Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 10

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 10
hrifningu. "Þer tókst svo sannarlega vel upp, LÚsifer. Við erijm mjög hreyknir af þér og erum reiðubúnir að fylgja málstað þínum." "Það gleður mig mjög mik- ið að heyra ykkur segja þetta, þvr það var einmitt ástæðan fyrir því að ég boð- aði ykkur hingað. Við verð- um að vinna af mikilli elju og láta ekkert augnablik ónotað, því það gæti kostað okkur að sumir skiptu um skoðun. Aðalatriðið er að halda hreyfingu á hlutunum, svo að þeir haldi ekki að þetta sé einungis bóla sem hjaðni fljótt. Enginn vill sameinast hreyfingu sem virðist vera að fjara út. Allir vilja fylgj.a málstað sem einhver þróttur er í." LÚsifer talaði hratt og af mikilli sannfæringu. Fylgjendur hans brostu hver til annars í viðurkenningar- skyni, eins og þeir vildu segja:"Hann veit svo sannar- lega hvað hann er að segja." "Þig" sagði LÚsifer og benti á einn, sem hafði verið einn af aðalleiðtogim hinna himnesku hersveita, "vil ég biðja um að vera aðalframkvæmdastjóna. ÞÚ skipuleggur fundi og sérð um að skipunum mínum sé fram- fylgt." l'0g þú", mælti hann til annars "þú ert mjög mælskur, þú verður aðalræðumaðurinn. Sumir ykkar hafa óvenju prúða framkomu. Þið talið leynilega við þá sem ekki vilja koma fram opinberlega. Marga er hægt að sannfæra í einrúmi." Lrklega hélt LÚsifer þannig áfram að gefa skipan- ir, úthluta verkefnum og gefa leiðbeiningar. "Og nú" sagði hann að lokum, "eru nokkrar spurn- ingar?" Englarnir litu hver á annan eins og það væri eitt- hvað sem þeir þyrðu ekki að spyrja um. LÚsifer leit á þá með spurnarsvip. "Nú, hvað er að?" þrumaði hann óþolinmóður. Að lokum stóð aðalengillinn hátíðlega upp. "Okkur þykir leitt, herra, en það er ein spurning sem þeir eru alltaf að spyrja okkur'J Hann varð hálfskömmustulegur en sagði, "og við vitum ekki hvernig við eigum að svara. "Haltu áfram," hreytti Lúsifer út úr sér, '"hvaða spurning er það?" "JÚ, herra, þegar við reynum að fullvissa þá um hversu miklu betra allt muni verða undir þinni stjórn, benda þeir okkur á að það hafa einungis verið vandræði síðan þú hófst herferð þína.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.