Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 Álafosshérað og fékk það strax. Fór ég suður og var mér vel tekið af Sigsteini Pálssyni að Blika- stöðum, sem fór með mig um allt læknisumdæmið til að sýna mér það. Álafosshéraðinu hafði verið þjónað frá Reykjavík og var því engin fbúð eða læknisbústaður fyrir. Var það til þess að ég keypti íbúð í blokk í Reykjavík, að Eskihlíð 20. Var þá lítið annað eftir á Egilsstöðum nema að pakka niður og flytja suður. En, þá var komið til mín á síðustu stundu og ég beðinn að fara ekki frá Egils- stöðum. Ég lét undan og hef verið hér allar götur síðan. Borgarfírði eystra þjónað .... Ég þjónaði Borgarfirði eystra af og til jafnframt mínu héraði. Borgarfjörður hafði um alllanga hríð haft sinn eigin lækni, Ingu Björnsdóttur sem starfaði þar á árunum 1951 til 1959. Eftir að hún fór reyndist ekki mögulegt að fá þangað lækni, enda héraðið fámennt. Þegar svo var komið var fyrirsjáanlegt að héraðinu yrði þjónað frá Egils- stöðum. Þórdís Sigurðardóttir ljósmóðir í Borgar- firði var fengin til að starfa með Egilsstaðalækn- um og annast lyfjabúr og lyfjaafgreiðslu. Hún hefur reynst mjög vel í þessu starfi, samviskusöm og glögg á að greina hvað að er. Veturinn 1975 kom hafís að Austfjörðum og fylltist Borgarfjörðurinn af ís. Eitt sinn hringdi Þórdís ljósmóðir í mig, var þá kona í þorpinu veik með hita og kviðverki og óttaðist Þórdís að um botnlangabólgu væri að ræða. Ég fékk bfl til að fara með mig út að Vatnsskarði, en það var ekki bflfært yfir. Gangfæri var gott en dálítil hrímþoka. Fjörðurinn var fullur af ís og Njarðvíkin einnig. Við skoðun á konunni var engin vafi á því að um bráða botnlangabólgu var að ræða. Hvað var nú til ráða, ófært á landi og á sjó og ekki var um neitt flug að ræða á þeim tíma. Ég gekk niður í fjöruna, settist þar á stein og hugsaði málið, hrímþoka var yfir firðinum og nístingskuldi frá ísnum. Það var þá ekki annað að gera en að „salta konuna" eins og ég kallaði það, gefa henni tvöfaldan skammt eða meira af sýklalyfjum, það hafði dugað mér vel á Djúpavogsárunum. Þetta var gert en ég var á nálum næstu daga og það var ekki fyrr en á 10. degi að ísinn lónaði frá og varðskip komst inn, sótti konuna og flutti hana til Norðfjarðar þar sem hún losnaði við botnlangann. Eitt sinn er ég var að koma neðan úr Borgar- firði og kominn upp í Hjaltastaðaþinghá, ók ég fram á strákpatta sem ég þekkti ekki. Hann sat á steini rétt við veginn, stöðvaði mig og sagði: „Ég er með tannpínu„Viltu losna við tönnina?", spyr ég. „Já“, segir strákur. Ég leitaði í tösku minni, tók upp tanntengurnar, setti strákinn á þúfu í vegarkantinum og kippti úr honum tönn- Á skíðaflugvél á Borgarfirði eystra. inni. Strákur spratt á fætur, leit um öxl og tók svo til fótanna. En um leið kallaði hann: „Þú skrifar þetta hjá pabba". Trúlega hefur þetta verið huld- ustrákur því mikið var af klettum í næsta ná- grenni. ... og Jökuldal og Hlíð Að öðrum Héraðsbúum ólöstuðum féll mér best við Jökuldæli og Hlíðarmenn en ég hefi alltaf sagt að Jökuldælir væri þjóðflokkur út af fyrir sig. Þeir voru ekki að velta sér upp úr smámunum. Það skipti ekki miklu máli hvort kýrnar væru mjólkaðar klukkan átta eða 12, eða ef gest bar að garði, þegar þeir ætluðu að fara að bjarga töðu- flekknum undan yfirvofandi rigningu, þá átti gesturinn forgang. Það hlaut að koma þurrkur aftur þó kæmi ofan í flekkinn í þetta skiptið. í dalnum voru fjórir einbúar þegar ég kom. Efst bjó Helgi Gunnarsson frá Fossvöllum. Helgi hafði sína eigin lífsspeki, hann hvarf úr dalnum stuttu eftir að ég kom og flutti suður. Jónas Sigur- geirsson var annar, hann kallaði bæinn sinn Breiðalæk en nágrannarnir nefndu hann Heima- sel. Hann hafði ungur fengið lömunarveikina og var hálflamaður á báðum fótum. Þrátt fyrir þessa fötlun hugsaði hann um fé sitt, en hann átti fallegt fé. Það hjálpaði Jónasi að hann naut góðra ná- granna sem hlupu undir bagga með honum. Þriðji einbúinn var Albert Albertsson, hann hafði sín fjárhús gegnt Merki og fór til húsanna á kláfi yfir Jökulsá. Hann hafði ætíð margt fé og var mjög natinn við það. Eitt vor um sauðburð stöðvaði hann og bar sig illa yfir því að ein ærin hans gæti ekki borið. Ég kvaðst geta litið á hana, gerði það og náði lambinu vel lifandi. Hann var innilega ánægður og var greinilegt að honum hafði ekki liðið sem best. Þórður á Gauksstöðum var fjórði einbúinn í dalnum. Hann bjó austan Jöklu og var ekki í þjóðbraut. Ég þekkti hann lítið en vissi að hann var gáfumaður og róttækur nokkuð. Nú eru allir þessir gengnir til feðra sinna og skilja eftir skörð í dalnum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.