Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 23 svo, að fýllinn hafi ekki orðið fastur gestur á suð- Uegari eyjunt fyrr en hvalveiðimenn og fiskimenn á togurum gáfu honum nógan úrgang til þess að hafast við á þeim slóðum og til þess að skapa honum öruggt leiði í Suðureyjarog til Færeyja. Þessi umræða um fýlinn helgast ekki síður af hugsanlegum smitflutningi hans, en slíkt er þekkt meðal margra fugla, t.d. getur máfurinn dritað taugaveikisbakteríum (salmonellum), þar sem hann kemst í smitaðan úrgang, eins og á sér víða stað við skolpræsi. Fýllinn er alæta eins og svartbakurinn, þ.e. hræfugl. Fýlnum varð hált á þessari græðgi sinni, þegar hann náði sér í „fýlaveikina" (psittacosis), en sagan af því er eins og hér segir: Það hafði tíðkazt lengi að flytja inn páfagauka frá Argentínu m.a. til Norður-Evrópu og mun uppskipunarhöfn fyrir Norðurlönd hafa verið Kaupmannahöfn. Fuglunum var safnað saman í stór geymslubúr i útskipunarhöfnum i Argentínu. Þá kom upp veiki í páfagaukabúrunum og var þá sendingu flýtt og fóru 1929 um 5000 páfagaukar með ferðum, sem féllu frá Argentínu til Norður- álfu. Þegar leið á ferðina fóru fleiri og fleiri páfa- gaukar að drepast. Skipin komu vestan að Bret- landseyjum og sigldu norður fyrir Skotland í gegnum Pentlandsfjörð. Dauðum páfagaukum var þar fleygt í sjó. Fýllinn sem alltaf var viðbúinn í kjölfarinu át fuglshræin. Hann var næmur fyrir þessari stóru veiru sem veldur fýlaveikinni og veiktist. Hinir veiku fýlar báru síðan veikina með sér til Færeyja, en veikin kom ekki til Suðureyja (Hebrideseyja), enda hafði þá fyrir skömmu allt fólk verið flutt þaðan þ.e.a.s. frá St. Kilda. Fyrstu fýlaveikitilfellin (pisittacosis) komu fram í mönnum í Færeyjum 1933, að sögn dr. K.K. Rassmusen, sem var starfandi læknir þar. Á árun- um 1933-37 komu alls 165 slík tilfelli fyrir, en það var sérkennileg lungnabólga og öll í september í lok fýlatímans og flest í fólki sem hafði þá atvinnu að reyta fýlinn og dóu 32 menn eða 19.4%, af þeim sem tóku veikina. Fýlatekja var svo bönnuð þar 1938 (13). í Vestmannaeyjum veiktust nokkrir menn, sem einnig stunduðu reytingar, aðallega konur, en enginn dó þarog virtist veikin ekki hafa verið jafn skæð (virulent) þar eins og í Færeyjum. Það varð greinilega vart fýlaveikinnar í fuglum í fýlabyggð- inni og drápust sumir, en ekki var þó hægt að segja að um ntikla drepsótt væri að ræða í fuglabyggð- inni. Fýlatekja var því bönnuð með lögum í maí 1940 á íslandi. og auglýsing nr. 106 um fram- kvæmd gefin út seinna í sama mánuði. Lundinn (Fratercula arctica) er nefndur í flestum tilfellum með fýlnum i Vestmannaeyjum. bæði i sambandi við búsílag, mataræði og í sambandi við urnræðu um ginklof- ann. Vissulega er mikið meira tekið af lunda en fýl til manneldis í Eyjum eða um 200.000 lundar á móti 20—25.000 fýlungum árlega. Lundinn er mjög þrifalegur fugl og lifir aðeins á nýmeti og aldrei sést hann fóðra unga sinn, pysj- una (kofuna), á öðru en nýju síli, sem hann kemur með fallega raðað upp í hið stórfenglega rauð- röndótta nef sitt. En lundinn lifir í djúpum holum sem hann grefur sér í hinn mjög svo feita jarðveg lundabyggðarinnar. svo vel geta gró stífkrampa- bakteríunnar loðað við fiður hans eða hann gleypt þau ofan í sig. þegar hann er að grafa með hinu sterklega nefi. engu síður en með klónum. í kafgras í kring um lundaholumar sækir einnig sauðfé, bæði á heimalandi og í úteyjum. Hérer því samgangur á milli. Hvortveggja barst svo í hús, lundinn á sumrin og sauðkindin á haustin. 1 sláturtíðinni. Nú er samkvæmt skýrslu Peters Schleisners vortíminn og sumartíminn með fæst ginklofatil- felli, um 607 í apríl—júní að meðaltali og 651 í júlí—september af þúsund lifandi fæddum, á móti 737 í janúar—mars. Þennan mismun taldi Peter Schleisner geta stafað af meiri þrengslum á vet- urna í húsnæði. svo og vegna innistöðu búpenings einkum kúa í fjósbaðstofum. Að sumrinu aftur á móti stunduðu menn mest útivinnu, fiskþurrkun fyrri hlutann en heyskap og fuglaveiði seinni hlutann. Það er rétt að staldra við fuglaveiðina á sumrin einkum lundaveiðina í maí og júní og fýlaveiðina í ágúst og september, en erfitt er að vega og meta hve mikil áhrif fuglaveiðin kann að hafa hér með- an á henni stóð, en mest mun verkun og reyting hafa farið fram utanhúss í sæmilegu veðri, en annars í útihúsum, þar sem til voru. Á það er einnig að líta að samkvæmt skýrslum Peters Schleisners var ástandið heldur betra meðal tómthúsmanna heldur en meðal bændanna. en tómthúsmenn höfðu ekki kýr og sjálfsagt fáar kindur og engin garðrækt var komin í Vest- mannaeyjum fyrir 1850. Frú Roed innleiddi kar- töflurækt. Schleisner telur ástæðuna til þess, að meðal tómthúsmanna voru færri ginklofatilfelli heldur en meðal bændanna. að bæjarhús tómthúsmann- anna voru minni og þó einkum göngin miklu styttri og þess vegna auðveldari loftræsting frá baðstofu (sbr. mynd á bls. 16).

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.