Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 18

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 18
16 LÆKNABLAÐIÐ /»' /t*t> -t* y./o /jt*j0**+**y' J++*tAr <* /*/»;. A’f /íU~ * j>/.« *» *yy* /f* / /Z: 'oJZ/Æ... mannaeyjum séu óbreytt og engar framfarir hafi orðið í þessum efnum í fjölda ára. Landafræði „Loks er svo ástœða til að bera saman ástandið i Vestmannaeyjum og á öðrum stöðum. Sjúkdómur- inn er meðal annars í suðurhluta Sviss og Spánar og Suður-Karólínu í U.S.A. en annars aðallega á eyj- um, svo sem Minorca, St. Kilda, St. Domingo, Jamaica, Barbados, Bermudaeyjum o.s.frv. Sjúk- dómurinn finnst þess vegna aðallega í heitum lönd- um en þar eru St. Kilda og Vestmannaeyjar undan- tekning. (Hér mætti nefna Haiti, þar sem veikin geisar enn, kennd göldrum. (73). Margirhafa reynt að finna sennilega orsök sjúkdómsins. Á öllum þessum stöðum sem um er rœtt hafa menn velt þessu máli fyrir sér og skrifað um það en allt án árangurs. Flestir virðasl þó geta sameinast um að liér sé um að rœða heilbrigðisfrœðilegan (hygeniskan) grund- völl, sem fœrirþennan sjúkdóm íflokk með skyrbjúg og líkþrá, sem tilheyra lágu menningarstigi, en þó er skyrbjúgur nú á undanhaldi í Vestmannaeyjum og víða hérá landi, en hinir sjúkdómarnir ekki. Þó má af minni reynslu sjá, að nokkuð er hœgt að gera til fyrirbyggingar sjúkdómsins, já og það ekki svo lítið. Það er fœðingastofnun, sem leysir vandann. “ Tómthúsið „Kastali", með stórt eldhús (kitchen) til vinstri, stutt göng bcint að utan til baðstofu (living room), með betri loftræstingu miðað við löng göng í stærri bæjum. GtEldhús (Kitchen). A:Anddyri, Cöng (Entrance and corridor. B:Baðstofa (Living and/or slccping room). Úr byggðasafni Vestmannaeyja. burður við nútímann er óraunhæfur vegna ólíkra skrásetningaraðferða. Þrjátíu böm dóu á fyrstu fjórum dögunum, þ.e. fyrir ginklofatímabilið, en 527 á 5.—12. degi. Þá dóu 78 á 13.-30. degi, en 27 á 2.-12. mánuði. Þannig lifðu aðeins 189 börn af 852 lifandi fædd- um út fyrsta árið. Þó fjölgar, eins og fyrr segir vegna innflutnings, t.d. 1801-1840 frá 143 upp i 354. Margir héldu að ginklofinn væri á undanhaldi hin síðari ár. en Schleisner segir það byggt á reikningsskekkju, sem stafi af því, að mjög hafi fjölgað fæðingum bama meðal hinna dönsku fjöl- skyldna, en þau lifa við miklu betri skilyrði en þau íslenzku, eins og þegar hefur verið bent á og ruglar það kannski dæmið. Skoðun á dánartölum íslenzku barnanna sýnir sveiflurá árunum 1785—1840. en síðustu 20árin er engin breyting sjáanleg og þó má ætla að hin ytri menningaratriði (,,kulturverháltnisse“) í Vest- Ýmsar athugasemdir höfundar Hér að ofan hafa verið raktir ýmsir umhverfis- þættir, sem Schleisner taldi snerta ginklofamálið, svo sem húsakynni, óloft og ólykt. mataræði svo og meðferð naflastrengs, landafræði o.fl. I þeirri greinargerð Peters Schleisners. sem hér liggur fyrir og vitnað hefur verið 1, eru engin ein- stök atriði, sem hann getur tengt sérstaklega gin- klofanum. Eins og áður er sagt, er þessi læknir eins og aðrir þá, bam síns tíma, hvað snertir sýklafræði, sem átti langt í land til þess að ná fótfestu. Því verður það þeim mun meira afrek að ráða niður- lögum þessa alvarlega sjúkdóms, án þess að þekkja frumorsök hans sóttkveikjuna, en til þess varð að beita einstaklings- og félagsheilbrigðislegum að- gerðum, sem geta verið skólabókardæmi nú 130 árum seinna. Þegar ég tala um einstaklingsað- gerðir, þá á ég við læknismeðferð. sem er beitt við sjálfa persónuna, sem annaðhvort er þegar orðin veik eða talin er í hættu. en félagsheilbrigðislegar aðgerðir eru gagnvart umhverfinu. Það þykir nú ástæða til að ræða önnur um- hverfisatriði nánar svo sem hugsanleg áhrif lund-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.