Innsýn - 01.08.1976, Side 34

Innsýn - 01.08.1976, Side 34
26 sem alltaf fær að hírast eitt yfir súrmjólk og kornflögum á hvíldardögom, á meðan safnaðarfjölskyld- urnar stynja. undan krásun- um, en það er best að fara ekki nánar út í þá sálma hér. Eitt má ég þó til með að segja að lokum. Fyrr en kærleikurinn og umhyggjan fær að fylla rúm illgirninnar og baktalsins í huga okkar, þá mun ekkert okkar "fara til fundar við föðurinn, sem er á himnum". Kæri ritstjóri, Mig langar að láta nokkur orð falla varðandi grein Ellu Jack sem birtist í 1. tb. 3.árg.1976 af INNSÝN. Ella Jack segir þar frá reynslu sinni sem Sjöunda dags aðventisti á meðal þeirra sem ekki eru aðvent- istar. Eitt af aðalatriðum hennar er hvort hún eigi að vera djörf og opinská með að kynna sig sem Sjöunda dags aðventista, eða hvort hún eigi að láta fólk. komast að því sjálft hverju hún trúi, með tímanum. Samanborið við flest "heimslega sinnað fólk" eru Sjöunda dags aðventistar "sérstakt fólk", þ.e.a.s. skrítið, og því miður hafa þeir oft unnið til þessa álits með þeim hætti sem þeir kynna trú sína. Til dæmis: Flestir vita að Sjöunda dags aðventistar reykja ekki, drekka ekki, spila ekki fjárhættuspil, og borða ekki óhreina fæðu (vissa dýrafæðu). Þegar spurt er út í þetta svörum við gjarnan á þessa leið: "Trú mín bannar mér", sem oft skilur neikvæð áhrif eftir í huga spyrjenda. Hefðum við hins vegar sagt: "Ég geri þetta ekki vegna þess að þetta er óheilnæmt, og ég, sem kristinn maður (eða kona) vil fara sem best með líkama minn", þá myndi það hafa allt önnur áhrif á þá sem spyrja. Það sem ég er að reyna að segja er að því miður reynum við oft að halda reglur Guðs (boðorðin tíu) áður en við lærum að elska hann. Sagði ekki Kristur: "Ef þið elskið mig, þá haidið boðorð mín"?

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.