Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Síða 10
8
skr. 1, 14) og í 4 tilvika var „berklaleysi"
fyrir hendi og þess utan teikn, sem tengja
má hugsanlegri röskun sjálfsónæmis (sj.
skr. 3, 9, 11, 16). Sjúkrasaga 8 markast af
samtíma uppákomu NHBV og sykursýki,
sem telst staðfesta IAD.
Eins eru 4 tilvikanna óefað berklakyns
(sj.skr. 2, 5, 7, 20). Sönnunargögnin eru
nýrnahettusvæðis-kölkun á rtg.mynd (8.
mynd, sj.skr. 5 og 20) og berklaystar
nýrnahettur við krufningu (sj.skr. 2).
Eftirtektarvert er, að G.G. (sj.skr. 7) var
aldrei talin með klíníska berkla og var
teiknalaus um slíka a.ö.l. en ofannefnda
nýrnahettu-kölkun, en náin samskipti við
berklaveika á unglingsárum var staðreynd
(e.t.v. nær 50 árum áður). Ekki er grein-
ing S.G. (sj.skr. 2) síður athyglisverð, þar
sem hún hefði örugglega flokkast sem UAD
vegna engra merkja um virka berkla í
banalegu sinni. IAD kom einnig til greina,
þar sem skjöldungsörvi (Graves sjúkdóm-
ur) var greindur í sögu gefandi byr undir
vængi möguleikanum um tvennskonar
kvilla tengda röskun sjálfsónæmis.
Þrjú tilvikanna flokkast sem UAD (sj.
skr. 4, 10, 17) enda ekki staðfestanleg
berklaskemmd nýrnahettnanna þrátt fyrir
sögu um berkla hjá öllum áratugum áður
og sögu um mögulega utanlungnaberkla
eitt sinn (spondylitis tberculosa, sj.skr. 17).
Mynd 9 sýnir svo loks hundraðshluta
hvers hinna þriggja flokka, dreifingu
greiningar- og fæðingarára auk meðalald-
urs sjúklinga-hópanna hvers um sig.
Sjúkrasaga I:
L.H.P., kvæntur laganemi, f. 12.01.1918,
Keykjavik, var inniagður á lyflæknisdeild
Landspitalans í júlí 1943, þá 25 ára gamall,
vegna svo mikils máttleysis, að hann hafði
ekki megnað að vera á fótum í hálfan mánuð
fyrir komu. Sjúklingur hafði jaínframt. haft
hitavellu, verið lystarlaus og létzt, og með sí-
fellda ógleöi, þó án uppkasta. Tvö undangengin
ár hafði hann verið heilsuveill og lystarlaus
með ógleði og uppköst í mislöngum sprettum.
Botnlangi tekinn sumarið ’42 og hurfu uppköst
í bili við það. Talinn hafa létzt um það bil 10
kg samtals. 1 heilsufarssögu var markvert, að
sjúklingur telur sig hafa fengið brjósthimnu-
bólgu 49 ára gamlan og haft samgróninga
vinstra megin siðan. Systir hafði haft skjöid-
ungsörva (thyreotoxicosis).
Við skoðun sást áberandi dökkvi íöskubrúnnj
í andliti, yfir núningsstöðum og í lófaskorum.
Ekki litablettir í slímu munns. Hæð 173 cm,
þyngd 51.7 kg. Yfirbragð frisklegt útafliggj-
andi, en ófær nánast að standa í fæturna. BÞ
við komu 105/70, þrem dögum síðar 95/70
liggjandi, 70/? sitjandi og ómælanlegur stand-
andi.
Rannsóknir: Hgb. 78%, sökk 5 mm/klt,
hv.blk. 4080. Þvag hreint. Electrolytamælingar
voru gerðar af dr. Helga Tómassyni og Rann-
sóknarstofu Jóns Steffensens, og var fyrir
komu mælt Na: 105.7 mEq/l, K: 4.6 mEq/1.
1 legunni til 7. nóv. 1943 mældist hyponatremia
margsinnis, en kaliumgildi eðlileg. 4.11.1943,
Na: 143 mEq/1, K: 4.7 mEq/1. EKG reyndist
eðlilegt. Rtg.mynd af lungum sýndi samvexti
neðantil vinstra megin, a.ö.l. eðlileg. Mantoux
1:10000 = Mantoux 1:1000 = ++.
KLÍNISK TEIKN UM BERKLA
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Alls
Saga um virka berkla - + - + + ( + í + 5 (6)
Teikn um lungnaberkla (+) - + + + + + 5 (6)
Teikn um berkla utan lunqna + + 2
Jákvætt húðpróf f. berklum + + - 0 + + 0 + - + 0 - + 0 7
Saga um brjósthimnubólgu + + + + + 5
Berklar I ætt/umhverfi - - + - + - + + - - - - - - - - 0 - - + 5
Kalkanlr á nýmahettusvæði + 2
Nýrnahettuberklar v. kmfningu - + 0 - 1
+ fyrir hendi, (+) e.t.v. fyrir hendi, - ekki fyrir hendi, o ekki athugað.
6, mynd.