Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 32
24
Lesendaþáttur í umsjá Erlings Snorrasonar
bcrgmál
Ein syndug skrifar:
Háttvirta ritstjórn og
lesendur gófiir.
Sá yöar sem syndlaus
er.....
Ekki get ég lengur á
mér setið með að pára hér
á blað nokkrar hugsanir,
sem brotist hafa í huga
mér undanfarna mánuði og
ár. Eflaust er ég ekki
rétti aðilinn til að
ræða þessa hluti, en ein^
hver verður að stíga
fyrsta skrefið, þó aðrir
álíti það e.t.v. betra
óstigið.
Varla er það orðið fært
fyrir unga og myndarlega
unglinga, sem eru fullkom-
lega ábyrg á sín\am gjörðum,
að láta sjá sig meðal al-
mennings svo að nokkru
nemi, án þess að umræður
í þeim stíl, sem hér fara
á eftir, fari fram:
A: "Finnst þér ekki sorg-
legt með hana Sigur-
línu, hvernig hún er
orðin? Eins og þetta
var nú elskulegt barn
í hvíldardagsskóladeild-
inni hjá mér fyrir
nokkrum árum."
B:"jú, þetta er hreint og
beint grátlegt. Sástu
hana í kirkjunni síð
asta hvíldardag, hún
var bara eins og...ja,
ég veit ekki hvað, öll
máluð í framan og hlað-
in skartgripum. Þetta
er nú bara orðið svo
slæmt, að mér finnst
varla forsvaranlegt að
leyfa henni að koma upp
a pall lengur, eins og
hún getur nú lesið vel
upp og syngur reglulega
vel. "
A: "Alveg er ég sammála
þér. Svo er nú lifn-
aðurinn á henni víst
ekki til fyrirmyndar.
Ég frétti að hún hefði
fariö á Óðal með þessum
strák, sem hún er með,
og ekki yrði ég hissa
þótt hún kæmi ólétt
hérna einhvern daginn,
maður er að heyra að
þau sofi nú stundum
heima hjá hvort öðru,
það þarf nú ekki að
segja manni að "ekkert
gerist".
B: "Skömm er að þessu,
heyröu annars, veistu
nokkuð um hann Palla,
sem var svo áhugasmaur
hérna um árið? Ætli
hann sé farinn út úr
bænum?