Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 8

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 8
6 LÆKNABLAÐIÐ Inngangur Danakóngur álti Vestmannaeyjar, tönd, hús, tœki og i reynd búfé, fugl og menn. Úr sögu Vestmannaeyja Eftir að sá, sem þetta ritar, var kominn aftur til Vestmannaeyja og þá sem héraðslæknir, eftir á sínum tíma að hafa slitið barnsskónum þar, vakn- aði áhuginn fyrir alvöru á þessum voðalega barnasjúkdómi, ginklofanum. Þegar ég nú árið 1951 kom aftur til Vestmannaeyja var ekki liðið eitt ár frá síðasta stífkrampatilfellinu þar. innan við 20 ár frá síðasta ginklofatilfellinu þar og 17 ár frá því, að ég á námsárum mínum, í fjarveru hér- aðslæknisins í Hornafirði stundaði stífkrampa- sjúkling, þar sem ekki var annað hægt að gera, eins og málum var komið, en lina þjáningar með deyf- andi lyfjum. (18,51). Það var því eitt mitt fyrsta verk, sem héraðs- læknis í Eyjum, að korna á stífkrampabólusetn- ingu með öðruni ónæmisaðgerðum, en aðrir hér- aðslæknarog heilsuverndarstöðvar tóku þetta svo upp von bráðar, því að enn komu fyrir dreifð til- felli af stífkrampa og ginklofa víðsvegar um land- ið, eins og ntannfjöldaskýrslur og heilbrigðis- skýrslur sanna (19,50). Síðustu tilfelli. sem ég hefi séð á skrá eru frá 1959 í Blönduóshéraði, frá Höfðakaupstað og frá 1960 á Hellu í Helluhéraði. Þetta síðasta tilfelli var nýburi, drengur frá heimili hestamanna. Hann var á 12. degi fluttur á barna- deild Landakotsspítala og lifði af þrátt fyrir rnikla krampa (opisthotonus), en slíks munu fá dæmi (51, 53,20). Uppskurður og hreinsun á nafla og miklar blóðvatnsgjafir voru við hafðar, auk pensillíngjafar (16). I sóknarlýsingum presta frá 19. öld, og raunar fyrr, mátti lesa um þennan skæða barnasjúkdóm i Vestmannaeyjum, síðast frá hendi séra Jóns Aust- manns, en hans skýrsla nær til 1842, en þá voru þrjú af hverjum fjórum fæddum börnurn talin verða sjúkdómnum að bráð (3, 27). Dr. Schleisner endurskoðar niðurstöður séra Jóns Austmanns og fær með því að miða við gin- klofatímabilið, sem hann kallar svo, frá 5.—12. aldursdegi barnsins, um það bil % af lifandi fæddum dána á nefndu tímabili. Þetta kemurfram í doktorsriti læknisins „Forsög til en Nosographie af Island", sem kom út í Kaupmannahöfn 1849, ári eftir að Schleisner kom heim til sín eftir rúmlega ársdvöl á íslandi (77). í fyrrnefndri doktorsritgerð er ekkert frekar rætt um ginklof- ann, en lofað er sérstakri ritgerð um það efni. Fá- um sögunt fer af þessari ritgerð hér á landi og komu upp allskonar sögusagnir, en á þeim byggist m.a. ritgerð séra Jes Gíslasonar (14). sem hann reit að tilhlutan Halldórs Gunnlaugssonar héraðs- læknis, sem taldi sig hafa „rnisst" barn úrginklofa árið 1915 til heimilis í „Fjósinu", sem svo var kallað, í Garðinum („Gaarden"). en það var fyrr- um fjós einokunarkaupmanna. sem þar bjuggu lengst af. Ritgerð mín, sem birtist í Vestmanna- eyjum í „Bliki" 1957 (28) byggðist einnig á þessum og öðrum sögusögnum kunnugra, svo og á sóknarlýsingum presta. en kjarninn í því var sá, að dr. Schleisner hefði tekist að kenna eyjaskeggjum betra mataræði. bætt hreinlæti utan hússog innan og það í svo ríkum mæli, að það olli aldahvörfum. Eftirá að hyggja, varð augljóst. að þetta gat engan veginn staðist, sbr. og bréf Magnúsar Stephensen héraðslæknis 1864 til landlæknis um hreinlætismál í Eyjum. (81). Eitthvað annað hlaut því að hafa komið til hér. Sjá ennfremur Sögu Vestmannaeyja (31). Séra Brynjólfur Jónsson sóknarprestur, leggur í sóknarlýsingu sinni, þar sem hann m.a. lýsir þeim umskiptum, sem urðu til hins betra í barnadauða í Eyjunt við dvöl Schleisners þar. mesta áherslu á „naflaolíuna". (34). Naflaolía var raunar löngu þekkt og Jón Thorsteinsson landlæknir lýsir henni í riti sínu um ungbarnameðferð 1846, ári áður en Schleisner tók til starfa, sem ósúru og ósöltu nýju smjöri eða feiti. Ekki var það þó líklegt til mikillar sótthreinsunar. Aðspurðir könnuðust lyfjafræð- ingar hér ekki við naflaolíu. því að langt er síðan hún var notuð. Þýðing Blöndals (5) á „naflaolia" er „kópaívabalsam" (Balsamum Copaiba). Sumum datt í hug t.d. lyfjafræðingum, að nafla- olían væri e.t.v. Perúbaisam, en það var alþekkt sáraolía hér áður fyrr, m.a. notuð mikið í Vest- mannaeyjum. í hinu stóra fiskverkunarhúsi Gísla J. Johnsen i Eyjum, sem sökum stærðar var kallað „Eilífðin", var sérstakur maður, einskonar „bart- skeri", sem hafði þann starfa að fara uni sali að loknu dagsverki og bera Perúbalsam á öll sár,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.