Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 23 Guðmundur Sigurðsson, Þorsteinn Sigurðsson og Örn Bjarnason. Myndina tók Guðbrandur Örn Arnarson vorið 1994. læknamiðstöðvar eða heilsugæslustöðvar. Þrýst- ingurinn var fyrst og fremst frá læknum af lands- byggðinni, en á þessum tíma gáfu lækningar og læknastörf til dæmis í Reykjavík fremur góðar tekjur. Margir yngri læknanna voru einnig fylgj- andi þessum hugmyndum. Því miður skorti þó oft að stuðningur væri við málið heima í héruðum og þýddi þá lítið að óska eftir breytingum. Lítið var hlustað á okkur útnesjamennina hvað þá að samþykkja nokkuð sem frá okkur kom. Ég ætla ekki að fara út í það hér að rekja sögur þessarar þróunar, en með ungum og áhugasöm- um læknum komst rót á umræðu um breytta skip- an læknisþjónustu á landsbyggðinni þótt það tæki sinn tíma. Ekki var tekið við tillögum ungu lækn- anna með neinni hrifningu, en þeir voru barátt- uglaðir og kostuðu miklu bæði til ferða og fyrir- hafnar til að kanna ástandið af eigin raun. Haukur Magnússon læknir fluttist til Egilsstaða haustið 1962 ásamt konu sinni Erlu Jóhannsdóttur og þremur börnum. Haukur átti breska bók með uppdráttum og lýsingum af læknamiðstöðvum þeirra í Bretlandi sem við glugguðum talsvert í. Eftir breytingu á læknaskipunarlögunum 1965 var loks veitt heimild til byggingar læknamið- stöðvar á Egilsstöðum, að því tilskildu að sveitar- félögin gætu staðið að því sameiginlega. Sveitar- stjórnir í báðum Egilsstaðahéruðum svo og í Bakkagerðishéraði, Borgarfirði eystra, náðu samkomulagi þar um og fyrsta, og raunar eina læknamiðstöðin sem byggð var samkvæmt lögum þessum, var byggð á Egilsstöðum. Arkitektarnir Þorvaldur S. Þorvaldsson og Manfreð Vilhjálms- son teiknuðu læknamiðstöðina sem síðan var nefnd heilsugæslustöð. Ég fékk því ráðið við teikningu hússins að burðarveggir voru engir heldur súlur og byggingin létthólfuð þannig að auðvelt væri að breyta ef þurfa þætti. Með lögum um heilbrigðisþjónustu 1973 gerbreyttist síðan öll skipan læknisþjónustu og uppbygging heilbrigðis- stofnana í landinu þar með. Loks fóru hjólin að snúast og í mars 1975 var Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum tekin í notkun. Heilsugæslustöðin var tölvuvædd frá upphafi og naut til þess styrks frá Norðurlandaráði. Nokkru áður en stöðin var tekin í notkun, eða 1971, kom Guðmundur Sigurðsson til Egilsstaða sem læknir í Egilsstaðahéraði eystra. Það var mikill fengur fyrir okkur á Héraði að hann skyldi koma hingað gáfaður röskleikamaður og góður læknir. Hann kom hér á tölvuskráningu sjúkragagna sem áhrif hefur haft um land allt. Guðmundur stóð einnig að stofnun Flugfélags Austurlands til mikilla hagsbóta fyrir íbúa á Héraði og raunar öllu Aust- urlandi. Áhugamál utan daglegra starfa Fyrst og fremst er það skógræktin sem tekið hefur hug minn og raunar allrar fjölskyldunnar í áranna rás. Við Friðbjörg fengum dálítinn blett í Útnyrðingsstaðaskógi til að setja plöntur í og voru skógarfurur þær fyrstu sem settar voru niður. Þetta var haustið 1949. Síðan hefur þessi blettur verið stækkaður og verið plantað í hann um 20 tegundum af trjám. Mest var plantað sumarið 1953 og síðan alltaf einhverju á hverju ári. Að því kom að fjölskyldan hafði fyllt blettinn með trjám og sumarbústað. Við systkinin, Guðlaug, Sigríð- ur og ég, áttum jörðina Útnyrðingsstaði. Hug- mynd okkar var sú að skipta jörðinni en það voru ýmis ljón á veginum. Hreppsnefnd Vallahrepps þurfti að samþykkja skiptingu og þegar í Ijós kom að ég ætlaði að taka það sem í minn hlut kom til skógræktar var slíkt ekki leyfilegt. Það var verið að spilla jörðinni fyrir hefðbundinn búskap. Þess- ari ákvörðun varð ekki haggað. Miðað við stöðu hefðbundins búskapar í dag, munu þessi nátttröll 20. aldarinnar vonandi daga uppi áður en öldin er öll. Landafræði var mitt besta fag í skóla og langaði mig mikið til að kynnast öðrum þjóðum, en for-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.