Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 35

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 33 hringi ábyrg fyrir '/> sjúkdómstilfella i liópi stúlkna. í andrúmslofti sumra borga finnast dval- argró stífkrampasýkils i allt að 90 af hundraði sýna. Sbr. rannsókn Lowbury and Lilly í Birming- ham 1958 (1). Stífkrampavamir felast fyrst og fremst í góðri sárameðferð og ónæmisaðgerðum, „óvirkum“ í formi blóðvatns með mótefnum og „virkum“ í formi „toxoíðs" til mótefnamyndunar. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg og sýna sig í ýmsum myndum sem öll eru afleiðingar af krömpum á mismunandi stigum í ýmsum líffær- um. Byrjunin kann að vera hæg, aðeins hreyfi- tregða og stirðleiki. Lokastigið getur verið yfir- þyrmandi bakvöðvakrampi, kverka- og brjóst- vöðvakrampi með kyngingar og öndunarörðug- leikum, sem geta leitt til sveltis ef ekki köfnunar, nema viðeigandi meðferð beri árangur. Samfara þessu er oft mikil hitahækkun, sviti, hraður hjart- sláttur og fleiri hjartaveiklunareinkenni. Náttúrusaga sjúkdómsins er nokkuð samkynja í flestum tilfellum. Fyrstu einkennin. svo sem munngrettur (klums), (ginklofi), verkir í hálsi og stirðleiki í vöðvum koma oftast 5—10 dögum eftir opna áverka fullorðinna og fæðingar nýbura. Þetta er meðgöngutíminn. Eftir um 48 klst. verður svo fyrst vart við krampaflog (reflex spasm) og önnur einkenni sem því fylgja. Eftir 8 daga má svo búast við batamerkjum á þeim, sem eiga eftir að lifa af. Hinirdeyja flestir innan ódaga, 60%, en 90% innan 12 daga. Meðgöngutíminn getur hins vegar vikið allmikið frá því sem hér var talið í mörgum tilfell- um af ýmsum ástæðum, sem snerta matið. Dánarorsakir reynast flestar hafa verið frá önd- unarfærum. Mikil og tíð krampaflog virðast og geta verið bein dánarorsök. Lungnabólga og berkjubólga, öndunarlömun og hjartalömun eru hvað oftast á skrá og þá fyrst og fremst lungnabólgan. Horfur er erfitt að meta í fyrstu, en þær geta verið mismunandi frá byrjun, verstar ef með- göngutími var stuttur og ef stuttur tími leið frá byrjunareinkennum til krampafloga. Horfurkarla voru verri en kvenna og horfur nýbura miklu verri en fullorðinna.en þetta hefur breyzt með tilkomu nýjustu meðferðar á gjörgæzludeildum. Meðferð er fyrst og fremst fólgin í vistun á sjúkrahúsi. 1. Róandi ogdeyfandi lyf, blóðvatn og síðar „toxóíð“-ónæmisaðgerð, sýklaskæð lyf. 2. Nákvæm sótthreinsun og stundum skurðaðgerð á sári. 3. Hálffljótandi fæða um nef-magaslöngu. 4.1 þyngstu tilfellum er nú hægt að nota vöðva— taugalömun með „curare", „tracheostomy" og vélknúna öndun. Vidauki II. Útbreiðsla ginklofa og stíf- krampa á íslandi Hér á íslandi mun ginklofinn fyrst hafa vakið athygli í Vestmannaeyjum. Sjúkdómsins er fyrst getið þar um 1600, þ.e.a.s. í rituðum tiltækum heimildum, en hann kann að vera miklu eldri. Sóttkveikjan getur hafa fylgt fuglalífi þar frá elztu tíð eða landnámi þeirra þar, svo sem skrofu (puf- finus puffinus) og lunda (fratercula aretica). Hafi hins vegar búfé eða menn borið sóttkveikjuna fyrst til Eyja, þá getur það hafa verið fyrir viðurkennda landnámstíð með írum eða Suðureyingum, sem liklegt er að hafi numið land þar snemma, sbr. uppgröft í Herjólfsdal, sem stendur yfir þegar þetta er ritað. Fyrsta rækilega rannsókn málsins í Vestmanna- eyjum var gerð af sóknarprestinum þar séra Jóni Austmann, sbr. töflu I. I annarri skýringargrein segir presturinn, að hér séu aðeins talin þau böm, sem dáið hafi á 1. ári, og bætir við, að enn deyi nokkur böm á 1.-5. ári og jafnvel fullorðnir. Um þetta allt segir svo séra Jón í sóknarlýsingu sinni (3, 27), sem send var höfuð- stöðvum Hins íslenzka bókmenntafélags í Kaup- mannahöfn 1843: „Að ginklofinn geysi hér óttalaust... og hefir hinum dönsku læknum hingað til ekki hið minnsta tekizt að lina honum.“ Ekki er ólíklegt að þessi harða gagnrýni séra Jóns hafi haft sín áhrif, því að ekki leið á löngu þar til stjómin sendi enn einn lækninn, dr. Schleisner sem þegar hafði getið sér sérstaklega gott orð fyrir dugnað og hæfileika og það þótt fyrirrennari hans Schneider læknir væri enn ekki farinn frá Eyjum (líklega þó orðinn veikur af þunglyndi). Dr. Schleisner endurskoðaði dánartölur séra Jóns, rakti þær allt til 1785, og fékk, miðað við svo

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.