Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Side 13

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 13 próflaus og slíkt átti ekki að líða. Hann hitti mig að máli og sagði ekki ganga að aka um allt Hérað próflaus á bíl hvað sem öðrum prófum liði. „Heyrðu mig“, sagði hann við mig „talaðu við hann Ara Björnsson og biddu hann að skrifa upp á fyrirþig og komdu svo með honum á Reyðarfjörð og taktu prófhjá mér. “ Þetta gerði ég. Ari skrifaði upp á og fór svo með mig á Reyðarfjörð. Par fékk ég drossíu til að taka prófið á. Gekk það þolan- lega nema bansett drossían var alltaf að drepa á sér og þeir Ari og Sigurður þurftu að ýta henni í gang. Eftir að ég hafði sýnt akstursleikni mína var stansað og Sigurður fór að spyrja mig úti í vélina. En Ari hafði alveg gleymt að fræða mig um hana. Eg reyndi að klóra í bakkann, í það minnsta gat ég sagt að bílvélin brenndi ýmist bensíni eða olíu. Að lokinni þessari yfirheyrslu sagði Sigurður að nú væri komið nóg. Sat hann allgóða stund þegjandi og svo kom dómurinn. „Keyrslan er slœm og kunnáttan um vélina er djöfulleg. “ Kandídatsárið 1947-1948 I október 1947 fór ég til Reykjavíkur til að taka kandídatsárið sem öllum læknum bar að taka til að fá viðurkenningu sem fullgildur læknir. Við fengum leigt það árið á Snorrabrautinni og byrj- aði ég á lyflækningadeild Landspítalans. Par kynntist ég mörgu góðu fólki bæði læknum og öðrum sem þar unnu. Sérstaklega eru minnis- stæðir læknarnir Jón Hjaltalín Sigurðsson, Óskar Þórðarson og Sigurður Samúelsson og mátti margt af þessum mönnum læra. Jón Hjaltalín var þá aldraður en skarpskyggni hans var með fá- dæmum. Af lyflækningadeild fór ég að vinna á handlækningadeild sem jafnframt var slysadeild. Þar bar hæst Snorra heitinn Hallgrímsson og Friðrik Einarsson, ágæta menn og góða lækna sem mikið var hægt að læra af. Ég þekkti Snorra vel. Hann var yfirlæknir á Landspítalanum, en var auk þess með sjúklinga á Hvítabandinu og gerði þar smærri aðgerðir. Hann fékk mig oft til þess að aðstoða sig og var það gott fyrir mig að kynnast því sem þar var gert og læra af því. Við kandídatarnir vorum til skiptis á slysavöktum á spítalanum og fengum mikla æfingu við að gera að sárum, beinbrotum og þessháttar. Kristín Thoroddsen var yfirhjúkrunarkona á Landspítalanum þegar ég var þar. Hún var allt að því tíguleg í fasi og ég hygg að hjúkrunarkonurnar hafi borið óttablandna virðingu fyrir henni. Hún hafði einhvern veginn komist að því að við Frið- björg vorum ákveðin í því að setjast að úti á landi þegar ég hefði lokið náminu. Úr mörgu var að velja í þá daga. Um þetta leyti var læknaskortur úti á landi allvíða. Ég gat valið um ein þrjú héruð, það var á Bíldudal, Kópaskeri og á Djúpavogi, en Djúpivogur varð fyrir valinu. Eitt sinn er ég var á vakt á spítalanum seint að kvöldi kom þangað maður sem ég kannaðist við. Kona mannsins lá á deildinni og var annaðhvort með gall- eða nýrnasteina. Maðurinn var greini- lega í slæmu skapi og notaði miður falleg orð um sjúkradeildina og kvað konu sína vera vanrækta og illa um hana hugsað. Ég hélt vörnum uppi fyrir sjúkrahúsið og kvað vel um konu hans hugsað eins og aðra á deildinni og hún ekki vanrækt á nokkurn hátt. Fór maðurinn í fússi. Um morgun- inn fæ ég boð um að hitta fröken Kristínu. Þegar ég kom til hennar þakkaði hún mér kærlega fyrir að hafa svarað þessum manni fullum hálsi og hafa haldið uppi vörnum fyrir sjúkrahúsið. Þá spurði hún mig, hvort ég ætti nokkur lækningatæki sem ég þyrfti ef ég færi út á land. Ég sagði sem var að ég ætti nær engin tæki og erfitt væri að fá slíkt. Hún sagði mér þá að mágur sinn, Halldór læknir Stefánsson væri nýlega látinn og hefði skilið eftir sig ýmis áhöld og spurði hvort ég vildi ekki kaupa tækin. Þau yrðu ekki dýr bæði notuð og gömul. Ég tók þessu fegins hendi. Nokkru seinna kom hún með tösku Halldórs. Var þetta hin mesti fengur fyrir mig og gat ég greitt þetta því verðið var ótrúlega lágt. Til gamans má geta þess, að maðurinn sem ég lenti í orðakasti við var þekktur krati en eins og allir vissu var fröken Kristín kommúnisti. Kandídatarnir á lyflækningadeildinni höfðu umsjón með lyfjabirgðum sjúkrahússins og skipt- ust apótekin í bænum á að selja sjúkrahúsinu þau lyf sem nauðsynlega þurfti að hafa við hendina. Við kandídatarnir pöntuðum þessi lyf og það var orðin hefð að panta með einn pela af spíritus, þegar keypt var inn. Eitt sinn spurði fröken Kristín mig, hvað við gerðum við þennan spíritus, hvort ekki væri hætt að blanda lyf á sjúkrahúsinu. „Auðvitað drekkum við hann“, svaraði ég strax. Þá hló hún og spurði ekki meira. Um tíma var ég svæfingalæknir á Hvítaband- inu. Þar var mikið notað klóróform við svæfingu og fékk ég mikla þjálfun í notkun þess. Það hefur þann kost fram yfir eter að engin ógleði eða upp- köst eru samfara því, en það er á vissan hátt hættulegt því að bilið yfir í hættulegt magn er mjög lítið svo nauðsynlegt er að gæta sín með magn efnisins. Eitt sinn var komið með átta til 10 ára strák. Hann hafði gleypt eitthvað og hluturinn lent niður í lungum. Læknirinn sem tók við barn- inu hafði reynt kvöldið áður að skoða niður í lungu en þurft að hætta við og lét hann barnið vera yfir nóttina. Um morguninn var komið með

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.