Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ Skrofan (Puffinus puffinus) tilheyrir fýlaættinni, en er næturfugl. sem því ber lítið á í varpstöðvum. Skrofan (Manx shearwater) býr í holum eins og lundinn og verða ekki skrofu- hol.ur greindar frá lundaholum. nerna af lyktinni. Skrofan ferðast mikið unr Norðurhöf, svo og suður í höf og verpir víða í eyjum (79) allt frá Vest- mannaeyjum, sem er eini varpstaðurinn á Islandi. Þá má og telja í Atlantshafi m.a. Færeyjar og Suðureyjar, en einnig verpir hún á eyjurn í Mið- jarðarhafi t.d. á Baleareyjum og eyjunum í Grikk- landshafinu. Fuglinn sést einnig uppi á megin- landi Evrópu, eins og í Sviss sunnanverðu, sem flækingsfugl. en verpir þar ekki. í Vestmannaeyjum verpirfugl þessi í Yztakletti á Heimaey í nánu sambýli við lundann. Ef skrofan væri smitberi og hefði flutt smitefni alla leið frá Miðjarðarhafi eða öðrum heitum löndum. sem óneitanlega eru frekar talin heimkynni stíf- krampasýkilsins heldur en kaldari lönd, þá væri þarna greið leið frá skrofunni til lundans, sem er eins og áður segir, mjög mikið veiddur í Vest- mannaeyjum og víðar, en um þetta verður að sjálfsögðu ekkert frekar fullyrt. Kýr og annar búfénaður, svo sem sauðfé, endur, gæsir og hænsn gátu hér, þar sem sambýlið við menn var mjög náið, auðveldlega borið moldarbakteríur inn í hús. í eigu tómthúsmanna mun þó ekki hafa verið mikið búfé. Á St. Kilda mun nautpeningur hafa verið hýstur í híbýlum manna. alveg eins og gerðist hjá bænd- um í Vestmannaeyjum og raunar víðar, enda er þetta forn siður, sem tíðkazt hefur víða um lönd frá örófi alda. Af öllu þessu sem hér hefur verið sagt verður ekki ráðið í sérstakan smitbera öðrum fremur meðal dýra, en vafalaust tengist útbreiðsla veik- innar atvinnuháttum og ýmsurn búskaparháttum þar sem rnold getur borizt inn í hús beint og óbeint. I rnold og saur verður að sækja smitefnið, þar sem það lifði í einskonar dvalarástandi (dvalargró). Óþrifaleg umgengni og þrengsli gefa góðan hindrunarlausan farveg fyrir smitefni. Til enn frekari glöggvunar rná að lokum minna á eftirfarandi atriði um fugl, fé, nienn og mold, sem kunna að flytja og/eða hýsa sóttkveikju gin- klofans: I Vestmannaeyjum höfðu tómthúsmenn fyrir 1850 ekki urnráð kúa og mjög fátt fé og garðrækt var engin, en þeir höfðu gnægð fugla. voru hluta- menn í fýla- og lundaveiðum, þrátt fyrir tregðu lögbænda. hvað snerti lundann. En uniboðsmenn konungs, sem um leið voru einokunarkaupmenn. kröfðust þess, að allar vinnufærar hendur tækju þátt í lundaveiðinni, svo verzlunin fengi hið verð- mæta fiðurtil útflutnings. Á St. Kilda var fátt kvikfjár. í Grímsey voru lengst af 19. öldinni engar kýr, en mikil fuglaveiði. í Papey var „mesta lundabæli" nefnt í sömu andrá og „ginklofinn" á skrá héraðslæknis. Þannig var á öllum þessum eyjum fuglaveiði meiri og alrnenn- ari en kvikfjárrækt, að ekki sé talað um garðrækt, þótt fýllinn hefði fram undir 1750 „fjarvistar- sönnun" í Vestmannaeyjum. Eitt er víst, þar sem sóttkveikjan er alls staðar nálæg mun hún hafa þrifizt vel í hlýjum hreiðrum og holum bjargfugla í feitum jarðvegi fugla- byggðarinnar, engu síður en í fjósum og öðrum skýlum búpcnings. 7. kafli Naflaolía og önnur medferd á naflasári Naflaolían Naflaolía var ekki nýtt fyrirbæri hérlendis, því samkvæmt „Hugvekju um meðferð ungbarna" eftir Jón Thorsteinsson 1846 (90) var ráðlagt að nota ósalta, ósúra hreina feiti i léreftstusku við naflann, en utan um það síðan breitt naflabindi. í kennslubók handa yfirsetukonum eftir pró- fessor C.E. Levy (58) eru yfirsetukonur hvattar til að hafa hinar mestu gætur á naflastúfnum. þangað til hann er dottinn af og þekja hann daglega með hreinni rýju, sem vætt er í olíu. Nánar er þessi olía eða feiti þeirra Jóns Thorsteinssonar og Levys prófessors ekki skilgreind. Á Skotlandi og írlandi var höfð nokkur viðleitni til sótthreinsunar. sú helzt að brenna gat á pjötlu eða tusku og draga naflastúfinn þar í gegn. Á St. Kilda og í Vestmannaeyjum og víðar mun þvottur á naflabindinu hafa verið fremurófullkominn eins og má ætla af hinni erfiðu öflun neyzluvatns í Vestmannaeyjum og síðan voru þessi bindi þurrk-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.