Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 25
EDRÚ Á DJAMMINU Rapparinn P.Diddy hefur heldur bet- ur komið sér í klípu. Á dögunum setti hann inn auglýsingu á MySpace-síðuna sína þar sem hann auglýsti eftir aðstoð- armanni. Þar bað hann áhugsama um að senda sér þriggja mínútna langt mynd- band þar sem áhugasamir áttu að kynna sig og gera grein fyrir ástæðum þess að þeir ættu skilið að verða aðstoðarmenn P.Diddy. Aðdáendur tóku heldur betur við sér og nú er svo komið að 10.000 manns hafa sóst eft- ir því að starfa með rapparanum. „Guð minn góður, hvað er ég búinn að gera!“ sagði rapp- arinn þegar hann áttaði sig á viðbrögðunum. „Það er greinilegt að margir þrá að komast að í þessum bransa. Maður kemst ekki að nema einhver veiti manni tækifæri til þess. Mér var gefið tækifæri og nú vil ég gefa rétta aðilanum tækifæri til að sanna sig. Ég vil vinna með þeim bestu til að verða sem bestur,“ sagði borubrattur P.Diddy sem þyrfti að horfa á myndböndin sam- fleytt í 21 dag til að komast yfir allt efnið sem bíð- ur hans. UMSÓKNIR ÞÚSUND 10 P.Diddy ósk- aði á dögun- um eftir að- stoðarmanni. Viðtökurnar voru framar vonum. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 25DV Sviðsljós Leikkonan Lindsay Lohan er ekki hætt að skemmta sér þó svo að hún sé hætt að drekka. Lohan sem lauk nýlega annari áfengis- meðferð sinni heldur áfram að koma við á nætur- klúbbunum líkt og eftir þá fyrri. Á klúbbi í Las Vegas Lindsay skemmti sér um helgina ásamt vinkonum sínum og voru engir áfengir drykkir sjáanlegir. Orku- drykkir og sígarettur Það eina sem Lohan sást með þetta kvöldið var orkudrykkur- inn Red Bull og mentol- sígarettur. Leiðin að falli? Eftir fyrri meðferðina stundaði Lohan einnig klúbbana af miklum krafti. Ekki leið á löngu þar til hún var komin í mikla neyslu og fór í aðra meðferðina. Spurning hvort söngkonan ætli að endurtaka mistökin. Á laugardaginn hittust stjörnurnar á góðgerðarsamkomunni Much �o�e�s BOW WOW WOW í Playboy-höllinni. Þar �oru heimilislausum hundum fundin heimili á uppboði og ágóðinn rann til góðgerðarmála. HUNDUM BJARGAÐ Í PLAYBOY-HÖLLINNI Dýravinur William Petersen úr þáttunum C.S.I. er mikill dýravinur. Húsfreyjan mætt Holly Madison, ein af kærustum Hughs Hefner, lét sig ekki vanta. Ást við fyrstu sýn Billy Baldwin fékk einn blautan frá hundinum Rover. Tori Spelling og Dean McDermott Nýbökuðu foreldrarnir gáfu sér tíma til að spjalla við leikfélagana og ættleiða eitt stykki hund. Heiðurs- gestir Systurnar Hilary og Haylie Duff voru heiðursgestir á samkom- unni. Sæt saman Leikkonan Lori Loughlin nældi sér í þennan myndarlega hund. Gaf Potter nektarráð Ungi leikarinn Daniel Radcliffe sem leikur Harry Potter leitaði ráða hjá leikaranum Gary Oldman varðandi nektarsenur í leikritinu Equus sem hann lék nýverið í. Radcliffe og Oldman leika saman í myndunum um galdrastrák- inn og semur þeim vel. Oldman sem hefur sjálfur komið fram nakinn sagði við Radcliffe að hann yrði dauðhræddur í fyrstu tvö skiptin og svo yrði það ekkert mál. „Það var rétt hjá honum. Eftir fyrstu tvö skiptin var þetta ekkert mál,“ sagði Radcliffe um málið. Borðaði hassköku Kelly Clarkson, sem var fyrsta Idol-stjarnan, viðurkenndi nýlega í viðtali að hún hefði eitt sinn gætt sér á hassköku. „Ég var í Amsterdam og það er löglegt þar,“ sagði Kelly um málið. „Ég hef aldrei reykt neitt á ævinni og ég hef aldrei prófað eiturlyf á ævinni. Ég myndi aldrei nota neitt sem gæti gert göt í heilann á mér eða nefið,“ segir Kelly um málið. „Kallaðu mig Texasbúa en mér finnst maríjúana ekki vera í þeim flokki.“ Lofar að brosa meira Kryddpían Victoria Beckham sagði nýlega í útvarps- viðtali við Idol-kynninn Ryan Seacrest að hún ætlaði að leggja sig fram við að brosa meira fyrst hún sé flutt til Bandaríkjanna. Það er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem Victoria hefur sést brosa á almannafæri. „Ég hef bara aldrei verið mjög brosmild,“ sagði Victoria. „En ég ætla að reyna að breyta því fyrst ég er flutt til Bandaríkjanna. Þið eruð svo brosmild hérna og hafið öll svo hvítar og fallegar tennur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.