Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 4

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 4
Deildu með umheiminum leiðari af hverju? Ægir Þór Eysteinsson blaðamaður skrifar í sland er yndislegt land. Landið er ægifagurt og það byggir gott fólk, en af einhverjum orsökum gengur því misjafnlega að sameinast um leiðina fram veginn. Þolgæði þess til að karpa um nánast allt milli himins og jarðar er óviðjafnanlegt. Þar að auki er margur Íslendingurinn gjarn á að líta á þá sem honum eru ósammála sem andstæðinga sína. Það spillir oft og tíðum fyrir umræðu, sem á það til að þróast út í persónulegt skítkast. Það er auðvitað klisja að segja að fátt sé hollara en að líta um öxl í lok árs, en jólahátíðinni og áramótum fylgir kyrrð sem er eiginlega fáránlegt að nýta sér ekki til að meta hlutina af yfirvegun og auðmýkt. Hátíðarkyrrðin kemur oft og tíðum skikk á hugsanir jafnvel hinna óstöðugustu. Þeir eru hvað ljúfastir á þessum tíma árs, og mun móttækilegri til að slaka á herptum tilfinningavöðvunum. Svo virðist sem dágóður slatti af þvermóðsku landans haldi upp til fjalla í svartasta skammdeginu þegar kviknar á jólaljósunum. Auðvitað ríkir hér á landi sama kerfi og víðast hvar annars staðar hjá siðmenntuðum þjóðum, blessað lýðræðið. Meirihlutinn ræður. En mikið afskaplega gengur okkur illa að standa vörð um það sem við eigum öll sameiginlegt. Af hverju getum við ekki sameinast meir um þá hluti sem skipta máli á Íslandi? Af hverju getum við ekki fundið leiðir í sameiningu til að afla frekari tekna af auðlindum landsins, þjóðinni til heilla? Til dæmis til að efla heilbrigðiskerfið og menntakerfið og borga niður skuldir þjóðarbúsins sem kæmi öllum vel, ekki bara útvöldum. Af hverju getum við ekki verið sammála um að dreifa þjóðarverðmætum eins jafnt til allra og mögulegt er? Af hverju viljum við einangra okkur og vera með stæla og frekju við útlendinga? Af hverju sjáum við ekki tækifæri fremur en svartnætti? Af hverju áttum við okkur ekki á því að ónýtur gjaldmiðillinn nýtist fáum vel en er þjóð- inni fjötur um fót hvað lífsgæði varðar? Af hverju? Af hverju? Af hverju? Fleiri spurningum er auðvitað ósvarað, en tækifærin eru okkar til að grípa. Það að vera ósammála er ekki persónuleg árás. Förum í málefnin frekar en manninn, ræðum okkur niður á ásættanlegar niðurstöður. Auðvitað eru þetta háleit markmið, en hvað með það? Það á ekki að vera kvöl og pína að gefa meira, enda hefur það ekkert breyst sem okkur var kennt; að það er sælla að gefa en þiggja. Ísland byggir samheldin þjóð; það kemur hvað bersýnilegast í ljós þegar hörmungar dynja yfir. En hagsmunaárekstrar fólksins sem hér býr skyggir oft á samkenndina. Um jól og áramót afhjúpum við mörg hver gæskuna sem í okkur býr. Við óskum öllum gleðilegra jóla og erum mörg hver tilbúin að láta gott af okkur leiða í desember til að svo geti orðið. Í lok desember virðist okkur þykja vænna um hvert annað en venjulega. Okkar eigin hagsmunir víkja fyrir hagsmunum heildarinnar í desember. Af hverju getum við ekki alltaf verið þannig? Kjarninn óskar lesendum sínum og þjóðinni allri gleðilegra jóla, og farsældar á komandi ári. um HöFundinn Ægir Þór Eysteinsson aegir@kjarninn.is 01/01 kjarninn LEiðaRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.