Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Page 5

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 5 Minningabrot Þorsteins Sigurðssonar læknis á Egilsstöðum Ætt og uppruni Eg er fæddur 15. maí 1914 yngsta barn foreldra minna og einasti sonurinn, systur mínar voru sex en af þeim létust tvær í vöggu. Ég var vatni ausinn og skírður Þorsteinn Sigurjón í höfuð móðurbróð- ur míns Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jak- obsdóttur konu hans. Foreldrar mínir voru komn- ir af bændaættum á Héraði, faðir minn hét Sigurð- ur Jónsson frá Víkingsstöðum úr Skriðdalnum en móðir mín var dóttir bóndans sem bjó á Útnyrð- ingsstöðum, Jóns Ólasonar og konu hans Vil- borgar Þorsteinsdóttur skálds frá Mjóanesi í Skógum. Faðir Jóns, Óli ísleifsson, keypti Út- nyrðingsstaði árið 1830 og bjó þar til 1864. Börn Jóns og Vilborgar sem upp komust voru Anna, móðir mín og Þorsteinn Metúsalem, alþingismað- ur og skólastjóri á Akureyri. Faðir minn var góður bóndi og allra manna snyrtilegastur í umgengni jafnt utan bæjar sem innan, móðir mín var hæglát í umgengni og góð húsmóðir. Faðir minn komst vel af en ekki held ég að hann teldist efnaður. Ég var einasti strákurinn í fjölskyldunni, en aldrei talaði hann við mig um að égyrði bóndi. Ég átti samt alltaf nokkar kindur og vildi helst eiga mislitt, til þess að ég þekkti þær frá öðrum. Bókakostur var meiri á heimilinu en almennt gerðist og mikið lesið. Einnig komu vest- urheimsblöðin alltaf á heimilið og voru lesin en skyldfólk margt hafði farið vestur um haf. Faðir minn var snyrtimenni í umgengni við skóginn heima sem annað. Snemma var mér kennt að umgangast skóginn á réttan hátt og lærði ég að grisja hann strax og ég hafði krafta til. Þá voru aðeins notaðar klippur en einstaka sinnum sagir þar sem sverast var. Eitt sinn leyfði hann kunningja sínum að nýta skóginn og klippti mað- urinn sjálfur. Ég minnist þess að faðir minn var mjög óánægður með umgengni mannsins, hann hafði hreinlega rutt skóginn en ekki grisjað. Þegar ég var heima og eins eftir að ég fór í skóla grisjaði ég á haustin og dró saman í kesti til vetrarins. Móðir mín lést úr lungnabólgu 30. maí 1922. Ég minnist þeirrar nætur. Ég var vakinn af svefni og borinn að rúmi móður minnar og beðinn um að kyssa hana. Ég varð ofsalega hræddur og það flaug í gegnum hugann að hún væri að deyja; hvert átti ég nú að leita með öll mín vandamál? Hún var svo torkennileg og náföl, ég þorði ekki að kyssa hana og hágrét. Ég var borinn aftur inn í rúmið mitt og stakk þar höfðinu undir koddann og grét þar til svefninn miskunnaði sig yfir mig. Síðar meir fann ég stundum til sektarkenndar fyrir að hafa ekki kysst móður mína í síðasta sinn. Elsta systir mín hét Ólína og eignaðist hún dreng, Jón að nafni, með Ólafi Hallgrímssyni úr Fellunum, var hún með barn sitt á heimilinu. Ég var ekki orðinn gamall, eða fjögurra til fimm ára, þegar Ólína systir mín veiktist hastarlega og ól stúlkubarn. Hún lá nokkra daga með háum hita og dó síðan. Litla barnið var strax tekið í fóstur af vina- og skyldfólki á Gunnlaugsstöðum á Völlum. Hún var skírð Auður en faðir hennar var Magnús Þorsteinsson. Jón systursonur minn tók gagn- fræðapróf frá Akureyri og gerðist leigubflstjóri í Reykjavík. Um tvítugt veikist hann hastarlega af berklum og fór á Vífilsstaðahæli. Hann var þá trúlofaður ungri stúlku Helgu Gunnarsdóttur og höfðu þau eignast dreng, sem var í vöggu þegar faðir hans veikist. Guðlaug, næstelsta systir mín, fór suður og annaðist Jón og hjúkraði eftir föng- um. En hann féll fyrir hvíta dauðanum. Litli drengurinn hans var skírður Jón Þóroddur og er nú yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma í Reykja- vík. Veikindi á heimilinu héldu áfram. Systir mín Jónína Herborg giftist Stefáni Snjólfssyni og voru þau fyrst í stað í húsmennsku á Útnyrðingsstöð- um. Hún veikist hastarlega og var læknir sóttur,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.