Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 7 handar og fékk ígerð í fingurinn. Mér leið mjög illa, fingurinn stokkbólgnaði þar sem rispan var. Ég þorði ekki að láta nokkurn vita af þessu og hélt að þá myndi læknir koma. Það kom læknir þegar elsta systir mín veiktist af barnsförum og dó. Læknirinn hafði líka komið til móður minnar þegar hún dó, þannig að koma læknis á heimilið hlaut að boða dauðsfall einhvers í fjölskyldunni. Ég herti því upp hugann og brýndi vel vasahnífinn sem ég aldrei skildi við mig. Ég þurfti aðeins að stinga svolítið á og gröfturinn bullaði út, svo tók ég spotta sem ég var með og vafði utan um fingur- inn, ég byrjaði efst og gröfturinn tæmdist út. Um haustið var ég skyndilega rifinn út úr mín- um hugarheimi. Ég átti að fara að heiman, til Þorsteins móðurbróður og Sigurjónu, sem þá voru flutt til Akureyrar. Ekki var um annað að ræða en að fara með skipi frá Reyðarfirði. Við fengum afleitt veður. Ég hafði aldrei á sjó komið og hélt ég að svona væri alltaf á sjónum. Sá sem átti að líta eftir mér reisti ekki höfuðið frá kodd- anum, hann var svo sjóveikur. En fyrir sjóveiki fann ég ekki, ég var uppi um allt skip, þetta var svo nýtt fyrir mér. Það var ekki fyrr en á Vopna- firði að ég komst að því, að veður var ekki alltaf svona vont á sjó. Þá heyrði ég á tal þernanna og önnur sagði: „Mér fer nú ekki að lítast á mig og mína“. En skipið sneri aftur inn á Vopnafjörð vegna veðurs. Þorsteinn frændi minn Þorsteinn frændi minn var gáfaður maður og vinnuþrek hans var með ólíkindum og vinnudag- urinn oft langur. Hann var ágætur kennari og naut þess að kenna ungu fólki. Hann sagði mér að Anna systir hans, móðir mín, hefði verið mikill stærðfræðingur að upplagi, hún gat leyst úr erfið- um reikningsdæmum sem hann skólagenginn lagði fyrir hana, og það í huganum. Hann var snjall samningamaður og yngstur allra sem kjörn- ir voru í Sambandslaganefndina 1918 til samninga við Dani. Svo mikils trausts naut hann á Alþingi. Ég spurði hann einhverju sinni um störf hans á Alþingi. Hann sagði mál ekki vinnast í þingsölum heldur á göngunum. Helgi Gíslason á Helgafelli í Fellum stakk eitt sinn að mér eftirfarandi vísu sem fram kom á kjörseðli við kjör þingmanna fyrir Norður-Múlasýslu líklega á árinu 1923. Ég vil kjósa inn á þing, íturmennin harla slyng, Porstein okkar Útnyrðing og hann Halldór þvergyrðing. Þetta voru þeir Halldór Stefánsson, sem var þingmaður 1923 til 1934 og Þorsteinn frændi, þing- maður 1916 til 1923. Þegar ég kom til Akureyrar var mér vel tekið. Ég var fljótur að samlagast börnum Sigurjónu og frænda míns enda sum á svipuðum aldri og ég. Mér var yfirleitt vel tekið af hinum börnunum í barnaskólanum og lenti lítið í útistöðum við þau. Ég var kannski dálítið öðruvísi klæddur en þau og með rauðan krullaðan lubba niður á herðar. Þegar í ljós kom að ég hafði lesið allar íslendinga- sögurnar óx ég talsvert í áliti hjá bekkjarsystkin- um mínum. Þennan vetur gekk mislingafaraldur á Akureyri og lögðust margir, þar á meðal ég og börn Þor- steins frænda. Þá voru heimilin sett í sóttkví og rauður miði á útidyr húsa þar sem mislingarnir voru. Ég svaf í bókaherbergi frænda míns og hafði nóg að lesa. Um vorið fór ég austur aftur. Lauga systir hélt áfram að kenna mér og á vorin mætti ég til prófs. Fullnaðarpróf tók ég hjá Sigfúsi frá Gunnhildargerði. Fljótlega eftir fermingu var ég látinn fara í vegavinnu á vorin og oftast með Grána, harðdug- legan kerruklár og góðan dráttarhest. Hann var líka röskur reiðhestur en hastur. Ég reið eitt sinn á honum milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða á rösk- um fjórum tímum, þá var hann orðinn 24 vetra. í vegavinnunni var notast við hestakerrur og skófl- ur. Svo fóru bílarnir að koma. Ef vinnan var skammt frá heimilum manna, var oftast skrínu- kostur og matur tekinn með til vikunnar. Þegar tíð var góð og heitt í veðri vildi maturinn skemm- ast en þá var bara að skera mygluna utan af kjöt- inu. Ég hafði stundum hrátt hangikjöt með mér, það skemmdist ekki. Ég fékk nokkuð snemma leyfi til að sprengja með dýnamíti og sprengdi til dæmis úr klettum við brýr á nokkrum stöðum. Um tíma vann ég við rafveitu fyrir Kvennaskól- ann á Hallormsstað. Stöðulónið var hátt uppi í fjallinu og þurfti að sprengja fyrir öllum rörum. Þarna var mjög jarðgrunnt og voru notuð trérör. Verkið var nokkuð erfitt þar sem allt var hand- borað. Jón Guðmundsson rafvirki stóð fyrir verk- inu. Hann var skemmtilegur en dálítið ýkinn og sagði tröllasögur af sér og öðrum. Hann var bróð- ir doktors Kristins Guðmundssonar, sem síðar varð þýskukennari minn. Ég var einnig oft í brúarvinnu hjá Karli Friðrikssyni. Hann var góð- ur stjórnandi og oft var rösklega að verki gengið hjá honum, enda hafði hann hóp af völdum mönnum, sem unnu hjá honum ár eftir ár. Ekki var venja á þessum árum að unglingar fengju þá peninga, sem unnið var fyrir, heldur runnu þeir til heimilisins. Alltaf fór ég heim til mín þegar að slætti kom til þess að heyja með föður mínum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.