Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 11
Og þeir segja að ef þetta er fyrirboði þíns nýja konung- dóms, vilja þeir ekkert hafa með það að gera." Engillinn kyngdi erfið- lega og hélt áfram."Við verðum að viðurkenna að þetta er rétt, við vissum ekki hvað vandræði voru fyrr en þú byrjaðir þessa herferð.Svo hvað getum við sagt? Við höfum einfaldlega engin svör." Hann yppti öxlum hjálparvana og settist niður. Lúsifer hallaði sér aftur með sjálfsþóttalegu brosi á vör. "Aha, þessi er auðveld," sagði hann seinlega. SÍðan settist hann upp í stólnum fyrirferðamikill og fullur hroka. "Þegar þeir segja það spyrjið þá bara \mdir hvaða stjórn öll þessi vandræði séu. Minnið þá á að þetta er stjórn Guðs og hún ein- faldlega varð að leysast upp vegna þess að lög Hans eru ekki réttlát eða sanngjörn. Og það er einmitt það sem ég ætla að koma k, stjórnskipu- lagi þar sem vandræði sem þessi geta ekki átt sér stað Skiljið þið það?" "já auðvitað skiljum við það," svöruðu þeir í kór. "Hvers vegna fundum við það ekki út sjálfir? Ó, LÚsifer, við erum svo lánsamir að hafa þig sem foringja okkar. ÞÚ ert vitrastur allra." Sennilega hlógu þeir síð- an með sjálfum sér er þeir ímynduðu sér svipinn á trúu englunum, þegar þeir svöruðu þeim svo gáfulega. "Og annað atriði líka," bætti Lúsifer við, "spyrjið þá hvers vegna Guð geri ekki eitthvað þeim til aóstoðar. Ef Hann er almáttugur, hvers vegna stöðvar Hann okkur ekki? Ég segi að Hann sé hræddur. Það er svarið. Hann sér hve mikið vald ég héfi með svo marga fylgj- endur. Það ætti að koma vitinu fyrir þá. Hvað hald- ið þið? Látiom okkur sjá hvernig þeir svara því."

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.