Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Qupperneq 3
I
ENDURSKOÐUN Á SIÐAREGLUM LÆKNA
Á aðalfundi Læknafélags íslands að Laugar-
vatni á sl. ári var samþykkt tillaga um, að lög
og siðareglur félagsins skyldi endurskoða. Ákveðið
var, að nefnd skyldi gera tillögur fyrir aðalfund
þessa árs, en þær yrðu síðan til umræðu fram að
aðalfundi næsta árs.
í nefnd þessa skipaði stjórnin læknana Snorra
Pál Snorrason, dósent, Þórodd Jónasson, héraðs-
lækni og Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra. Nefnd-
in hefur skilað ýtarlegum tillögum til lagabreyt-
inga, en því miður hefur ekki unnizt tími til að
ganga frá endanlegum tillögum um Codex ethicus.
Hins vegar hefur nefndin unnið með stjórn félags-
ins að undirbúningi dagskrár læknaþings um siða-
mál.
Spyrja má, hvort nú sé sérstök þörf á umræðum
um siðamál. Vissulega verður vart gagnrýni á
hepðun Tækna, eins op oft áður. tel þó ekk'.
að siðgæði stéttarinnar fari hnignandi eða sið-
gæðisvitund einstakra lækna sé sljórri en áður
var. Allur þorri lækna vinnur dyggilega í anda
hefðbundinna siðalögmála stéttarinnar.
Fræðsla og umræða um siðamál er ávallt tíma-
bær og endurskoðun á Codex ethicus er þörf á
fárra ára fresti. Hegðunar- og siðareglur hljóta
að fylgja breyttum lífsháttum, lífsviðhorfum og
starfsháttum. Kjarni þeirra breytist þó ekki.
Lækni ber að láta sér "um alla hluti fram annt