Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 17. júlí 20078 Fréttir DV Heilaþvottur í stað trúarbragða Ákvörðun Hamids Karzai, forseta Afganistans, að náða Rafiq- Ullah, hefur vakið upp blendnar tilfinningar og sitt sýnist hverj- um. Rafiq-Ullah er fjórtán ára gamall Pakistani og hafði verið þjálfaður til sjálfsmorðssprengjuárásar. Forseti Afganistans Hamid �ar�ai kom öllum í opna skjöldu þegar hann ákvað að náða hinn fjórtán ára gamla Rafiq-Ullah. �ar�ai lét ekki nægja að náða drenginn held- ur leysti hann út með sem svarar eitt hundrað og tuttugu þúsundum íslenskra króna svo hann kæmist til síns heima í Pakistan. Rafiq-Ullah var handtekinn í maí af afgönsku lögreglunni í �host-héraði, sem liggur að landa- mærum Pakistans. Hann var þá íklæddur sjálfsmorðsvesti og fórn- arlambið átti að vera ríkisstjóri hér- aðsins, Arsala Jamal. Heimskuleg hugmynd Ákvörðun Hamids �ar�ai hef- ur verið gagnrýnd og eru marg- ir þeirrar skoðunar að hún muni hvetja til sjálfsmorðsárása. „Það er mjög heimskuleg hugmynd að fyr- irgefa svona glæpamönnum. Hann var sjálfboðaliði,“ sagði Mullah Malang, þingmaður frá �aghdis- héraði. „Þegar hann kemur aftur til Pakistans mun hann segja vinum sínum að hann hafi blekkt afgönsku stjórnina. Hann er heilaþveginn, hann verður alltaf talíbani.“ Tilfinningar afganskra stjórn- málamanna hafa verið blendnar og þótt margir þeirra telji að náðun drengsins hafi verið mannúðlegur verknaður, þá sendi hún röng skila- boð til uppreisnaraflanna og einn- ig setja þeir stórt spurningarmerki við farareyrinn sem fylgdi náðun- inni. Að margra mati hefur trúverð- ugleika afgönsku ríkisstjórnarinnar verið stefnt í voða með ákvörðun- inni. „�ar�ai forseti hefur opnað leið til viðskipta fyrir talíbana og al-�aída. Þeir munu senda börn til sjálfsmorðsárása og ef það tekst þá er það hið besta mál, ef þeim mis- tekst þá er það líka í lagi, því þeim verður veitt frelsi,“ sagði Said Mo- hammad Ghulba�ai, hershöfðingi og þingmaður frá �host-héraði. Sendur í trúarskóla Rafiq-Ullah hafði verið sendur af foreldrum sínum í trúarskóla, „madrassa“, til að læra íslömsk fræði. Síaukinnar tortryggni gætir í garð trúarbragðaskóla í Pakistan og telja margir að þar séu drengir þjálfaðir til hryðjuverka, þeir séu heilaþvegnir og lofað píslarvættis- dauða með tilheyrandi hlunnind- um. Hamid �ar�ai sagði að foreldr- ar Rafiq-Ullah hefðu sent drenginn til náms í trúarskóla í góðri trú, en óvinir Afganistans hefðu leitt hann á glapstigu. „Það er hvorki hans sök, né föður hans. Óvinir íslams vildu að hann kastaði lífi sínu á glæ, sem og lífi annarra múslíma. Ég náða hann og óska honum gæfu- ríkra lífdaga,“ sagði �ar�ai. Faðir drengsins, Mati-Ullah, samsinnti þessu og kvaðst engin svör hafa fengið frá skólayfirvöldum þegar hann leitaði upplýsinga um son sinn. „Ég er mjög hamingjusam- ur að hafa endurheimt son minn,“ sagði hann. Rafiq-Ullah sagði að honum hefði verið kennt að aka bíl og honum hefðu verið sýnd, í trú- arskólanum í Pakistan, myndbönd sem sýndu sjálfsmorðsárásir. Hann hefði farið yfir landamærin og verið afhent sprengjuvestið og verið hót- að dauða þegar hann sagðist ekki vilja fremja verknaðinn. Snilldarbragð Á meðan margir býsnast yfir ákvörðun Hamids �ar�ai forseta eru aðrir sem segja hana snilldar- bragð. Wahid Mu�da stjórnmála- skýrandi er einn þeirra. Að hans mati er um að ræða eina stórkost- legustu ákvörðun �ar�ais forseta. „Pakistanar senda börn sín og menn til að tortíma, með sjálfs- morðsárásum, lífi afganskra barna, kvenna og manna, en �ar�ai svarar með mannúðlegum skilaboðum,“ sagði Musda. Hamid �ar�ai forseti undirstrikaði þessa skoðun Wahids Mu�da og sagði meðal annars að Miklir skógareldar á Kýpur Um þúsund manns voru fluttir frá tveimur þorpum á �ýpur í gær. Ástæðan er miklir skógareldar sem nálguðust þorpin. Slökkviliðs- menn hafa barist við eldana með aðstoð þyrla. Eldarnir hafa geisað í Troodos-fjallasvæðinu, en þang- að fara �ýpverjar gjarna til að flýja sumarhitana. Mikill vindur hefur aukið á vandann og hafa yfirvöld óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkj- um. Skógareldarnir eru þeir verstu í áratugi. Kínverjar svara í sömu mynt �ínverjar hafa stöðvað innflutning á kjöti frá nokkrum lykilframleið- endum í �andaríkjunum. Segja kínverskir embættismenn að í kjötinu hafi fundist bæði salmon- ella og vaxtarhormón. Þetta innflutningsbann kemur í kjölfarið á gagnrýni bandarískra eftirlitsstofnana á innfluttar kín- verskar vörur. �andarísk yfirvöld hafa stöðvað innflutning á sjávar- fangi frá �ína, þannig að óhætt er að segja að �ínverjar hafi svarað í sömu mynt. Jarðskjálfti á bilinu 6–8 á Richt- er reið yfir norðvesturströnd Jap- ans í gær. Að minnsta kosti átta létu lífið og fleiri hundruð slösuðust. Upptökin voru um 250 kílómetra norðvestur af Tókýó og borgin �as- hiwa�aki varð verst úti. Um tvö þúsund manns voru fluttir frá heimilum sínum í borg- inni og hátt í 300 byggingar eyði- lögðust. Um 37 þúsund heimili eru án vatns og gass, en skrúfað var fyrir gasið til að koma í veg fyr- ir eldsvoða. Fjölmargar byggingar jöfnuðust við jörðu og eldur kvikn- aði í stærsta kjarnorkuveri í heimi. Straumur fór sjálfkrafa af kjarnorku- verinu og fljótlega tókst að slökkva eldana þar. Ekki tókst hins vegar að koma í veg fyrir leka úr kjarnorku- verinu, rúmlega 300 lítrar láku út. Í kjölfarið fylgdi mjög öflugur eftir- skjálfti sem mældist 5,6 á Richter og var varað við frekari eftirskjálftum. Vegna væntanlegra kosninga í Jap- an var forsætisráðherra landsins, Shin�o Abe, á kosningaferðalagi. Abe sneri tafarlaust til Tókýó til að skipuleggja neyðaraðgerðir ásamt ríkisstjórn sinni. Svæðið sem varð verst úti núna var ekki enn búið að jafna sig vegna jarðskjálfta sem riðu yfir árið 2004. Í október það ár létu yfir sextíu manns lífið í öfl- ugum jarðskjálfta og meira en sex þúsund heimili eyðilögðust. Vegna legu landsins eru jarðskjálftar mjög tíðir í Japan. Árið 1995 reið jarð- skjálfti upp á 7,3 á Richter yfir borg- ina �obe og þá létust sex þúsund og fjögur hundruð manns. Jarðskjálftinn í gær var það öfl- ugur að skýjakljúfar í Tókýó, í um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra fjarlægð, sveifluðust til og frá. Þúsundir heimila í Japan eru án vatns og gass: Öflugur jarðskjálfti skók Japan Kolbeinn þoRSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Grætur ættingja Margir afganar eiga um sárt að binda vegna sjálfsmorðsárása. trúarskóli eða „madrassa“ í Pakistan rafiq-ullah lærði að aka bíl og horfði á myndbönd um sjálfsmorðsárásir í skólanum. Hamid Karzai, Rafiq-Ullah og Mati-Ullah Feðgarnir standa hvor sínum megin við forsetann. Kashiwazaki í Japan Hátt í þrjú hundruð hús eyðilögðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.