Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Qupperneq 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 settur yfirmaður kom, sjálfsagt til eftirlits. Ganga þurfti eftir malarruðningi upp brekkuna til að komast upp á sjálft grjótnámið. Hrasaði þá einn og datt á rassinn. Nú var komið til mín og minn flokkur settur í að laga til í brekkunni. Og næstu dagar fóru í að steypa tröppur upp í grjótnámið. Um þetta leyti höfðu Bretar beðið ósigurinn við Dunkirk og verið hraktir í hafið. Talsverður hópur af hermönnum var sendur hingað til að ná sér eftir djöfladansinn sem þar hafði orðið. Þeir máttu vinna ef þeir treystu sér. Nokkrir komu á vinnustað, flestir settust niður, sljóir og starandi. Ég gaf mig á tal við einn sem var um miðjan aldur. Hann sat í urðinni og var með eitthvað á milli fingranna sem hann rúllaði fram og aftur. Ég spurði hann hvað hann væri með, hann svaraði mjög dræmt og á dokkarensku: „Það er ekkert stœrra en þetta á ströndinni við Dunkirk. “ Þetta var örlítið sandkorn. Dag einn að morgni kom liðþjálfinn sem sprengdi fyrir grjótinu til vinnu. Hann gekk að tunnunni þar sem eldurinn var og var glóð í tunn- unni. Hann fór í vasa sinn og rétti svo hnefann yfir tunnuna. Það gaus upp eldur og eimyrja og á handlegg mannsins allt upp að olnboga. Það var þegar farið með hann á stúdentagarðinn til með- ferðar og sá ég hann ekki meir þann tíma sem ég vann þarna. Ég bjóst við að hann yrði sendur heim. Bretarnir höfðu hraðann á við flugvallar- gerðina. Þeir rifu í sundur tunnur, margar ryðgað- ar, og lögðu á mýrina, svo var rauðamöl ekið á og stefndi brautarendinn á Skerjafjörðinn. Þessi braut var fremur mjó og rétt vel þornuð þegar fyrsta litla flutningavélin reyndi lendingu. Það fór ekki betur en svo að hún dansaði af brautinni og út í mýri en skemmdist þó ekkert. Úr þessu fóru Bandaríkjamenn að flytja orr- ustuvélar austur yfir haf og millilentu þær á þess- ari ræmu, sem var mjög ófullkomin braut. Voru venjulega sjö flugvélar í hópi, stundum vantaði eina í hópinn þegar til íslands kom, hún hafði farið í hafið á leiðinni. Þegar hér var komið sögu var farið að þynnast í mínu liði, flestir farnir í aðra vinnu, svo var sfldin að koma. Fóru þá þeir sem eftir voru til Bjarna Björnssonar gamanvísna- söngvara með meiru. Hann var með flokk í grjótnáminu og mjög skemmtilegur í þessum hópi. Hann átti það til að stilla sér upp við hliðina á einhverjum sem ekki bar sig vel og eftir svolitla stund var hann alveg eins og sá sem hann hermdi eftir. Aður en ég fór norður til Siglufjarðar hitti ég Gunnlaug Einarsson lækni og fékk hann til að taka hálseitla úr mér. Hann gerði það fljótt og vel og ekki vildi hann taka fyrir það, þar sem ég var Héraðsmaður og auk þess auralítill læknastúdent. Þessa dagana var ágætis veður og lá ég í sólinni í Hljómskálagarðinum meðan ég var að jafna mig í hálsinum. Þar rakst ég á liðþjálfann með hand- legginn reifaðan í fatla. Var hann hinn fúlasti eins og áður, enda von þar sem hann hafði ekki verið sendur heim. Eins og ég gat um áður fékk ég herbergi uppi á Oðinsgötunni hjá ágætis fólki sem ekki var á kafi í ástandinu. Ég kynntist um þetta leyti landflótta norskum stúdent Jóni Eykás að nafni. Hann hafði fyrst flúið til Færeyja og dvalið þar stuttan tíma og kom svo til íslands. Hann leigði á Sóleyjargötunni og hóf nám í læknadeildinni. Við spiluðum tals- vert saman á kvöldin um tíma og báðir borðuðum við í stúdentamötuneytinu í Háskólanum. Kvöld eitt vorum við að spila þrír saman uppi á Óðins- götunni og vorum með smá bjór sem Éykás hafði fengið niðri í skipi Færeyinga. Þegar við hættum var orðið all framorðið. Við fórum sem leið liggur niður í bæ og niður á Hverfisgötu. Eitthvert um- rót var á Hverfisgötunni og búið var að grafa skurði í hluta götunnar svo að þröngt var fyrir bfl að aka. Verður Jóni það á að stíga af gangstéttinni og út á akbrautina. Um leið kom herbfll. Bflstjór- inn snarhemlaði, kom þjótandi út og gerði sig líklegan til að rjúka á Jón. Ég kom þá aftan að honum og hrinti honum ofan í skurðinn í drull- una. Þetta hefði ég betur látið ógert. Þegar við komum niður hjá pósthúsinu skildi Eykás við okkur og ætlaði að fara þangað sem hann leigði á Sóleyjargötunni. Ég og félagi minn héldum áfram. Við vorum rétt búnir að skilja við Eykás þegar lögreglubfll rennur upp að hliðinni á okkur. Út kemur lögreglumaður og skipar okkur tveimur að koma niður á lögreglustöð. Við fáum að vita að við séum kærðir fyrir óspektir á almannafæri og þar með lokaðir inni þessa nótt. Allir lausir munir voru teknir af okkur og við settir sinn í hvorn klefann. Bekkirnir voru ekki sem verstir og við sváfum sæmilega af nóttina. Þegar ég var vakinn höfðu þeir afgreitt félaga minn. Ég var hálfúrillur og heimtaði af þeim þá muni sem þeir höfðu af mér tekið, þar á meðal sígarettupakka og sagði að það ættu að vera fimm sígarettur í pakkanum. Þá reiddust þeir og ráku mig umsvifalaust út og gleymdu að taka af mér fimmtíukallinn í sekt. Þegar Eykás fékk að vita þetta þótti honum bölvað að hafa ekki verið með. Þar með lauk þessu ævintýri. Jón Eykás varð síðar yfirlæknir í Tromsö. Kleppsspítalinn og afleysingar í héruðum Okkur læknanemum bar að vinna á geðsjúkra- húsi til að kynnast lækningum þar. Lyfjameðferð geðsjúkra var þá sáralítil og árangur eftir því.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.