Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 10
8 LÆKNABLAÐIÐ aði um ýmis önnur efni eftir Júiíus nokkurn Thomsen lækni, dr. med. og fleiri höfunda. Nafn þessarar bókar er „Ueber Krankheiten und Krankheitsverháltnissen auf Island und den Fáröer-Inseln“, gefin út í Schleswig 1855 á þýskri tungu (85). Leitinni að bók þessari var þó ekki hérmeð lokið, því að hún fannst ekki í British Museum þótt hún væri skráð þar. en kom loks í leitimar á „Wellcome Institute for History of Medicine". Þegar höfundarnafn og titill ritsins lá fyrirfannst bókin reyndarhérá Landsbókasafninu við síðari eftirgrennslan undirritaðs, og stuttur út- dráttur (Udtog) á vegum danska „Sundhedscoll- egiett 1849 (48) í einkasafni Jóns Steffensens prófessors (78). Hér var þá komin sú langþráða skýrsla Schleisners um ginklofamálið í Vest- mannaeyjum, sem hann á sínum tíma sendi heil- brigðismálaráðuneytinu í Danmörku, en féll þar í gleymsku nema hið ófullkomna „Udtog" ráðun. Aðalskýrslan sýnir vel vísindaleg tök Schleisn- ers á málinu, tök. sem vekja undrun nú, miðað við þá þekkingu í heilbrigðismálum, sem var fyrir 130 árunr þegar sóttkveikjufræðin enn átti 30—40 ár í land. Meðferð Schleisners á málinu gæti verið skólabókardæmi í læknadeild háskóla nú á dög- um. Ný viðhorf í fyrmefndri ritgerð Schleisners eru svör við mörgum spurningum, sem undirritaður hefir varpað fram. Schleisner gerir nákvæma grein fyrir hinum nrörgu umhverfisvandamálum, sem hér kunna að valda sjúkdómum. Hann getur þess sér- staklega, að hann noti „Kópaivabalsam“ á naflann samkvæmt ráðleggingum amerískra lækna (85). Hins vegar reynir Schleisner ekki að draga fram einn þátt öðrum fremur, enda ekki sóttkveikjur þekktar, en hann leggur þó hvað mest upp úr „fæðingarstofnuninni", sem raunar var samnefn- ari fyrir þær aðgerðir, sem Schleisner taldi nauð- synlegar. Svo fór þó að saga „stofnunarinnar" mátti teljast öll um leið og Schleisner kvaddi og sama mátti raunar segja um ginklofann. Schleisner tók brátt við þýðingarmiklum störf- um í greifadæminu Slesvig-Holsten, sem þá til- heyrði Dönum, en var löngum þrætuepli milli þeirra og Þjóðverja. Schleisner hafði „komið, séð og sigrað" í Vest- mannaeyjum, þessari einkanýlendu konungs, (33) „krúnuléni“. Hagsmunum konungs var ógnað, er horfði til landauðnar i Eyjum sökum mikils bamadauða. Annars þótti bamadauði ekki tiltökumál á þeim dögum, en hér fækkaði fólki ískyggilega. Hvar átti þá að fá fisk og fiður í verzlunina? En hér sigraði læknisfræðin. Læknar eru eðli málsins samkvæmt félagshyggjumenn og flytj- endur líknar. Barátta gegn sjúkdómum er annars ekki eingöngu líknarstarf, heldur og ekki síður efnahagslegt málefni einstaklinga og heilla þjóða. Á blöðum þessa rits verður reynt að gera sem nákvæmasta grein fyrir ginklofamálinu í Vest- mannaeyjum og víðar á landinu og þá með hlið- sjón af alveg nýjum upplýsingum, sem ekki hafa komið fram í dagsljósið í þessu sambandi fyrr. Á þessum rannsóknargrunni virðist mega full- yrða, að hin nýja naflaolía Schleisners, „Kópaiva- balsam" hafi ráðið úrslitum, annað gat trauðlega með svo skjótum hætti þurrkað ginklofann út. Það var ekki lítið afrek að bjarga 10-15 mannslífum árlega í fámennu byggðarlagi, með tiltölulega auðveldri, en að vísu all hugvitsamlegri aðgerð, miðað við fyrri hluta 19. aldar. Suðureyingar á St. Kilda þurftu enn. þegar þetta var, að bíða í um 50 ár og Haitibúar biðu enn 1960 eftir að losna við sína ginklofaplágu (73). Reykjavík 12. júní 1981 Baldur Johnsen

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.