Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 22
Sigyn er með ofnæmi fyrir mót-orhjólum. Líkamlegt ofnæmi. Hún fær pirringskast í hvert sinn sem hún heyrir í mótorhjólum og finnst hreinlega að það eigi að banna mótorhjól innan bæjarmark- anna. Sigyn er ekki fasisti á neinn hátt. Hún hefur ekkert á móti leð-urklæddum mönnum – ekki einu sinni þótt þeir séu komnir hátt á sjötugs- aldur. Henni finnst konur í leðri meira að segja flottar. Það er ekki ástæðan fyrir ofnæminu. Hún hefur ekkert á móti því að fólk dundi sér við áhugamál sín og henni finnst ekkert að því að gera mótorhjólaiðkun að áhugamáli – þótt hún myndi aldrei velja það sjálf. Það sem pirrar Sigyn er hávaðinn í bansettum hjólunum! Það vill svo til að Sigyn býr í hjarta borgarinnar og einhvern veginn í leið mótorhjólamanna til og frá samkomustað sínum, Ing- ólfstorgi. Hún hefur ekkert á móti því að mótorhjólamenn hittist. Þeir þurfa auðvitað að geta rætt sín hjart- ans mál – nýjustu hjólin, aukabún- aðinn, hestöflin og hvað þetta nú allt heitir. Henni finnst bara að hittingur þeirra eigi að fara fram utanbæjar. Það er hvort eð er hálfhallæris-legt að krúsa innanbæjar og kraftur hjólanna fær alls ekki að njóta sín þannig. Eða þannig ætti það að minnsta kosti að vera. En nei, nei. Mótorhjólamenn þurfa náttúru- lega að hittast í alfaraleið. Svo þeir dáist ekki einvörðungu að hjólum hvers annars – heldur eygi þeir von um að utanaðkomandi láti svo sem eitt og eitt hrósyrði falla um tryllitæk- in. Gott og vel. Skiljanlegt að menn þrái athygli. Það sem Sigyn þolir hins vegar ekki er að á leiðinni til og frá samkomustaðnum – og fram hjá húsi Sigynar meðal annarra – geta mótorhjóla- menn ekki hald- ið aftur af sér og þurfa endilega AÐ GEFA Í! Og inn- gjöfinni fylgir þvílíkur hávaði að Sig- yn fyllist pirringi. Það hefur ósjaldan komið fyrir að hún er vakin af værum nætursvefni við útrásarþörf mótor- hjólamanns – sem tekur ekki nokk- uð tillit til þess að hann er að gefa í beint undir svefnherbergisglugg- um sofandi fólks. Gjörsamlega óþolandi tillitsleysi. Sigyn er búin að velta fyrir sér ýmsum leiðum til þess að binda enda á ofnæm- ið. Hún hefur íhugað að flytja – en finnst það algjörlega óhugsandi að vandlega ígrunduðu máli að láta mótorhjóla- menn í spreng fæla sig úr húsi sínu. Auk þess er bara rándýrt að skipta um hús- næði. Það hefur aftur á móti einnig hvarflað að henni að „gleyma“ vökvunargræjunum á á nótt- unni og láta þær „óvart“ sprauta yfir götuna. Það gæti vonandi orðið til þess að mótor- hjólakapparnir velji aðrar ökuleiðir. Hún hefur einnig skoð- að þann möguleika að vakta götuna og skrifa niður númer hjólanna sem valda svona miklum ofnæm- isviðbrögðum og heim- sækja eigendur þeirra nótt eftir nótt og vekja þá með hávaða. Það ætti að kenna þeim dýrmæta lexíu. En nýjasta hugmyndin er samt best. Svo góð að Sigyn er byrjuð að und- irbúa framkvæmd hennar. Hún ætl- ar að búa til fullt af pappalöggum með radarmæla og stilla þeim upp með reglulegu millibili við götuna. Ætli mótorhjólatöffararnir verði ekki fljótir að láta sig hverfa! ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: DV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALnÚMeR 512 7000, RItstJóRn 512 7010, ÁskRIftARsÍMI 512 7005, AUGLýsInGAR 512 70 40. Malandi Mótorfákar Sigyn Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. En umfram allt, ábyrgðin er stjórnvalda og mest þegar kemur að landbúnaðarvörum. Blaður Leiðari Hvað ætli formanni Neytendasamtak-anna gangi til þegar hann segir Bón-us bera höfuðábyrgð á háu verðlagi á Íslandi. Vissulega er það rétt hjá for- manni Neytendasamtakanna að Bónus er stór verslun og það munar um Bónus. En má vera að formaður Neytendasamtakanna hafi gengið of langt þegar hann segir Bónus bera mesta ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi? Já, það hefur hann gert og eflaust er það svo að það trúir honum ekki nokkur maður. Neytendasamtökin hafa látið á sjá og þau þurfa örugglega meira á traustum málflutningi að halda en þeim sem formaður Neytendasamtakanna viðhafði í sjónvarpsviðtali. Lægsta vöruverð á Íslandi er í verslunum Bónuss. Það sýna verðkannanir stöðugt og þess vegna er ekki hægt að fallast á rök formanns Neytendasamtakanna. Neytendur finna það á innkaupum hvar lægsta verðið er og það hæsta. Hafi Jóhannes Gunnarsson rétt fyrir sér, að Bónus beri ábyrgðina á háu vöru- verði á Íslandi, verður hann að rökstyðja orð sín. Meðan hann gerir það ekki stendur hann eftir ómarktækur. Eitt af því sem Jó- hannes nefndi var að ef Bónus lækkar verð, lækki aðrir líka og ef Bónus hækkar verð, hækki aðrir líka. Þetta eru ekki nokkur rök og hafa ekkert gildi. Gagn væri að Neytendasamtökunum ef þau litu til þess hversu stóran hlut stjórn- völd eiga í háu vöruverði og sýndu fram á raunhæfar leiðir til lækkunar í stað þess að höggva í þann sem mest hefur gert til að lækka vöruverðið. Þar sem augljóst er að lönd innan Evrópusambandsins geta boð- ið þegnum sínum mun lægra vöruverð en lönd utan þess hlýtur að vakna krafa um að íslensk stjórnvöld kanni hver hagur okkar gæti orðið innan Evrópusambands- ins. Betur færi fyrir Neytendasamtökin að boða stefnu, benda á leiðir og finna farveg fyrir bættan hag neytenda í stað þess að gera eins og formaður samtakanna hefur gert. Enginn er yfir gagnrýni hafinn og það á líka við um Bónus. Eflaust er hægt að finna að einu og öðru hjá því fyrirtæki. En málflutningur um að Bónus beri höfuðábyrgð á háu matarverði er ekki trúverðugur. Hann skaðar ekki Bónus en hann stórskaðar Neytendasamtök- in þar til formaður þeirra bendir á í hverju ábyrgðin er falin og hvernig forsvarsmenn Bónuss hafi haldið uppi háu vöruverði á Íslandi. Ábyrgðin hlýtur frekar að vera þeirra sem elta Bón- us, einkum þegar verð þar hækkar. En umfram allt, ábyrgðin er stjórnvalda og mest þegar kemur að landbúnaðarvörum. DómStóLL götunnar Hvað finnst þér um framgöngu mótmælenda á Íslandi? „Mér finnst gott að vekja athygli á þessum málaflokki. Þó það megi alltaf gera hlutina öðruvísi þá finnst mér ekk- ert að mótmælendunum. Það stafar enginn hætta af því sem þau eru að gera. náttúran er ekki okkar einkamál þannig mér finnst það skemmtilegt að erlendir mótmælendur séu þarna líka. Mér finnst hins vegar gróft að það sé verið að handtaka fólkið.“ Ólöf Kristín Helgadóttir, 17 ára nemi „Agalegt ástand eins og það er. Það er ómaklega vegið að mótmælendunum því fólk á rétt á því að fá að tjá skoðanir sínar. Málfrelsið skiptir öllu máli og ég vil ekki sjá lögregluna handtaka þetta ágæta fólk.“ Jón Jónsson, 49 ára atvinnulaus „Mér finnst allt í lagi að vekja athygli á þesum málaflokki. Þetta lífgar upp á tilveruna og að auki eru þetta nú ekki beinlínis hættulegir einstaklingar. Þau koma sínum áróðri áleiðis hvernig sem komið er fram við þau.“ Axel Valur Davíðsson, 20 ára nemi „Mér finnst það allt í lagi að þau komi sínum skilaboðum á framfæri. stundum finnst manni þau fara svolítið út í öfgar en á heildina litið þá finnst mér Þetta allt í lagi. Það getur kannski verið slæmt að stoppa umferðina. Annars er þetta ágætis leið til þess að segja sína skoðun.“ Sif Pétursdóttir, 15 ára nemi SanDkorn n Orð og gjörðir Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður vinstri grænna, er ekki alls kostar sáttur við Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra þessa dagana og telur hol- an hljóm í orðum henn- ar um að Seðlabank- inn verði að lækka vexti. Þetta segir hann vera vegna fyrri hvatningar hennar til bankanna þegar hún afnam 90 prósenta lánin og bankarnir fylgdu í kjölfarið með vaxtahækk- anir. Hvers vegna að hvetja einn til hækkunar en annan til lækk- unar, spyr Ögmundur. n Bensínverðið undarlega Bensínið virðist vera ódýrara á landsbyggðinni en höfuðborg- arsvæðinu, segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem er byrjað- ur að blogga á ný eftir að hafa lagt land undir fót. Komst hann að því á ferðalagi sínu um land- ið að hæsta bensínverð- ið borgaði hann í upphafi og við lok ferðar, nefnilega þegar hann lagði af stað úr Reykjavík og þegar hann kom þangað aftur. n Verðugur arftaki Einstaka sinnum spretta upp vangaveltur um hvort Ólafur Ragnar Grímsson forseti gefi kost á sér til endurkjörs á næsta ári og hverjir kynnu að verða líkleg forsetaefni. Svo eru aðrir sem nálgast þetta út frá öðru sjónarhorni. Þannig veltir laganeminn Anna Pála Sverrisdótt- ir því upp á vef sínum hvernig væri ef Ísland eignaðist fyrsta sam- kynhneigða forsetann. Hún segir sjálfstæðismenn vera farna að leita að sínum kandídat og spyr hvort Samtökin ’78 geti ekki gert það sama. n Bjargvættarins minnst Margir hafa orðið til að minn- ast Einars Odds Kristjánssonar að undanförnu, mannsins sem varð þekktur sem bjargvætturinn í baráttunni við verðbólguna og féll frá um helgina. Þeirra á meðal er Björn Ingi Hrafnsson, fram- sóknarmaður úr Reykjavík. „Seinni árin varð sérstaða Einars Odds í íslenskum stjórnmál- um æ meira áberandi. Hann var það sem danskurinn myndi kalla folketaler, sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Gegn pólitískum rétttrún- aði; gegn ríkjandi viðhorfum, eini vinur ríkissjóðs á stundum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.