Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 21 og skráð er á síðu 216 í fyrsta bindi ferðasögu þeirra fcMaga Eggerts Ólafssonar og hans (64) frá því unt miðja 18. öld, að ginklofi væri enska sýkin, þ.e. beinkröm (Rachitis). Hannes Finnsson biskup tók þetta upp í manntalstöflur sínar (10), en átti þó bágt með að kyngja þeim vísindunt Bjarna læknis. Aftur á móti vildi Sveinn Pálsson ekki sætta sig við rök Bjarna læknis og gagnrýnir skoðanir hans á „ensku sýkinni" og „ginklofanum" í Vestmanna- eyjum (65). í gagnrýni sirni fer Sveinn mildilega með gagnrýnina, en hún er svohljóðandi: Ekki fer mér pó að bera áðurnefnds lœrðs manns orð til baka eins og Sveinn kemst að orði í 64. gr. í ritgerð sinni í riti Lærdónrslistafélagsins, 15. bindi. En í 66. grein sömu ritgerðar, sem fjallar um ginklofann, þ.e. annan bamasjúkdóm. kemst Sveinn að þeirri niðurstöðu, að „ginklofinn“ eigi ekkert skylt við „ensku sýkina". Sveinn byggir þetta álit sitt aðallega á fyrirspurnarlista. sem hann sendi árið 1789 til Vestmannaeyja, til prestsins, sem þá var á Kirkjubæ. Bjamhéðins Guðmunds- sonar. sem eins og fyrmefndur er Gizur Pétursson, var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum (Þór- laugargerði) en síðan prestur i Kirkjubæ og því öllum hnútum vel kunnugur. Sveinn birti spurn- ingar sínar og svör séra Bjamhéðins í 66. grein ritgerðarinnar eins og fyrr segir (66). Að lokunt skal ennfremur tekið fram um sjúk- dómsheiti. að hér að framan, á bls. 9, er vitnað í slitrótt efni úr bréfabók Odds Einarssonar, bisk- ups. Þar er meðal annars talað um að IV konur hafi andazt úr ginklofa. Hér er vafalaust um misskiln- ing að ræða, eða mislestur á máðu handriti. Þar hafa sögusagnir. sem ferðalangurinn Daniel Streyc rekur frá ferðum sínum hér, 1613-14 (82) og byggjast líklega á gömlum sögnum úr Vestmannaeyjum, að „konur geti ekki orðið léttari í Vestmannaeyjum" (væntanlega vegna barna- dauðans) stutt að þessum misskilningi. Ekki er þó útilokað að konur geti sýkst af stífkrampa eftir barnsburð og er það mjög þung veiki, ef fyrir kemur. En það er sem betur fer það sjaldgæft, að ekkert slíkt tilfelli er skráð á 19. öldinni, er veiki þessi geisaði hvað mest í Vestmannaeyjum (sbr. kirkjubækur) (101). Hinsvegar gat verið erfitt i þá daga að greina á milli ekta fæðingarkrampa (Ecc- lampsia) og stifkrampa (Tetanus) eftir barnsburð. Þessi nýja umræða um sjúkdómsheitið ætti að nægja til að sýna það, að þessi sjúkdómur muni gamall í Vestmannaeyjum og að heimamenn muni hafa skilið eðli hans furðuvel og gefið honum al- íslenzkt nafn í samræmi við það. Allir hugsandi menn í Vestmannaeyjum hlutu að verða djúpt snortnir af þessum voðasjúkdómi, sem deyddi næstum öll nýfædd böm á fyrstu vikum, sem fæddust i Vestmannaeyjum. fyrir miðja 19. öld og sjálfsagt ekki síður fyrr á öldum. Sbr. Sv. Poulsens indber. 16. júlí 1803 í Lovs. 1782-1805, s. 644. 6. kafli Meira um hugsanlega smitbera Fýllinn (Fulmarus glacialis glacialis). Var hann sekur? Margir. sem virtu fyrir sér umhverfismálefni á ginklofaeyjum Suðureyja. gerðu sér tíðrætt um fýlinn umfram aðra fugla. Spýja hans og fiður var nrjög illa lyktandi og áttu ókunnugir bágt með að þola það og höfðu um það hin verstu orð. Þessa gætti ekki sízt þar, sem urn var að ræða brennslu vængja og beina af þessum fuglum, að ógleymdri alntennri neyzlu kjöts og lýsis. Þeir. sem til þekkja í Vestntannaeyjum. frá fyrri hluta þessarar aldar, gera sér fulla grein fyrir mikilvægi fýlsins í búskap eyjaskeggja. en talsvert meira var fýll þó notaður á nítjándu öldinni. Fýlafeitin er mjög vítamínauðug, einkum af A-vítamíni, svo og D-vítamíni. Þess er vert að geta að fýlafeitin, þ.e.a.s. fýlalýsið (olían), er álíka auðug af A- og D-vitamíni og þorskalýsi. Fýls er fyrst getið í bókmenntum hér sem varp- íugls í Grímsey árið 1640, en það er í riti Jóns lærða Guðmundssonar (11). Séra Jón Norðmann telur fýlungann hina þörfustu skepnu. Spýjan notuð í ljósmeti og ýstran til viðbits. Hann getur ekki ginklofa þótt fyrir komi i tíð hans í Grímsey 1848, samanber Grímseyjarlýsingu (Rvk. 1946. s. 29, 15—17) og prestsþjónustubók (99). Á St. Kilda eru fyrstu heimildir um fýlinn sem varpfugls frá 1697 og í Vestmannaeyjum er hans fyrst getið í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir munu hafa verið í Vestmannaeyjum árið 1753 (64). Ekki er getið um fýlinn, sem varpfugl í Vest- mannaeyjum í sóknarlýsingu Gizurar Péturssonar. sem var prestur í Eyjum 1687—1713, en þar er getið allra annarra varpfugla er enn verpa í Eyjum

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.