Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 25

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 25
jan maí okt júní sept des apríl ágú nóv mars júlí feb 03/13 Fréttir Ársins 2013 Febrúar erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 pistorius handtekinn fyrir morð á kærustu 14. febrúar 2013 Ólympíuhlauparinn suður-afríski Oscar Pistorius var handtekinn grunaður um að hafa myrt kærustu sína, fyrirsætuna Reevu Steen- kamp. Hann hélt því fram frá upphafi að hann hefði talið Steenkamp vera innbrotsþjóf og því hefði hann skotið hana til bana. Hún var inni á baðherbergi við hlið svefnherbergis þeirra og Pistorius skaut fjórum skotum í gegnum hurðina. Þrjú skotanna hæfðu kærustuna og saksóknari hefur því bent á að ásetningur Pistorius hafi verið að drepa hvern þann sem var inni í herberginu, hvort sem hann hafi talið að hann væri að skjóta innbrotsþjóf eður ei. Pistorius var sleppt gegn tryggingu og hóf æfingar á ný um mitt árið. Réttarhöldin gegn honum verða í mars 2014. Hrossakjötsskandall vindur upp á sig 4. febrúar 2013 Eftir að í ljós kom að hrossakjöt var að finna í ýmsum tilbúnum kjötréttum á Írlandi og í Bretlandi um miðjan janúar fór málið að vinda upp á sig. Sífellt fleiri fyrirtæki flæktust í málið og allan febrúar birtust nýjar fréttir af réttum sem áttu að innihalda nautakjöt en gerðu það ýmist í litlu magni eða alls ekki. Málið varð tilefni rannsókna víða og hélt áfram að komast í fréttir út árið. síldardauði í Kolgrafafirði 1. febrúar 2013 Um 22 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafa- firði vegna súrefnisskorts. Þetta var í annað sinn á skömmum tíma sem þetta gerðist. steingrímur og jóhanna segi af sér í kjölfar icesave 1.–2. febrúar 2013 Fréttablaðið birti niðurstöðu tveggja skoðana- kannana sem gerðar voru í kjölfar niðurstöðu í icesave-málinu. Í annarri þeirra kom fram að um 40 prósent landsmanna vildu að Stein- grímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, segðu af sér vegna málsins. Í hinni kom fram að Framsóknar- flokkurinn hefði bætt við sig gríðarlegu fylgi í kjölfar dómsins og að það mældist yfir 20 prósentum. Árni páll í stað jóhönnu 2. febrúar 2013 Árni Páll Árnason var kjörinn formaður Samfylkingarinnar. Hann tók við af Jóhönnu Sigurðardóttur. Fimm ár fyrir morð 13. febrúar 2013 Átján ára piltur var dæmdur í fimm ára fang- elsi fyrir morðtilræði. Hann stakk fyrrverandi ástkonu föður síns ítrekað. vantraust lagt fram og dregið til baka 20. febrúar 2013 Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, bar fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hann dró hana til baka daginn eftir. pétur beðinn um að hætta 28. febrúar 2013 tilkynnt var að Pétri Einarssyni, forstjóra Straums, hefði verið gert að hætta störfum vegna umfjöllunar um lok viðskipta hans í Bretlandi sem talið var að gætu skaðað hags- muni bankans. páfi hættir störfum 11. febrúar 2013 Benedikt sextándi páfi tilkynnti að hann hygðist láta af embætti í lok febrúarmánaðar. Þetta var í fyrsta sinn í um sex hundruð ár sem páfi lætur af embætti, en hann sagði háan aldur valda því að hann gæti ekki sinnt embættinu og guði nægilega vel. saurgerlar í hamborgurum 17. febrúar 2013 Hrossakjötsskandall Evrópu tók á sig margar myndir og varð til þess að alls kyns kjöt var skoðað. Í Svíþjóð var til dæmis átján tonnum af hamborgurum fargað eftir að í ljós kom að saurgerlar fundust í þeim. Fyrsti kvenforseti s-Kóreu 25. febrúar 2013 Park Geun-Hye varð fyrsti kvenforseti Suður- Kóreu í febrúar. Þegar hún sór embættiseið lofaði hún efnahagsbata fyrir alla íbúa landsins. Frakkar samþykkja hjóna- bönd samkynhneigðra 12. febrúar 2013 Franska þingið samþykkti lög sem heimiluðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjóna- band og ættleiða börn. Málið var mjög umdeilt og fjölmargar kröfu- og mótmælagöngur voru farnar til að styðja og mótmæla lögunum. morðóður lögreglumaður veginn 13. febrúar 2013 Fyrrverandi lögreglumaðurinn Christopher Dorner myrti að minnsta kosti fjóra í því sem hann sagði hefnd og stríð gegn lögreglunni í Los angeles. Dorner var vikið frá störfum árið 2008 vegna ofbeldisbrota en hann hélt því fram að brottreksturinn væri vegna þess að hann væri af afrískum uppruna. Hans var leitað í tíu daga áður en sumarbústaður sem hann dvaldi í var umkringdur. til skotbardaga kom og eftir hann kviknaði í bústaðnum og Dorner brann inni. Grunur lék á að lögreglu- menn hefðu vísvitandi notað of mikið táragas til að reyna að kveikja í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.