Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 34
32 LÆKNABLAÐIÐ Viðauki I. Nútíma viðhorf til stífkrampa og ginklofa Fræðimenn telja sig geta rakið sögu þessa sjúk- dóms til fornaldar. Hippókratesar hins gríska á 5. öld f.Kr. í fræðiritum er vitnað í hina miklu plágu, ginklofann á St. Kilda og lækningu hans 1895, en aldrei minnzt á miklu meira afrek, sem unnið var í Vestmannaeyjum á sama sjúkdómi 50 árum fyrr, enda fræðimönnum ekki kunnugt um grundvallaratriði málsinsfram til þessa. Á 18. og 19. öld var meðferð löngum með deyf- andi lyfjum, t.a.m. klórali og ópíum, þar til Schleisner lækni tókst að kveða ginklofann niður í Vestmannaeyjum 1848,en þar með varbrotið blað í meðferð þessa sjúkdóms, eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan. Sjúkdómskveikjan (Clostridium tetani), myndar sterkt eitur og tryggir framlíf sitt við erfið skilyrði með dvalargrómyndun. Þá er sóttkveikjan loft- eða súrefnisfælin eins og margar aðrar sóttkveikjur af þessum flokki (,,Clostridia“). Þótt sýkillinn sé álíka viðkvæmur fyrir sótthreinsun og skæðum lyfjum og aðrar bakteríur. þá eru dvalargróin nærri ódrepandi. nema með margföldum lyfja- skömmtum og langri suðu. Smásjárgreining er oft erfið, en greining eiturefnaframleiðslunnar er ör- ugg með tiraunadýrum. en aðaleiturefnin eru tetanus-spasmín og lýsín. Það fyrrnefnda er hið versta taugaeitur en hitt. lýsínið fremur vægt blóðkornaeitur. Gró sóttkveikjunnar geta lifað ár- um saman í mold og ryki innan húss sem utan. Sýklunum getur fjölgað í feitum jarðvegi. í hlýju loftslagi (yfir 22 gr. á C.), svo og í þörmum grasæta. Hins vegar korna sýklar þessir ekki að sök í mat né þótt þeim sé dælt í hold ef ekki fylgdi með óhreinindi. kalsíumklóríð eða ígerð af klasasýkl- um á stungustað. Sýklaeitrið verkar eingöngu á hreyfifrumur miðtaugakerfisins og eru kjarnar 5. og 10. taugar viðkvæmastir. Áhrifin, sem svipa til striknín- eitrunar eru fyrst og fremst fólgin í eyðileggingu hemla, sem ætlað er að hemja styrk taugavið- bragða. Taugaviðbrögðin verða hömlulaus. Gin- klofi (trismus) er fylgifiskur nærri allra stíf- krampatilfella í ungum og gömlum. Verstu krampar láta ekki undan neinum deyfingarefnum. ekki einu sinni svæfingu, og koma þá í svo erfiðum tilfellum ný lyf til hjálpar svo sem „curare", sem lama öndun og þá einnig öndunarvöðva. sem þá þarf að hjálpa með öndunarvélum. Útbreiðsla þessara sjúkdóma er mikil í heimin- um. einkum í heitum löndum á rökum svæðum. þar sem hreinlæti er ábótavant og hjátrú og hindurvitni ríkja. Skráningu sjúkdómstilfella er víða ábótavant, en talið er að 166 þúsundir deyi árlega, en það þýðir um 335 000 árleg sjúkdóms- tilfelli. miðað við 45—50 látinna af hundraði veikra. í Dakar í Senegal ereymasneplagötun fyrir Stifkrampi (tetanus opisthotonus). Bell teiknaði í Waterlooeftir sjúklingi er hann sá fyrir sér.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.