.“ Sefur þú nakinn eða í einhverju? „Ég kýs að sofa í sömu klæðum og ég kom í heiminn í.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég byrja alltaf á því að fá mér eina skeið af lýsi. Ég leyfi mér líka stundum að fá mér eitt glas af vatni.“ Ferð þú í sturtu eða bað? „Já, ég fer alltaf í sturtu í sundlauginni. Mér finnst fátt betra en að fá mér góðan sunds- prett áður en ég fer í sturtuna.2 Hvaða morgunmat borðar þú? „Ég borða yfirleitt einhvern pakkamat. Oft- ast er það Cheerios og stundum jafnvel Cocoa Puffs. Svo er Special K alltaf vinsælt.“ Lestu meðan þú borðar? „Já, ef blöðin eru komin inn um lúguna reyni ég að rýna í þau. Það er samt alls ekki alltaf sem þau eru komin.“ Hlustar þú á útvarp og þá hvaða? „Ég hlusta aðallega á út- varpið á daginn og þá helst Bylgjuna eða Rás 2. Ég reyni að skipta hlustuninni bróð- urlega á milli Reykjavíkur síðdegis og Síðdegis- útvarpsins.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Já, ég fer alltaf í laugina á morgnana og fæ mér sundsprett. Ég syndi alltaf minnst 600 metra áður en ég fer í smánudd og svo beint í heita pottinn. Það er yfirleitt ávísun á góðan dag.“ Ólafur Helgi Ragnarsson, sýslumaður á Selfossi Erla Ragnarsdótt- ir, umsjónarmaður helgarútgáfunnar á Rás 2 FER Í LAUGINA Á MORGNANA Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Núna undanfarið hef ég yfirleitt vakn- að klukkan kortér í átta.“ Er erfitt að vakna? „Já, mér finnst rosalega gott að kúra sko en ég ríf mig upp því ég fer alltaf að synda með vinkonu minni sem sækir mig svo það er svona ákveðin gulrót í að rífa mig á fæt- ur.“ Í hverju sefur þú? „Ég sef nú bara á Evuklæðunum mín- um.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég fer inn á klósett og tannbursta mig. Svo fer ég í fötin mín og tek til sunddótið mitt.“ Ferð þú í sturtu eða bað? „Ég fer náttúrlega í laugarnar og skelli mér í sturtu þar en annars fer ég alltaf í sturtu á morgnana.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Mjög misjafnt, núna er reyndar voða- lega vinsælt að fá mér jarðarberjajógúrt frá Mjólku með ferskum bláberjum eða kínóa-hrískökur með kota- sælu og eplum. Svo er einn sterk- ur kaffibolli með líka nauðsynleg- ur.“ Lestu meðan þú borðar? „Já, oftast les ég Fréttablaðið eða sörfa um Internetið.“ Hlustar þú á útvarp og þá hvað? „Ef ég hlusta á eitthvað er það yfirleitt einhver þægilegur geisladiskur.“ Langar þig í laugina eða út að borða áður en þú ferð í vinnuna? „Þótt mig langi það kannski ekkert svo mikið reyni ég að fara oftast í laugarnar fyrir vinnu.“ Ásta Sveinsdóttir, hárgreiðslukona, söng- kona Single Drop og bakraddasöngkona GusGus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.