Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 12
12 SÍóan kastaði LÚsifer aftur höfðinu og hló því- líkum tröllahlátri að jafn- vel aðdáendum hans varð hverft við. Hann laut áfram og hvísl- aði í trúnaði:"Þegar við höfum sigrað allan himininn hef ég í hyggju að sigra alla heimana líka. Þeir verða auðveldir viðfangs, þegar ég hefi alla englana á mínu bandi." Áheyrendur hans urðu frá sér numdir við slxka frétt. LÚsifer var jafnvel stór- kostlegri en þá hafði nokk- urn tíma dreymt xim. Eftir að hann væri orðinn stjórn- andi himinsins og alls heims- ins fengju þeir bestu stöð- urnar. "Farið til verka ykkar," skipaði hann og byrjið verk ykkar meðal englanna, svo draumar okkar muni rætast." Og þeir flýttu sér í burtu til þess að vinna verk óvinar Guðs. Reynir Guðmundsson þýddi. Samuele Bacchiocchi er kennari við háskóla safnaðarins í Michigan í Banda- ríkjunum. Hann er ítali og fæddist í grennd við Vatikanið í Róm. Samuele er eini maðurinn sem hlotið hefur doktors- gráðu í Pontifical Gregorian University í Róm án þess að vera kaþólskrar trúar. Hér er um að ræða háskóla páfagarðs- ins. Þetta er eina undantekningin í 425 ára sögu háskólans. Doktorsritgerð hans sýndi fram á, að helgihald sunnu- dagsins byrjaði ekki í Jerúsalem, heldur í Rómaborg allmörgum áratugum eftir dauða síðasta postula Krists, Jóhannes- ar. Þessi niðurstaða er í andstöðu við skoðanir kaþólskra kennimanna. En þrátt fyrir þá staðreynd, veitti Páll páfi honum tvær medalíur í viðurkenningar- skyni fyrir frábæran námsárangur og fræðimennsku. Þau rit og bækur frá fornum tímum sem Samuele byggði rannsóknir sínar á voru í eigu bókasafns Vatikansins og háskólans. Myndin hér að ofan sýnir Samuele í þeim skrúöa sem nemendur við háskóla páfagarðs útskrifast í. Að sjálfsögðu er doktor Samuele Bacchiocchi sjö- unda—dags aðventisti.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.