Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 6
4 LÆKNABLAÐIÐ Yfirlit Ginklofi — tetanus neonatorum — þessi voðalegi ungbarnasjúkdómur var og er enn landlægur víða í heiminum. Á norðurhveli jarðar voru tvær eyjar nafntogaðar í sögu þessa sjúkdóms. Þar á ég við Heimaey í Vestmannaeyjum og St. Kilda í Suðureyjum, en þar dóu fyrr á tímum 70—80 af hundraði allra lifandi fæddra barna á fyrstu tveim vikunum frá fæðingu. Þessari plágu tókst að útrýma í Vest- mannaeyjum fyrir miðja 19. öld, fyrir at- beina ungs dansks læknis, sem hét Peter Anton Schleisner. Á St. Kilda urðu menn að bíða fram undir síðustu aldamót eftir árangri í bar- áttu við ginklofann. Á báðum þessum stöðum lifðu menn mikið á fugli, einkum fýl og lunda. Slíkir lifnaðar- og atvinnuhættir, óþrifnaður, sem þeim fylgdu og vatnsskortur voru taldar aðalorsakir plágunnar. Það þótti sýnt að dr. Schleisner hefði í þessu máli unnið hið mesta afrek. En hvernig fór hann að þessu? Greinargerð læknisins um málið vantaði og svo kom, að fræðimenn fóru að efast um frægðar- verkið. Lá hér eitthvað annað að baki? Höfundur þessa rits tók sér fyrir hend- ur að leita uppi greinargerð Schleisners Byggðin á „Heimaey" í Vestmannaeyjum upp úr miðri 19. öld (1850—60). í baksýn er til hægri Klifið, en til vinstri Háin og Skiphellrar næst.Timburhúsið nálægt miðju fremst er „Frydendal“ Þar voru fyrst ræktaðar kartöflur um miðja 19. öld. Þar var vcitingahús og hýstir sjúklingar í tíð frú Koed. Á lóðinni var síðar reist nýtt liús mcð sama nafni „Húsið“ i Eyjum, sem cinnig var vcitingahús og spítali. Það hús er cnn við líði, en flutt úr stað. Mynd úr byggðasafni Vestm. Blik. Myndir úr Bliki eru fengnar að láni með leyfi Þorsteins Viglundssonar ritstjóra.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.