Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 19 hjá mér í dag. „Æ, þú gerír það nú samt“, sagði kunningi minn. Eg lét undan og opnaði stofuna. Hann settist í stólinn og ég sagði honum þá að ég deyfði ekki nema í viðtalstíma. Hann vildi samt láta sig hafa það. Ég tók tönnina og var ekkert að flýta mér. Þegar ég fluttist í Egilsstaði var þar fyrir Ari Jónsson læknir. Ari var dagfarsprúður maður og aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um fólk en skopskyn hafði hann gott. Annars var hann yfir- leitt fáorður og ætíð snyrtilegur, bæði heima og heiman. Hann var að mínum dómi mjög glöggur að greina sjúkdóma og einnig var hann glöggur í sambandi við meðferð þeirra. En á hinum síðustu árum háði honum að fylgja eftir meðferð sjúk- linga. Það fór ekki framhjá neinum sem umgeng- ust hann daglega að hann var nokkuð ölkær og gætti sín oft lítið í meðferð víns en hvernig sem hann var fyrirkallaður var hann ætíð sama prúð- mennið. Nokkru eftir að ég fluttist frá Djúpavogi var farið að ympra á því við mig að nú þyrfti að fara að skera upp á Egilsstöðum. Einhver framagjarn ungur læknir var að ljúka skyldunni, þeim þremur mánuðum sem ungir læknar þurftu að inna af hendi til þess að þeir gætu fengið réttindi. Þessi piltur hafði fengið aðra lækna með sér til að taka saklausan botnlanga hér á Egilsstöðum. Ég held að fólk almennt hafi lítið gert sér grein fyrir hvað þurfti til að koma slíku á. Það kom eitt sinn fram á oddvitafundi sem ég var á að einhver braut upp á þessu. Ég lýsti þá fyrir þeim hvað til þurfti og hvað myndi kosta þá að koma upp skurðdeild eða að- stöðu til aðgerða. Það væri óskynsamlegt, sam- göngur allar bæði í lofti og á landi væru sífellt að batna og verða öruggari og í lok sagði ég þeim að ég væri ekki kominn hér á Fljótsdalshérað til að hafa Héraðsbúa fyrir tilraunakanínur. Féll svo allt tal um það niður. Það kom að því að vikurinn sýndi sínar slæmu hliðar í grunninum á Lagarási 22. Það fór smátt og smátt að bera á sagga í húsinu. Friðbjörg fór að fá oftar astmaköst, en hún var viðkvæm fyrir myglu og raka. Það voru ekki mikil drög að þessu fyrst framan af. Klappirnar sem liggja að húsinu að utan valda því að vatn kemst auðveldlega inn í grunninn. Leiðslur sem í grunninum eru hljóta að ryðga fyrr eða síðar. Þegar kvartað var yfir þessu og óskað eftir úrbótum var fyrst reynt að gera eitthvað en þá var aðeins um kák eitt að ræða sem að engu gagni kom. Það kom að því að við gáf- umst upp á þessu og um sumarið 1966 sótti ég um Tanndráttur. Teikning eftir Þorstein Sigurðsson.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.