Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 11
I LÆKNABLAÐIÐ 9 l.kafli Sögulegt baksviö Vissara var að kaupa í tima, fjalir í kistu og dúk i Ukklæði, meðan fékkst, ef von var á nýju barni. Gömul sögn úr Vestmannaeyjum. Rannsóknir íslenskra presta og lækna fram um 1800 Fyrstu fregnir af sjúkdómi þessum, ginklofan- um, höfum við úr minnisbók Odds biskups frá 1630 (92) en hann hefur eftir séra Jóni Jónssyni í Vestmannaeyjum: „item skrifar séra Jón að þar hafi andasl 1V konur allar úr ginklofa . . . „item af 37 börnum . . . sem fœðst hafa siðan rœningjaárið lifa ekki utan ...“ (Hér mun vera málum blandað. Þó nægir þessi grein, til þess að sýna fram á, að þama er ginklofinn þegar þekktur sjúkdómur.) Þótt svo sé tekið til orða og vanti í handritið. þá lítur út fyrir, að þar hafi átt að lýsa því, hversu mörg böm hafi dáið úr sjúkdómnum, en það hefur fallið burt. Að ..IV konur“ dóu bendir án efa til þess misskilnings að konur gætu ekki fætt í Vest- mannaeyjum, eins og Streyc telur (82) sbr. bls. 21. Þá koma fregnir af sjúkdómi þessum í riti séra Gizurar Péturssonar: „Lítil tilvísun um Vest- mannaeyja háttalag og bygging" - „Actor séra Gizur Pétursson". Gizur þessi var prestur í Vest- mannaeyjum 1687-1713. (Þar er einnig vitnað í landkynningarrit Gunnlaugs Oddssonar sáluga): ../ Eyjunum er sjúkdómur sá börnum mjög skœður er menn heita ginklofa.“ Ennfremur skrifar séra Gizur: „Ginklofann fá hér þatt ungu nýfœddu börn. Hann er að sjá mjög líkur sinadrœtti og afmyndar, teygir og togar sundur og saman limina, hér er og einnig Itoldið blásvart. Sjaldan fá hann fullorðnir, en ef það skeður stiga þeir gjarna fram“ (25, 68). Hér hefir séra Gizur þegar áttað sig á nýbura og fullorðins myndum sjúkdómsins en árið 1837 eru þýskir læknar enn að veltast í vafa um þetta mál (2). í þriðja stað kemur ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (síðar landlæknis), en þar er talað um ginklofann. „veikina“ í Vest- mannaeyjum, sem „enska sýki“ þ.e.a.s. beinkröm (Rachitis) (64). Sbr. ennfremur umræðu hérá eftir um nafna- og hugtakarugling. Hannes Finnsson biskup (9) telur ginklofann einnig vera „ensku sýkina“, „beinkröm". Sveinn Pálsson læknir, sem mun reyndar fyrstur lækna hafa fengist við að rannsaka ástandið í Vestmannaeyjum, hafði áður reynt að gera sér grein fyrir þessum sjúkdómi og þá meðal annars hvort hann væri sérstök íslensk mynd af „ensku sýkinni", „beinkröm", eða ekki. Hann komst að þeirri niðurstöðu. að hér myndi ekki vera um beinkröm að ræða heldur annan sérstakan sjúk- dóm, hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði í sambandi við meðferð á ginklofanum í Vest- mannaeyjum. Samanber ennfremur umræðu um þetta í kafla um nafnarugling á blaðsíðu 20. Þessi skrif sem hér hafa verið rakin eru frá sau- tjándu og átjándu öldinni, en fljótlega eftir átján- hundruð skrifar Magnús Stephensen (1806): ung fósturbörn mín lögðust nokkrum sinnum sér- legar sóttir og veikindi. Nefni ég meðal þeirra gin- klofann í Vestmannaeyjum, sem árlega hefur lengi sálgað fjölda þeirra — óhollt vatn, fiskœti, sjó- fuglafœða, einkum fýlungi. . . valda þessu" (80). Séra Jón Austmann (3) rekur ginklofadauðs- föllin allt frá 1817 til 1842, sem hlutfall af lifandi fæddum og hann kemst að eftirfarandi niður- stöðu: „A ð ginklofinn geysi hér óttalaust er lýðum Ijóst og hefir hinum dönsku lœknum, Itingað til ekki hið minnsta tekisl að lina á honum. Sjá töflubrot þar um hér síðar“ (fæðinga- og dánarskrár nýbura (tafla 1, s. 34). Það var sameiginlegt álit þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, þó sérstaklega Sveins Pálssonar og Magnúsar Stephensen, að óþrifnaður væri or- sök sjúkdómsins og mikið kjöt- og fiskát. Fýlafiðri og síðast en ekki síst ónógu og slæmu neysluvatni var einnig kennt um ófögnuðinn. Vatnið var tekið úr Vilborgarstaðatjörn (Vilpu), þegar brunnar þrutu, að minnsta kosti hvað snerti heimamenn, en danskir notuðu vatn af Heimakletti, er safnað var í ker „undir Löngu“. Dönsk yfirvöld — danskir læknar 1828—60 Nú lá ginklofamálið í salti í rúm tuttugu ár, án þess nokkuð væri að gert. Þá var með konungsúr- skurði 6. júní 1827 ákveðið að stofna sérstakt

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.