Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 Byggðin á Djúpavogi er í sérkennilegu og fögru umhverfi. Þorpið er í smá hverfum og klettar á milli, skemmtilegt umhverfi fyrir börn. Mannlífið var gott. Trillukarlarnir fóru á sjó þegar þá vant- aði í soðið en voru svo rólegir þess á milli. Kaup- félagið var eina verslunin og þar innanbúðar var Gútti, Ágúst hét hann. Hann var ekki að skera utan af hlutunum. Kunningja minn vantaði einn daginn salt í grautinn og þá var að fara í Kaupfé- lagið. Saltið var í stórum skúffum, Gútti dró út skúffuna en kunningi minn leit þá yfir afgreiðslu- borðið og sagði: „Er það nú hreint saltið?“ „Hreint, nei, biddu Guð fyrir þér, það er ekki hreint, þeir spýta í það, þeir míga í það og þeir skíta í það. Hvað viltu mikið?" í Berufirði voru þrjú heimili. Berufirðingar voru frekar seinteknir en greindarfólk, skylt Vil- mundi landlækni. Séra Trausti spurði mig eitt sinn hvort Berufirðingar væru ekki gestrisnir. Ég dró aðeins svarið en sagði svo: „Hundarnir eru gest- risnir." Þannig var mál með vexti að það voru margir hundar á bæjunum enda búendur fjár- margir. Þegar fyrir Streit er komið opnast Breiðdalur- inn. Þar voru menn eins og Sigurður Sigurðsson áður bóndi á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Hann átti bróður sem líka hét Sigurður Sigurðsson, það var nefnilega nokkuð algengt að tveir eða tvær hétu sama nafni í einni og sömu fjölskyldu. Þetta var gert til að hafa fyrir afföllum. Barnadauðinn var oft svo mikill og börnin hrundu niður ef far- sóttir herjuðu svo sem barnaveiki og kíghósti. Sigurður bjó góðu búi meðan hann var við bú- skap, hann var nokkuð hávaðasamur og tók undir í fjöllum þegar hann var að smala. Það var eitt sinn að vori að þeir í dalnum smöluðu til rúnings. Heitt var í veðri og var Sigurður vel klæddur að vanda, svitnaði mikið og tók af honum innan læra. Bar hann sig illa þegar á réttina kom. Ein- hver ráðhollur náungi sagði honum að bera joðá- burð á sig, sem hann svo gerði. En ef Sigurður hafði verið slæmur til gangs gangnadaginn var hann algjörlega ganglaus næsta dag. Sigurður gamli var forsjáll, hann vildi hafa heima hjá sér verkjatöflur og einhverjar mixtúrur viðkvefi. Eitt sinn hringdi hann til mín ogbað mig að senda sér verkjatöflur. Ég tók til magnyltöflur, 30 stykki, og sendi honum. Næst þegar ég kom til Breiðdalsvíkur var Sigurður mættur fyrstur manna. Hann dregur þá upp úr vasa sínum öskj- urnar með töflunum í, rétti þar fram höndina og segir: „Hvað sendir þú mér lceknir, þetta er þrí- krossað eitur, hvað meinar þú eiginlega með þessu?“ „Öllum getur nú yfirsést", sagði ég við Sigurð og stakk töflunum í vasa minn. Sendi hon- um svo töflurnar til baka, ég hafði nefnilega skrif- að 30 með rómverskum tölum á pakkann. Okkur vegnaði vel á Djúpavogi og margar ánægjustundir eru bundnar við þann stað. En eftir sex ára veru sótti ég um Norður-Egilsstaðahérað og fékk það. Þrátt fyrir að ég og fjölskylda mín hafi haft það gott öll þessi árin þá fannst mér að ég hefði of lítið að gera og myndi forpokast og lang- aði til að takast á við verkefni á Héraði. Friðbjörg lagðist ekki gegn þessu en ég hygg að hún hafi séð meira eftir því að fara frá Djúpavogi en ég. Friðbjörg var forkur dugleg og féll varla verk úr hendi, enda var nóg að gera á stóru heimili en þó virtist hún hafa tíma til hannyrða og garðyrkju auk annars. Drengirnir okkar urðu fimm. ívar og Þórhallur ásamt Jóni sem kornabarn, komu með okkur til Egilsstaða frá Djúpavogi. Á Egilsstöð- um fæddust þeir Þorsteinn Hróar árið 1958 og Finnur 1961. Allir voru drengirnir hraustir og fóru að vinna fyrir sér er þeir höfðu aldur til. Friðbjörg hafði sárasjaldan húshjálp og ekki nema stuttan tíma í senn. En svo dró ský fyrir sólu, hún veiktist af krabbameini í ristli, sem var fjarlægður. Eftir það komu nokkur góð ár sem gáfu von um varan- legan bata. En það var tálvon því hún veiktist á ný og úrslitaatlaga var gerð í Lundi í Svíþjóð en þar lést hún 26. apríl 1986. Sjúkraflug í öllum veðrum Ég hef ekki verið sérstaklega hrifinn af því að fljúga um dagana, en hef oft þurft að fljúga með sjúka og slasaða til Reykjavíkur eða Akureyrar. Það kom fyrir að ég þurfti að hafa blóðgjöf í öðrum handlegg og jafnvel báðum ef um mikinn blóðmissi var að ræða. Þegar ég var héraðslæknir á Djúpavogi var ég eitt sinn með sjúkling sem nauðsynlega þurfti að komast á sjúkrahús. Enginn flugvöllur var á Djúpavogi og þurfti ég sjóflugvél til þess arna. Flugvélin lenti innarlega í Berufirði og ég fór með sjúklinginn á báti inn á fjörðinn, talsverð alda var á firðinum en allt gekk vel. Frekar kalt var í veðri enda vetur. Þegar upp í loftið kom óx kuldinn inni í vélinni og sögðu flugmennirnir mér að þarna inni væri 12 gráðu frost og veitti ekki af öllum þeim teppum sem tiltæk voru í vélinni til þess að halda hita á sjúklingnum. Flugvélin hækkaði sig mikið og var flogið beint eftir það til Reykjavíkur og var svartamyrkur mikið af leiðinni. Þegar yfir Mos- fellssveitina kom var eins og skothríð dyndi á vélinni. Þetta var klaki sem komið hafði á hana á leiðinni að austan og var nú að tætast af. Löngu síðar fékk ég flugvél hjá Birni Pálssyni, flugmaðurinn var Guðjón Guðjónsson frá Norð- firði. Hafði ég sjúkling með allmikla blæðingu frá

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.