Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 49
02/07 kjarninn tÓNLiSt
Fjölmargar plötur fóru nánast huldu höfði á árinu
Will Oldham gaf út plötu undir listamannaheiti sínu Bonnie
„Prince“ Billy sem minnir um margt á eldri verk hans og
einblínir á persónulega texta, ráma rödd og hljóðfæraleik
tónlistarmannsins.
Bill Callahan, sem einnig gefur út sem Smog, laumaði
út gæðagripnum Dream River, sem ætti ekki að valda aðdá-
endum hans vonbrigðum. Von er á dub-útgáfu af plötunni í
janúar sem ætti að vera forvitnilegt að heyra.
Steven Wilson (http://bit.ly/1gKeIW7), sem er hvað þekkt-
astur sem söngvari Porcupine Tree, gaf út fallega sólóplötu
– The Raven that Refused to Sing – sem sýnir aðra hlið á
honum sem lagasmið og söngvara.
Hinn ungi Sean Nicholas Savage er í kreðsu ungra og
upprennandi kanadískra tónlistarmanna. Plata hans Other
Life einkennist af hans sérstæða söngstíl og brothættum
lögum í bland við poppslagara sem eru eins og endurlífgaðir
eitís-hittarar.
Aðrar plötur fóru hærra og
mögulega of hátt – skiptar skoðanir
eru um hvort „hæpið“ svokallaða
hafi átt rétt á sér. Að mati undir-
ritaðrar eru eftirfarandi plötur
þó gæðagripir sem vissulega eru í
flokki bestu tónlistar ársins.
Hljómsveitin The National gaf
út Trouble Will Find Me, sem fylgir
eftir undraverðum árangri sveitar-
innar undanfarin ár. Sveitin hefur
einstaklega næmt eyra fyrir grípandi lagasmíðum og ljúfsár-
um textum en auk þess er alltaf eitthvert auka krydd að finna
í lögum hennar, svo sem framúrstefnulegar útsetningar.
Daft Punk vakti verðskuldaða athygli þegar dúóið gaf
út plötuna Random Access Memories eftir langa bið. Gesta-
gangur var mikill, en meðal söngvara á plötunni voru Julian
Casablancas, Pharrell og Panda Bear. Innihald plötunnar
kom fæstum á óvart en minnti rækilega á hve sterkur Daft
Demons með The National
Myndbandið við lagið Demons
af nýrri plötu the National er
ótrúlega flott og óvenjulegt.