Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 12

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 12
10 LÆKNABLAÐIÐ 1000- 900. 800 700 600 . 500 400 300 200 100 Dánir úr ginklofa í Vestmannaeyjum 1785—1895 af þúsundi lifandi fæddra, samkvæmt þjónustubókum presta og skýrslum lækna, miðað við „ginklofatima- bilið" 5.—12. dag. Deaths from tctanus neonatorum 1785—1895 at thc age of 5—12 days. Pro mille of life borne. The favourable tum at 1847—48 took place along witli new umbilical treatment with balsamum copaibae. 1785 1795 1805 1815 1825 1835 1851 1855 1865 1875 1885 —95 —05 —15 —25 —35 —15 —55 —65 —75 —85 —95 læknisembætti í Vestmannaeyjum og var fyrst skipaður i það embætti C.F. Lund til sex ára (32, 46). Hann var titlaður ..Krigsraad". Þessi læknir kom til Eyja 1828 og dó 1831. Næst var einnig skipaður herlæknir, ..Battaillonschirurg" til sex ára C.H.U. Balbroe (37, 46) sem dvaldi tilskilinn tíma í Vestmannaeyjum. Þá kom A.S.I. Haalland 1840(32), en hann dvaldist til ársins 1845, þegar enn var skipaður nýr læknir A.F. Schneider (32). Eftir dvöl þessara fjögurra dönsku lækna hafði ekkert áunnist í ginklofamálinu, eins og séra Jón Austmann getur urn í sóknarlýsingu sinni. Þó mátti nú segja. að fram væri komið samdóma álit manna, sem til þekktu, að ekkert gæti leyst vand- ann, nema sérstök fæðingastofnun. þarsem konur gætu alið börn sín og lærðu meðferð ungbama hjá lækni og lærðri Ijósmóður. Það má segja um þessa dönsku lækna, sem hér hafa verið nefndir, svo og Svein Pálsson að þeir væru börn síns tíma, þá voru sýklar sem sjúkdómsvakar ekki þekktir. Ólafur Thorarensen. sem settur hafði verið læknir í Eyj- um fór aldrei þangað en gerðist læknir í Eyjafirði. Af þeim dönsku læknum, sem hér hafa verið nefndir, má segja, að mest hafi kveðið að A.S.I. Haalland, en hann hélt heilsu „þrátt fyrir dvölina í Vestmannaeyjum", en það verður ekki sagt um suma hinna. Þegar hann kom aftur eftir tilskilinn tíma í Eyjum til Kaupmannahafnar hélt hann áfram að vinna að ginklofamálinu og vakti sér- staklega áhuga læknaprófessors Levy og stjómar- innar, en Levy prófessor var fenginn til þess að gefa málinu sérstakan gaum og hann leiddi síðan athygli að því að veikin væri víðar landlæg en í Vestmannaeyjum, t.d. á írlandi. þó í minna mæli væri þar, en í Vestmannaeyjum. Ginklofaplág- unnar í Grímsey hefir verið lítt getið áðurfyrr, enda gekk veikin þar undiröðrum nöfnum (99, 56) Sjá s. 34. Haalland hafði, hvað Vestmannaeyjar snertir, sérstaklega vakið athygli á slæmu neysluvatni og almennum óþrifnaði og slæmri meðferð á naflan- um. Hann sagði, að naflastrengurinn væri ekki eðlilega bundinn upp, eins og gera ætti og kenndi um gömlum kreddum og venjum gamallar ljós- móður. sem ekki væri lengur starfi sínu vaxin. Þá höfðu mæður ekki heldur börn sín á brjósti. Allt þetta gæti lagast með fæðingastofnun. Þess má ennfremur geta, að læknir þessi var mikill áhugamaður urn almenna náttúrufræði og teiknari ágætur og teiknaði hann meðal annars í litum samtímamynd af Heklugosinu 1845, eins og það sást úr Vestmannaeyjum. Er myndin varðveitt í Þjóðminjasafninu, komin úr safni Sig- fúsar Johnsen. Haalland þessi teiknaði einnig ágætar hvala- myndir og þykir andamefjumynd hans í bók Es- richts sérlega góð. Þótt ginklofanafnið á þessum voðasjúkdómi hafi ef til vill ekki verið komið til sögunnar fyrr en um 1630, eins og fyrr getur. þá mun þessi sjúk- dómur miklu eldri hér. Sjúkdómsorsökin, sýkill- inn. getur hafa borist með búfé og/eða fuglum í upphafi. í ferðabók Daniels Streyc, sem talið erað hafi komið til landsins 1613-14, segir m.a., að konur geti ekki orðið léttari eða fætt börn sín í Vestmannaeyjum og fari því til meginlandsins, til þess að ala börn sín, en þetta mun hafa tíðkast bæði fyrr og síðar og olli það misskilningi, sem seint varð leiðréttur, þ.e. tilfærsla sjúkdóms og dauðsfalla af nýburum yfir á mæðumar (82). í umræðu um orsakir ginklofans i Vestmanna- eyjum telur Haalland fram vankunnáttu yfirsetu- konunnar, t.d. í umbúnaði á naflastreng o.fl. Þá var ólærð yfirsetukona í Vestmannaeyjum mad- dama Guðrún Jónsdóttir, en það tíðkaðist víða að leitað var til prestskonunnar þegar lærða ljósmóð- ur vantaði, alveg eins og leitað var til prestanna um læknishjálp þar sem lærðir læknar fengust ekki. Sú síðasta í hópi ólærðra Ijósmæðra í Vest- mannaeyjum var fyrrnefnd Guðrún kona séra Páls skálda Jónssonar, sem var síðasti prestur á Kirkjubæ áður en kallið var sameinað Ofanleiti. Dóttir þeirra hjóna var fyrsta lærða ljósmóðirin búsett í Vestmannaeyjum. Sólveig Pálsdóttir, en

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.