Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 32
Manni var rænt af heimili sínu í gærmorgun, hann vafinn í lak og hent ofan í skott á bíl. Að sögn lög- reglunnar er málið allt hið undar- legasta. Um klukkan hálf átta í gærmorg- un var pilti á tvítugsaldri rænt af heimili sínu í Álfheimum í Reykja- vík. Fimm unglingar undir tvítugu náðu í piltinn inn á heimili hans og báru hann út vafinn í lak. Athugul- ir nágrannar tóku eftir þessari með- ferð á manninum og gerðu lögreglu viðvart. Piltinum var komið fyrir í skotti á bíl og ekið með hann á brott. Lög- reglan brást skjótt við og gómaði mannræningjana þar sem þeir óku eftir Snorrabrautinni. Í skotti bílsins fannst pilturinn vafinn í lak en lög- reglan frelsaði hann úr prísundinni. Fjórir farþegar voru í bílnum auk bíl- stjórans og fórnarlambsins og voru allir fimm handteknir, yfirheyrðir og vistaðir í fangageymslu. Fórnarlamb- ið slapp ómeitt. Mannræningjunum var sleppt eftir yfirheyrslu en að sögn lögreglunnar var ekkert illt á milli þeirra og fórnarlambsins. Í bílnum fannst barefli sem lög- reglan taldi að hefði átt að nota til þess að berja manninn og að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða hafnaboltakylfu. Mannræningjarnir eru allir innan við tvítugt og einn þeirra aðeins fjór- tán ára. Hugsanlega var um hrekk að ræða og segja ræningjarnir að þeir hafi ekki ætlað að meiða manninn. Lögreglan segir að málið sé allt hið undarlegasta og að svona glæpir séu litnir mjög alvarlegum augum. Að sögn Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu ætlar fórnarlambið ekki að kæra verknaðinn en það er ólöglegt að aka með mann í skotti bíls og verður ökumaðurinn kærður fyrir það. Málið er áfram í rannsókn hjá lögreglunni. Hundurinn Lúkas fannst lifandi í gær á ruslahaugi á Akureyri. Áður var tal- ið að hann hefði verið drepinn á ófyr- irleitinn hátt á Bíladögum á Akureyri í síðasta mánuði. Þá var ungur pilt- ur, Helgi Rafn Brynjarsson, sakaður um að hafa sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað í hann til ólífis. Helgi Rafn neitaði sök frá upphafi en málið var kært til lögreglunnar á Akureyri. Helgi hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan því honum og fjölskyldu hans var hótað lífláti. Hann var nafngreindur og ásakaður á umræðuvefjum og blogg- síðum á veraldarvefnum. Hann seg- ir sumarið ónýtt eftir atvikið. Eigandi hundsins biður fólk að fara varlega í að dæma menn án dóms og laga. Kemur ekki á óvart „Þetta mál er ekki búið,“ segir Helgi Rafn Brynjarsson, sem var sakaður um að hafa drepið kínverska smáhundinn Lúkas. Hann frétti fyrst af því að Lúkas væri á lífi þegar blaðamaður DV færði honum fréttirnar. Þær fréttir komu Helga þó ekki á óvart. Hann hefur all- an tímann haldið fram sakleysi sínu frá því hann var sakaður um að drepa hundinn sem nú hefur sést á lífi. Ófyr- irleitnir aðilar hafa hótað honum og fjölskyldu hans símleiðis og á veraldar- vefnum. Helgi lætur ekki deigan síga og hefur kært morðhótanir til lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Hann mun hvergi frá því hvika enda mikið í mun að sýna fram á og sanna sakleysi sitt. Sumarið ónýtt „Ég er ekki búinn að fara út síð- an þetta mál kom upp,“ segir Helgi um afleiðingar þess að vera sakaður um ódæðisverk að ósekju. Hann seg- ist hafa haldið sig inni við og ekkert skemmt sér síðan málið kom upp af ótta við hefndaraðgerðir óprúttinna aðila. Hann vill koma því á framfæri að fólk verði að hafa staðreyndirnar á hreinu, svo var ekki í þessu tilfelli. Hann segir þetta mál sýna múgæsingu og afleiðingar þess að vera sakaður um svona lagað. Fyrir utan þá sálarangist sem málið olli Helga hefur hann misst vinnu sem ljósmyndari og er núna at- vinnulaus. „Menn hafa farið allt of hart fram,“ segir Helgi og vonast til þess að fá frið fyrir ásökunum héðan í frá. Á ruslahaugum „Ég sá Lúkas á lífi,“ segir Kristj- ana Svansdóttir, eigandi Lúkasar, himinglöð þegar DV náði sambandi við hana. Hún segir Lúkas hafa verið hvekktan og litið hræðilega út. Líf hans hefur augljóslega verið ansi erfitt und- anfarið enda var hann logandi hrædd- ur við Kristjönu og lögreglumenn þeg- ar þau reyndu að fanga hann í gær. Kristjana segist hafa grátið gleði- tárum þegar lögreglan hringdi í gær- morgun og tilkynnti henni að sést hefði til Lúkasar. Hún segir það krafta- verk að finna Lúkas á lífi en hún bjóst alls ekki við því. „Hann er greinilega meiri nagli en ég hélt,“ segir Kristjana að lokum yfir sig ánægð með að heimta Lúkas úr helju. þriðjudagur 17. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSKot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Hvenær drepur maður hund? SUMARIÐ ÓNÝTT VEGNA ÁSAKANA UM HUNDSDRÁP Hundurinn Lúkas fannst á lífi í gær. Því var haldið fram að hann hefði verið drepinn: Sól og blíða í Grasagarðinum Gestir Grasagarðsins í Reykjavík nutu veðurblíðunnar í gær. Spretta hefur verið mikil í garðinum og blómin hafa blómgast meira en venja er til vegna þess hversu heitt hefur verið að undanförnu. DV-MYND GÚNDI Sóldýrkendur fá aldrei nóg „Þegar sólin skín vill fólk hins vegar einfaldlega komast í meiri sól,“ segir Hildur Gylfadóttir, sölustjóri hjá Terra Nova. Hún kannast ekki við að fólk hafi afbókað ferðir til heitari landa vegna blíðviðrisins að undan- förnu. „Hitinn að undanförnu hefur eiginlega haft þau áhrif að fólk spyrst enn meira fyrir um sólarlandaferðir. Við getum því ekki kvartað.“ Margrét Helgadóttir, hjá Ferða- skrifstofu Íslands, tekur undir orð Hildar og segir mikið um bókanir hjá sólarþyrstum Íslendingum. Fimm ungmenni rændu manni af heimili sínu og settu í bílskott: Lentu í fangaklefa vegna hrekks Lögreglustöðin í reykjavík Mannræningjarnir voru fluttir þangað. Tveir árekstrar í Borgarnesi Tveir minniháttar árekstr- ar urðu í Borgarnesi í gær. Ann- ar um níuleytið um morguninn innanbæjar í Borgarnesi en þá fór bíll yfir á rangan vegarhelming og lenti á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Hinn áreksturinn varð á brúnni inn í Borgarnes en einnig þar fór ökumaður annars bílsins yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Seinni áreksturinn varð um klukkan hálf tólf í gær. Sjúkra- bíll flutti fólkið úr báðum árekstr- unum á sjúkrahús til skoðunar en enginn slasaðist alvarlega. Próflaus á 140 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður á 140 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi. Hann reyndist vera án ökuréttinda auk þess sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sekt mannsins er ekki endanlega ákvörð- uð því ekki er komin niðurstaða úr rannsóknum sem gerðar voru á manninum vegna gruns um fíkni- efnaneyslu en sektin fyrir að aka á þessum hraða er 90 þúsund krónur. vaLur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Helgi rafn Ánægður með að vera loks- ins laus undan ásökunum um hundsdráp. Hundrað manns fórust í árásum Lík lágu úti um allt í versl- unarhverfi í Kirkuk í Írak í gær eftir að uppreisnarmenn gerðu sprengjuárás í borginni. Í það minnsta áttatíu manns létu líf- ið í árásinni og 170 til viðbótar særðust. Árásir á óbreytta borgara hafa aukist mjög í norðurhluta Íraks eftir að bandarískir og íraskir hermenn hófu herför gegn upp- reisnarmönnum í höfuðborginni Bagdad og Diyala-héraði. Átján manns féllu í margvís- legum árásum í Bagdad í gær, degi eftir að 22 lík fundust í höf- uðborginni. Ökumaður lét lífið í árekstri 35 ára gamall karlmaður lét lífið þegar hann lenti í árekstri við strætisvagn undir Akrafjalli um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn var á mótorhjóli þegar hann lenti í árekstri við strætisvagninn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innnesveg- ar. Gatnamótin eru um það bil miðja leið frá Hvalfjarðargöngum að Akranesi. Strætisvagninn var á leið til Akraness en ökumaður vélhjólsins á leiðinni út úr bæn- um. Slysið var í rannsókn þegar blaðið fór í prentun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.