Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 103

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 103
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR G uðlaug Kristjánsdóttir var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi í maí 2008. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og starf- aði sem slíkur lengst af á LSH og á eigin stofu. Guðlaug var virk í félagsstörfum fyrir Stéttar- félag sjúkraþjálfara, síðast sem formaður félagsins frá 2005- 2008. Hún var í þriðja sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? Jafnt og þétt hafa borist jákvæðar og uppörvandi fréttir af góðu gengi sprota- fyrirtækja og hugvitsfólks vítt og breitt, í tækni, listum og lækningum – og öllu þar á milli. Þarna eigum við gífurleg sóknarfæri til framtíðar litið og gaman að sjá þann árangur sem stuðningur við nýsköpun er farinn að skila. Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? ég held ég verði að nefna afturhvarf til áherslna og gilda, við stjórn landsins, sem mögulega reyndust okkur vel í fortíð en eiga ekki lengur við. ég tel það lítt sannfærandi nálgun í efnahagsmálum að hverfa frá nýjum lausnum en leita aftur til meðala sem hafa áður verið reynd – og brugðist. Eins eru uppi áform um þverrandi stuðning við nýsköpun, sem er afar miður. Þar er ekki nóg að halda í horfinu, heldur þarf að bæta í. Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu þjóðarinnar og gera samfélagið betra? Efnahagslega þarf að opna landið og losa það úr höftum. Horfa þarf til framtíðar hvað vinnumarkaðinn snertir, efla rannsóknir og nýsköpun til þess að nýta sóknarfæri í atvinnulífinu. Það þarf að stórbæta samkeppnisstöðu landsins um menntað vinnuafl, launaleiðrétting háskólamenntaðra er eitt af verkefnunum þar. Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014? Staðan núna í árslok er því miður allt of lík því sem hún var í fyrra og verður væntanlega keimlík á næsta ári, sé horft til stóru stærðanna eins og gjaldeyris hafta og verðbólguþróunar. Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún gert vel og hvað ekki? Því miður sýnist mér þessi ríkisstjórn ekki setja á oddinn að höndla ný tæki- færi til að efla íslenskt atvinnulíf. Fyrstu vísbendingar benda t.d. til gamaldags hugsunar í vinnumarkaðsmálum frekar en viðleitni til að halda hér í ungt fólk með menntun. Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum? Framtíðartækifæri Íslands byggja ótvírætt á framsækinni hugsun í atvinnu- málum, eflingu þess hluta vinnumarkaðar sem byggir á menntun, nýsköpun og þróun. Við þurfum að líta á þekkingu sem útflutningsvöru, selja hana úr landi án þess að fólkið fylgi með. Grunnur að árangri í slíkri stefnubreytingu er langtímahugsun og samstarf þvert á alla pólitík. Er framtíðin björt fyrir land og þjóð? ég er bjartsýn í eðli mínu og segi því já. Ef við einsetjum okkur að leita samræmis fremur en misræmis förum við létt með að framkvæma hér kraftaverk á degi hverjum. Land og þjóð geymir nefnilega ótæmandi orku og aðlögunarhæfni sem vel er hægt að virkja til góðs ef okkur tekst að stilla strengina saman. Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM svarar Deildu með umheiminum sjö spurninGar stórbæta þarf samkeppnisstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.