Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 27
Aldraður
áhættuleikari
Gamla brýnið Harrison Ford er langt
frá því að vera dauður úr öllum
æðum þó svo að kappinn nálgist
sjötugt. Harrison sem er 65 ára
gamall leikur flest áhættuatriðin sjálf-
ur í fjórðu myndinni um Indiana
Jones. Myndin sem er væntanleg í
kvikmyndahús næsta sumar er
uppfull af hasar og kostaði meðal
annars eitt áhættuatriðið um milljón
dala en í því fer bíll fram af fossi.
Gerð myndarinnar kostar í heildina
um 125 milljónir dala og segir
Kathleen Kennedy framleiðandi
hennar að gamli, góði Indiana Jones-
húmorinn sé enn til staðar þrátt fyrir
allan hasarinn.
Harry Potter þénaði 330 milljónir dala á fimm dögum:
GALDRAR FÓLK Í BÍÓ
Fimmta myndin um galdra-
strákinn Harry Potter hefur gert
það gott í Bandaríkjunum síðan
myndin var frumsýnd fyrir helgi. Á
fyrstu fimm dögum sýninga þén-
aði myndin um 140 milljónir dala.
Þetta er næst tekjuhæsta myndin
á fyrstu fimm dögunum í Banda-
ríkjunum frá upphafi. Vinninginn
hefur Spider-Man frá árinu 2002.
Myndin gerði það þó einnig gott
utan Bandaríkjanna og voru heild-
artekjur af henni í um 44 löndum
rúmlega 190 milljónir dala. Það
þýðir að Harry Potter and the Or-
der of the Phoenix hefur rakað inn
um 330 milljónum dala á fyrstu
fimm dögunum á heimsvísu.
Myndin er fljótust allra Harry
Potter-myndanna til að ná þessu
marki sem er ekki algengt þar sem
hún er sú fimmta í röðinni eins og
áður segir. Það virðist þó vera mik-
ið í myndina spunnið því gagn-
rýnendur virðast vera jafn hrifnir
af henni og bíógestir því myndin
hefur fengið góða dóma víðs veg-
ar. Margir vilja jafnvel meina að
þetta sé besta myndin hingað til.
Þá geta íslenskir Harry Potter-
aðdáendur glaðst yfir því að bókin
Harry Potter and the Deathly Hall-
ows sem er sú sjöunda og síðasta
í röðinni kemur út á Íslandi fyrst
allra Evrópulanda. Sökum tíma-
mismunar verður bókin komin
fyrr í verslanir hér en annars stað-
ar en bókin kemur út á föstudag-
inn kemur.
„Ég er að loka lagalistanum þessa dag-
ana en ég stefni á að platan komi út í
október,“ segir Eyjólfur Eyvindarson,
betur þekktur sem Sesar A, en aðdá-
endur hafa þurft að bíða lengi eftir
nýrri plötu frá rapparanum. Sú bið er
senn á enda því Sesar A er nú langt
kominn með plötu sem hann hefur
unnið að undanfarin ár. „Ég á eftir að
ganga frá síðustu lögunum og hef ver-
ið að fá hina og þessa til að vinna með
mér. Ég miða við að platan verði 12 lög
að viðbættum nokkrum innskotum
sem Gísli Galdur er meðal annars að
vinna með mér,“ segir Sesar A en bætir
við að fjöldi manns vinni með honum
við plötuna. „Maggi úr Subterranean,
Lúlli Rottweiler og Blazroca hafa all-
ir unnið með mér að plötunni ásamt
fleiri listamönnum.“
International Family of Sound
Sesar A hefur áður gefið út plöt-
urnar Stormurinn á eftir logninu og
Gerðuþaðsjálfur, en síðari platan kom
út árið 2001. „Ég er búinn að vera að
vinna úti í Barcelona undanfarin ár
þar sem ég kynntist IFS hópnum árið
2004. Í mars gáfum við út kynning-
arplötu sem nefnist Worldwide en
ekki hefur verið samið um dreifingu
á henni ennþá,“ segir Sesar A en hóp-
urinn samanstendur af fólki frá átta
löndum; Kúbu, Þýskalandi, Japan,
Suður-Afríku, Spáni, Svíþjóð, Banda-
ríkjunum og Íslandi. „Meðlimir IFS
syngja eða rappa með mér á allt að 10
tungumálum. „Þetta eru sem sagt 9
manns frá 8 löndum sem syngja eða
rappa á 10 tungumálum,“ segir Sesar A
en sum lögin af nýju plötunni hans eru
einmitt endurunnin lög af Worldwide.
Of gott...
Titill plötunnar er Of gott... en hún
átti upphaflega að koma út árið 2004.
„Í kjölfar Of gott... átti að koma plata
með nafninu ...til að vera satt. Þessi
áætlun breyttist þegar ég flutti út og
fór að vinna með IFS hópnum,“ segir
Sesar A.
Platan er nú væntanleg með haust-
inu en Sesar A segist aðspurður hafa
unnið þessa plötu öðruvísi en fyrri
plöturnar tvær. „Ég var alltaf að vinna
með svokallaðar glefsur (sample) en
fyrir nokkrum árum fór ég að nota
aðra tækni til að ná niður laglínunum
sem koma upp í kollinn á mér. Þá týni
ég síður þeim hugmyndum sem ég
fæ.“ Sesar A segir tónlistina líka hafa
tekið breytingum. „Ég hef alltaf haft
mjög gaman af tónlist frá Karíbahafinu
og g-fönki frá Vesturströnd Bandaríkj-
anna en nýja platan ber þess merki.
Eitt lagið er til dæmis svona útgáfa af
djass-fönk tónlist.“
Deyfð yfir rappsenunni
Eyjólfur bindur vonir við að rapp-
ið muni ná fyrri hæðum. „Það hefur
verið mikil ládeyða yfir rappsenunni
í nokkur ár. Ég og Rottweiler komum
með látum á sínum tíma og í kjölfar-
ið varð sprengja í rappinu sem fjaraði
síðan út. Sesar A segist binda vonir við
að rappið nái fyrri hæðum. „Við Ómar
Ómarsson höfum verið að vinna sam-
an en við viljum endurreisa hiphop.is
þannig að rappinu verði fundinn vett-
vangur á nýjan leik,“ segir Eyjólfur að
lokum.
baldur@dv.is
Ný X-Files
mynd
Leikarinn David Duchovny hefur
staðfest að væntanleg sé ný X-Files
kvikmynd. Þetta kom fram þegar
Duchovny var að kynna hinn nýja og
mjög svo umdeilda þátt sinn
Californication en þar leikur hann
kynlífssjúkan rithöfund. Duchovny
segir að Gillian Anderson, mótleik-
kona hans úr þáttunum, muni einnig
leika í myndinni. „Ég fæ að sjá
handrit í næstu viku þannig að ég
veit að þetta er að verða að
raunveruleika,“ segir Duchovny um
málið.
Miðar á Kim
Larsen
Miðasala á tónleika Kims Larsen
þann 24. nóvember hefst í dag
klukkan 10. Miðasalan fer fram á
midi.is og í verslunum Skífunnar og
BT um allt land. Miðaverð er 5.900
krónur í sæti og 4.900 í stæði. Kim
Larsen lék síðast hér á landi fyrir
tveimur árum og þá seldust miðarnir
upp á 30 mínútum. Kim Larsen og
félagar hafa verið á tónleikaferð að
undanförnu um Danmörku sem
síðan verður framhaldið um
Norðurlöndin í haust og verða
lokatónleikarnir á Íslandi þann 24.
nóvember í Vodafonehöllinni.
Sesar A er kominn til landsins eftir langa dvöl á Spáni. Þriðja sólóplatan er nú væntan-
leg frá rapparanum en hann hefur ekki gefið út sólóplötu frá 2001.
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007DV Bíó 27
Ólafur Darri
besti leikarinn
Harry Potter Er vinsælli
en nokkru sinni.
NÝ PLATA FRÁ
SESARI A
Of gott... Kemur út í
október eftir margra
ára vinnslu.