Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 19
HEF ALDREI NOTAÐ VEKJARA- KLUKKU BEINT ÚR RÚMINU Á KLÓSETTIÐ DV Morgunstundin þriðjudagur 17. júlí 2007 19 Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Já, ég er eins og stillt klukka. Ég hef aldrei notað vekjaraklukku og vakna alltaf á sama tíma þótt það skeiki hálf- tíma eða klukkutíma eftir árstíðum. Ég er þarna á tímabilinu klukkan sex á sumrin og sjö á veturna.“ Er erfitt að vakna? „Nei. Ég hef alltaf verið morgun- hani og rosalega kvöldsvæf. Morgn- arnir eru minn tími.“ Sefur þú nakin eða í einhverju? „Það er mjög misjafnt í hverju ég sef.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég fer fram úr, bursta tennur og skelli mér í sturtu.“ Ferðu í sturtu eða bað? „Snögga sturtu!“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Yfirleitt borða ég heilsuhrist- ing sem ég bý til eftir uppskrift frá Sólveigu Eiríks. Hann er búinn til úr ýmsum ávöxtum, möndlumjólk, sem er líka búin til eftir uppskrift frá Sollu, og svo bæti ég við ýmsu sem ég á í ísskápnum. Oftast skelli ég í mig smávegis af hristingnum, og tek svo afganginn með mér í glasi með röri í til að drekka á leiðinni og í vinnunni.“ Lestu meðan þú borðar? „Nei, ég hef engan tíma til þess!“ Hlustarð þú á útvarp og þá hvaða? „Nei, ég er svo mikil sjón- varpskona að ég kveiki strax á einhverjum sjón- varpsfréttum, til dæm- is Sky eða CNN og læt það rúlla. Mér finnst vanta íslenskt morgunsjónvarp.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Nei, því ég er alltaf á hlaupum! Ég hleyp út úr húsi í vinnuna. Ég hef aldrei getað gengið rólega, ég reyni það reglulega en mistekst það alltaf því það er bara ekki í mínum karakter.“ Valgerður Matthíasdóttir arkitekt og dag- skrárgerðarmaður ENGIN NÁTTFÖT FYRIR MIG, TAKK! Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Já, ég vakna yfirleitt alltaf á sama tíma. Ég ríf mig upp klukkan sjö á morgnana en þegar ég er í sumarfríi eins og núna get ég leyft mér að sofa að- eins lengur.“ Er erfitt að vakna? „Nei, alls ekki, ég á yfirleitt mjög auðvelt með að rífa mig á fætur. Það kemur samt fyrir að maður er þreyttari en venjulega en þetta hefst allt saman.“ Sefur þú nakinn eða í einhverju? 2Ég læt mér duga að sofa í nærbuxunum einum saman. Engin náttföt fyrir mig, takk.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég nudda stírurnar úr augunum.“ Ferðu í sturtu eða bað? „Já, ég fer í morgunbununa. Það er fastur liður.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Það er annað hvort ristað brauð eða Cheerios. Oftast er það samt Cheerios en með engum sykri.“ Lestu meðan þú borðar? „Nei, það er nú sjaldnast tími í það. Ég skófla í mig morgunmatnum áður en ég fer út.2 Hlustar þú á útvarp og þá hvaða? „Nei, ég er ekki með neina slíka truflun í eyrun- um. Ég einbeiti mér að börnunum og Cheeriosinu.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Nei, ég fæ nóg af slíkri hreyfingu seinna á dag- inn. Þá mæti ég á æfingar hjá FH og þar er nóg af hlaupum.“ Daði Lárusson, markmaður Íslandsmeistara FH í knatt- spyrnu EKKERT BETRA EN FRÍSKANDI STEYPIBAÐ Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Nei, það er svolítið mismunandi, en yf- irleitt vakna ég milli 7 og 8.“ Er erfitt að vakna? „Það fer eftir ævintýrum gærdagsins. En ég er nú yfir höfuð meiri a-maður en b-mað- ur, svo það gengur nú yfirleitt vel að vakna á morgnana.“ Sefur þú nakinn eða í einhverju? „Ég sef í náttfötum. Ég er ekki villtari en svo.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Það fyrsta sem ég geri er yfirleitt að fara í sturtu. Það er ekkert betra í bítið en frísk- andi steypibað.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Annað hvort hafragraut eða Cheerios. Oft Cheerios með höfrum og kaffi með því.“ Lestu meðan þú borðar? „Já, ég háma í mig morgunblöðin með morg- unmatnum.“ Hlustar þú á útvarp og þá hvaða? „Já, ég er yfirleitt með annað hvort Rás 1 eða Rás 2. Hlusta yfirleitt á morgunúvarpið á ann- arri hvorri rásinni.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Nei, aldrei. Hreyf- ing fyrir hádegi er alveg vonlaus í mínu tilfelli. Ég kemst í vont skap ef ég reyni það.“ Felix Bergsson, leikari og sjónvarps- maður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.