Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Side 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Side 19
13 Einnig ber lækni að hafa fyrirvara, er hann daanir horfur, svo sem batahorfur, eftir tölfræðilegum líkum. 28. grein: Gerðadómur úrskurðar ágreiningsmál, sem kunna að rísa milli lækna eða milli læknis og læknafélags og varða við Codex Ethicus, verði þau ekki jöfnuð á annan hátt. Sami gerðadómur úrskurðar einnig mál, sem til hans er skotið sam- kvænt 19. gr. laga L.í. frá 26. júní 1965 og varða bein eða óbein brot á nefndum lögum eða lögum aðildarfélaga L.I. Örskurðum gerðadóms verður ekki áfrýjað, en vísað getur hann frá sér þeim málum, sem hann telur sér óviðkomandi eða álítur, að vísa beri til almennra dómstóla. I gerðadómi sitja fimm menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, og er hann formaður dcmsins. Tvo kýs L.I. á hverjum aðalfundi, og skal annar þeirra vera héraðslæknir. Þá kýs hvor málsaðili einn lækni í dóminn, og skal hann vera félagi I L.í. Varamenn skulu kosnir jafnmargir og af sömu aðiljum. Ef dómara er rutt eða hann er forfallaður, tekur varamaður sæti í hans stað í dóminum. Nú lætur annar málsaðili eða báðir undir höfuð leggjast að nefna I dóm, og skulu þá hinir föstu dcmendur tilnefna dómara fyrir hans (eða þeirra) hönd. Allar kærur og erindi til gerðadóns skal senda stjóm L.I. Skylt er gerðadómi að tryggja svo sem framast er auðið óvilhalla úrskurði. Fari málsaðili fram á, að einum hinna föstu dómenda sé rutt, á hann rétt á að það sé gert. Skal þá sá varamaður, sem dómurinn kveður til, taka hans sæti. Nú er formanni rutt, og velur dónurinn sér þá formann. Gerðadónur tryggir málsaðiljum jafnræði til að kynna sér allt, sem varðar málavexti og málsmeðferð, og jafnræði til að láta uppi álit sitt. Ekki mega dómendur afla sér gagna, sem máli skipta, nem þeir láti báðum aðiljum í té vitneskju um þau, áður en dón- ur gengur. Rétt hefur gerðadómur til að stefna báðum málsaðiljum fyrir sig, enda geta þeir og krafist, að svo sé gert. Ferðir • sínar kosta þeir sjálfir, svo og þeirra dómenda, sem þeir hafa kosið sér, ef þeir búa utan Reykjavíkur. Ifn málsmeðferð hlítir gerðadómur að öðru leyti þeim réttarfars- reglum, sem í gildi eru, svo fremi málsaðiljar hafa ekki komið sér saman um annað. Þó er honum heimilt að hafa hliðsjón af sanngirni, ef úrskurður yrði bersýnilega vafasamur að öðrum kosti Gerðadónur skal dæia í hverju máli, sem hann fær til meðferðar, svo fljóft sem verða má og eigi síðar en innan missiris frá því málsaðiljar kusu dómendur, nema málsaðiljar koni sér saman um lengri frest. Stjóm L.I. ber að fylgjast með framvindu máls og gera allt, sem er í hennar valdi, til að koma í veg fyrir óeðlilegan drátt á afgreiðslu þess.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.