Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 28

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 28
það gengur allt í loftköstum. Hann Egill Guðlaugsson er hérna hann stjórnar hraðanum. Ja, hvað er næsta skrefið? Ég sé að þið eruö að járn- binda núna. já, það er heilmikið verk. Það eru gerð úrtök fyrir sperrunum. Það er heilmikið verk að smíða stokkana fyrir þær. Og verður farið í að slá upp innra byrðinu. Er nokkuð vitað um steypu- dag? Við þurf\m sennilega annan sunnudag í að ganga frá og upp úr því má fara að hugsa um steypudag. Hvenær var tekin hér fyrsta vélskóflustungan? Mannstu það? Ja, það er ekki meira en mánuður síéan. Ég held þetta sé þriðji sunnudagur- inn hjá okkur í uppslætti, og þótt búið væri að skafa ofan af hér með ýtu þá var Halldór að grafa hérna fyrir veggjunum sama morguninn sem við byrjum að slá upp. Svo þetta hefur gengið mjög vel. Já, mjög vel enda hafa verið hér góðir menn að vinna sem hafa lagt gjörva hönd á plóginn. Er reiknað með að'þetta gróðurhús verði komið í gagnið fyrir jólin? Já,já, þá verður sáð. Verður eitthvað annað í þessu húsi en hinu? Kannski tómatar? Ég veit það ekki, því ræður garðyrkjumaðurinn. Hvað með útiræktunina? Verða það gulrætur? Já, fyrst. Svo ætlar hann að þreifa sig áfram, eftir því sem markaðurinn er, og þá ef til vill auka fjöl- breytnina. Hvað verður útiræktunin margir fermetrar? Það er meiningin að hafa 1000 fermetra, en það veróur það nú ekki í sumar. En svo við snúum okkur aftur að húsinu, hvað er það stórt? Það er 12 metrar á breidd og tæpir 28 metrar á lengd. Svo samtals verða bæði húsin, þetta og það sem fyrir er, um 600 fermetrar. Og það eru allir hjartan- lega velkomnir hér á næstu sunnudögum? Já, meira en það, mjög vel þegið.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.