Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 5
5 TIKK TAKK EftirCharlotte Dowdall smiðjuna, því hún hélt að úrið gæti verið eigandanum sérstaklega dýrmætt sem gjöf frá einhverjum, erfðagripur eöa eitthvað þess háttar. Óvenjulegt svissneskt úr var með 16 vísa. Það var þannig gert aö það sýndi árið, mánuðinn, tunglskífuna, hitastigið og svo auðvitað tímann. Það var talið vera einnar milljón króna virði. Uppátæki og tískufyrirbrigöi í úrum og klukkum koma og fara. Sú var tíð að allir sóttust eftir því að vera með sérstakt vatnshelt úr, sem var komið fyrir í litlum björgunarhring og fest við sundfötin. Öðru sinni var það lítið úr sem fest var við bíllyklahringinn, og það hringdi þegar stöðumælatíminn var búinn. Ein tískan var sú að eiga mismunandi umgjarðir og armbönd sem færu vel við fötin sem eigandinn klæddist í það og það skiptið. Ein stærsta klukka veraldar er klukkan mikla á Metropolitan Life Insurance Building í New York borg. Stóri vísirinn vegur um 450kg og litli vísirinn um 320 kg. Klukkan hefur fjögur stór “andlit" sem horfa í fjórar höfuð áttirnar og sjást úr mikilli fjarlægð. Aðalklukkan er inni í byggingunni og er hún stillt á hádegi á hverjum degi eftir upplýsingum frá stjörnuathugunarstöð sjóhersins í Washington. Veður hefur lítil sem engin áhrif á klukkuna. Skífurn- ar eru um 8 metrar í þvermál. Stafirnir Hvað veistu um klukkur og úr? Viss- irðu að stórar matarverslanir hafa selt vekjaraklukkur í niðursuðudósum? Dós- irnar voru loftþéttar til þess að olían í klukkuverkinu þornaði ekki upp, og til þess að verkið ryðgaði ekki. Eða hefurðu heyrt um úrið sem var sett í niðursuðudós, en þó ekki viljandi? Kona nokkur í Englandi fann kven- mannsgullúr í perudós frá Ástralíu. Hún hafði strax samband við niðursuðuverk-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.