Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 20

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 20
Deildu með umheiminum Álit pólitíkin skiptist í tvo heima Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartar framtíðar, skrifar Á rið sem nú er að líða hefur að mínu viti afhjúpað ákveðin vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Hið pólitíska landslag virðist skiptist upp í tvo heima, sem hvor um sig virðist eiga upp á pallborðið hjá stórum hluta kjósenda; Annars vegar horfðum við upp á stórsigur Framsóknarflokksins í alþingiskosningum sem byggði á einföldum kosningaloforðum og framsetningu stefnumála í eins konar tékklistabúning. Hins vegar horfðum við upp á Besta flokkinn viðhalda nær hreinum meirihluta í Reykjavík í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri – flokk sem komst til valda með því að gera kaldhæðnislegt grín að þeirri einföldu mynd sem stjórnmálaflokkum hættir til að draga upp af raunveruleikanum í aðdraganda kosninga. Fyrir mér hefur árið sem nú er að líða varpað skýrara ljósi á þessa tvo heima og hvernig þeim er að takast að leysa úr vandamálum. Það er mín skoðun að afmarkaðar stefnur og tillögur sem miða að því að gjörbreyta lífskjörum okkar á fjórum árum verða nær sjálfkrafa orðin tóm um leið og kosningum sleppir. Raunveruleikinn sem blasir við stjórnmála mönnum verður ekki leystur með tölvumódelum og Excel-skjölum. Skuldavandi hverfur ekki með einni aðgerð og flugvellir verða heldur ekki færðir á einni nóttu. Þeir sem starfa í stjórnmálum eru ekki færir um að framkvæma kraftaverk, frekar en fólk í öðrum stéttum, og staðreyndin er sú að lífið og tilveran er allt of flókin og margbreytileg til að unnt sé að leysa mál með tékklista. Ég gef mér að hugur- inn sé góður og viljinn einlægur til að gera gagn. En ég tel hins vegar að þessi gerð stjórnmála ali af sér illa upplýstar ákvarðanir og vondar niðurstöður í meiri mæli en þar sem skynsemi og hlustun ráða för. Hafandi haft atvinnu af því í nær fjögur ár að skyggnast bak við tjöldin, fylgjast með ákvarðanatöku og taka þátt í henni hef ég komist að því að lykillinn að góðri niðurstöðu er samskipti. Stjórnmál eru í mínum huga ekkert annað en samskipti. Leið til að komast að því hvernig við deilum út sameiginlegum gæðum eftir ítarlegar samræður, vangaveltur og ráðleggingar úr ólíkum áttum. Til þess að þessi útdeiling get farið fram í sem mestri sátt þarf hæfni til þess að eiga góð samskipti. Vatnaskilin sem ég sé í stjórnmálunum í dag liggja einna helst í því hverjir hafa kjark til að koma að því að leysa erfið viðfangsefni með opnum hug, hlusta á rök og ráðleggingar og gera ekki greinarmun á því hvaðan gott kemur, svo lengi sem heilbrigð skynsemi er höfð að leiðarljósi. Það er að mínu viti uppskrift að vondri niðurstöðu þegar fyrirframgefinni stefnu er þröngvað fram vegna þess að einhver lagði nafn sitt og flokksins síns að veði í kosn- ingabaráttu. Með því að þröngva sér í átt að niðurstöðu verður til rembingur sem fólk hefur til- hneigingu til að halda í sér þar til það nær ekki andanum lengur. Fyrir mér kristallast þetta nokkuð vel í frétta- flutningi úr borgarstjórn annars vegar og af Alþingi hins vegar. Fréttir úr borgarstjórnarsalnum snúast í meiri mæli um efnislegan ágreining milli flokkanna, sem er fullkom lega eðlilegur þar sem ólíkir hópar koma saman. Fréttir frá ræðu- stól Alþingis snúast ennþá um hver sagði hvað um hvern og hvernig, og það er gjarnan ekkert mjög fallegt. Fylgi Besta flokksins – nú Bjartrar framtíðar í Reykjavík – og vaxandi fylgi flokksins á landsvísu gefur til kynna að fleiri og fleiri eru að átta sig á þessum grundvallarmun á val- kostum. Aðrir valkostir eru vissulega enn í boði, sem er vel, enda er erindi Bjartrar framtíðar bara eitt af mörgum sem eiga mikilvægan rétt á sér í stjórnmálum á Íslandi. Takmark stjórnmálanna er í mínum huga að auka lífs- hamingju okkar allra með sem bestri deilingu á sameigin- legum gæðum á friðsaman hátt. Það er erfitt verk, því magnið af kröfum og magnið af gæðum eru sjaldnast í jafn- vægi, en leitin að jafnvæginu er þó ekki óvinnandi vegur. Það skiptir mjög miklu máli frá hvaða stað hvert og eitt okkar nálgast það verkefni. Að vera sáttur í eigin skinni, að elska og að vera elskaður er staður þaðan sem góðir og fallegir hlutir gerast og það á enginn að elska að vera hataður. Ég óska ykkur öllum ljóss, íslensks smjörs, ástar og friðar um þessi jól og vissu um það að 2014 verður eitt af þessum árum! „Raunveru leikinn sem blasir við stjórnmála mönnum verður ekki leystur með tölvu módelum og Excel-skjölum. Skuldavandi hverfur ekki með einni aðgerð og flugvellir verða heldur ekki færðir á einni nóttu.“ um HöFundinn Heiða Kristín Helgadóttir er framkvæmda- stjóri og stjórnar- formaður Bjartar framtíðar. 01/01 kjarninn ÁLit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.