Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 7DV Fréttir höfum meðal annars verið að tæta spýturnar á framkvæmdasvæðinu sem hefur virkað mjög vel. Reykja- víkurborg sér svo um að dreifa því sem verður afgangs. Þórhalli segir að engar kvartan- ir hafi borist frá íbúum í nágrenninu vegna hávaða við niðurrifið en segir að þurrkurinn hafi gert mönnum líf- ið leitt. „Það hafa ekki borist neinar kvartanir til mín. Það er eðlilegt að ekki séu allir sáttir þegar ráðist er í svona stórt verkefni. Þurrkurinn sem verið hefur undanfarna daga hefur reyndar gert okkur lífið leitt því svif- rykið þyrlast upp við minnsta hand- tak,“ segir Þórhalli sem hefur gripið til þess ráðs að vökva svæðið til að minnka rykið. Aðspurður segir Þór- halli það ekki liggja fyrir hvenær nið- urrifinu lýkur en vonar að það verði sem fyrst. MÖRG ÞÚSUND TONN AF STEYPU Brautarholt Gríðarlega mikið magn af steypu og öðrum leifum fylgir framkvæmdunum. Þverholt/Einholt-reiturinn Hér er horft yfir svæðið. Eins og sjá má eru íbúðir í næsta nágrenni og íbúar í kring hafa margir hverjir verið ósáttir við framkvæmdirnar. Blómin í Grasagarðinum blómgast óvenjumikið: Allar slöngur notaðar til vökvunar „Við vökvum óvenjumikið í ár því það hefur ekki verið svona þurrt, alla- vega í júlí, í mörg ár, segir Jóhanna Þormar, garðyrkjufræðingur í Grasa- garðinum. „Það hefur varla kom- ið dropi úr lofti síðan í endaðan júní þannig að við vökvum á hverjum degi og það eru allar slöngur notaðar til vökvunar og engir stútar liggja ónot- aðir,“ segir Jóhanna. Samkvæmt upplýsingum frá Orku- veitu Reykjavíkur nota Reykvíkingar óvenjulega mikið vatn þessa dagana og síðasta föstudag voru þrettán hundruð lítrar notaðir á sekúndu á höfuðborg- arsvæðinu en á venjulegum degi er notkunin í kringum níu hundruð lítr- ar. Rekja má þessa miklu vatnsnotk- un til þurrkanna sem hafa verið und- anfarið en borgarbúar eru greinilega duglegir við að vökva garðana sína. „Það er mjög mikil vatnsnotkun þessa dagana, en hún er minni um helgar,“ segir Helgi Pétursson, almannatengill Orkuveitu Reykjavíkur. „Það er óvanalega mikil blómgun í Grasagarðinum um þessar mund- ir vegna veðurblíðunnar, sérstaklega hjá rósum, runnum og sírenum,“ seg- ir Jóhanna Þormar og bætir því við að það sé dásamlegt um að litast í garð- inum þessa dagana þrátt fyrir þurrk- ana. „Tópashorn til að mynda þolir ekki mikla bleytu og þurrkarnir fara vel í slíkar plöntur. Í fyrra rigndi bara nánast allt sumarið og þá var allt ann- að upplit á þeim. Núna blómstra þær og aðstæður eru eins og best verður á kosið,“ segir Jóhanna. Í veðurfari sem þessu er mikilvægt að vökva vel og eru það einu ráðin sem Jóhanna vill gefa garðeigendum. Jóhanna Þormar Það er fallegt í Grasagarðinum um þessar mundir en garðyrkju- fræðingar og annað starfsfólk Grasagarðsins er duglegt að vökva og er allur garðurinn vökvaður einu sinni á dag. DV-MYND GÚNDI Megna ólykt lagði frá skólpröri sem stóð opið um helgina í Kinnahverfinu í Hafnar- firði. Íbúar voru margir hverjir óánægðir vegna ólyktarinnar sem lagði frá svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði var um mannleg mistök að ræða og vandamálið nú þegar leyst. SKÍTALYKT Í HAFNARFIRÐI Framkvæmdir standa yfir í Kinna- hverfinu í Hafnarfirði þar sem bæj- aryfirvöld eru að endurnýja lagnir og yfirborð gatna. Meðal þess sem ver- ið er að endurnýja er klóakið og eru margir íbúar ósáttir við mikinn óþef sem leggur frá framkvæmdasvæð- inu. Svæðið sem um ræðir er á horni Bröttukinnar og Bárukinnar og er búið að grafa rúmlega þrjátíu metra langan skurð þar sem allt var skilið eftir opið um nýliðna helgi. Þar sást klósettpappír sem hafði flætt beint úr klósettum í nágrenninu. Auk þess flæddi saur og þvag um skurðinn og að sögn íbúa á svæðinu var ólyktin vond og á köflum óbærileg. Saur og annar ófagnaður Þetta er í annað skipti á nokkr- um dögum sem fréttir berast af því að klóak sé skilið eftir opið. Í síðustu viku bárust fréttir af því að verktaki í Kópa- vogi hefði skilið eftir opið klóak og voru íbúar í nágrenninu ósáttir við frágang- inn. Þar flæddi saur og annar ófagn- aður við litla ánægju nærstaddra. Að- koman þar var þó ekkert í líkingu við aðkomuna í Hafnarfirðinum þar sem íbúðarhús eru aðeins nokkrum metr- um frá framkvæmdasvæðinu. DV hafði samband við nokkra íbúa í nágrenni framkvæmdanna og voru viðbrögð þeirra blendin. Einn komst svo að orði að hann hefði haldið að þetta fyrirfyndist eingöngu í borgum á borð við Bombay á Ind- landi og í fátækrahverfum í þróun- arlöndum. Hann kvaðst vera mjög óánægður með að þetta væri til stað- ar í hverfi þar sem mikið er af börnum. Auk þess hafi börn sést að leik nálægt klóakinu og því sé þetta bagalegt fyrir íbúa svæðisins, ekki síst vegna sjúk- dómahættu. Þetta sé auk þess mjög slæmt vegna hinnar megnu ólyktar sem berst frá klóakinu. Það skemmi ekki fyrir að klóakið hafi verið skilið eftir opið heitustu helgi sumarsins til þessa og því hafi lyktin magnast heilm- ikið í sólinni. Treystir verktökunum Einn íbúi sem DV ræddi við sagðist ekki hafa orðið fyrir neinum vandræð- um og kvaðst treysta þeim verktökum sem verkið vinna. Verktakarnir hafi verið hinir almennilegustu og boðist til að grafa alla leið heim að húsinu til að íbúarnir gætu skipt um skólpið alla leið heim að húsi. Þar að auki hafi þeir unnið sína vinnu mjög hratt. Hann sagðist þó hafa áhyggjur af rottum sem hugsanlega gætu skotið upp kollinum við slíkar aðstæður. Hann hafi þó ekki orðið var við ólykt frá svæðinu en sé al- veg sama svo lengi sem rotturnar haldi sig fjarri. Samkvæmt upplýsingum frá bæj- arskrifstofu Hafnarfjarðar í gær höfðu engar kvartanir borist inn á borð þeirra vegna málsins. Þarna hafi þó orðið mannleg mistök hjá verktökun- um þar sem gleymst hafi að loka klóa- kinu á laugardagsmorgun þegar ver- ið var að vinna við svæðið. Þegar upp komst um málið í gærmorgun hafi menn verið fljótir að loka fyrir klóakið og vandamálið sé leyst. Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Framkvæmdasvæðið Á þessari mynd má sjá svæðið sem um ræðir. Megna ólykt lagði frá svæðinu um helgina þar sem klóakið var skilið eftir opið. Slæmur frágangur Á þessari mynd má sjá opnu skólplögnina. Þegar vel er að gáð sjást klósett- pappírstaumarnir í skurðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.