Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 39
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR
j ón Sigurðsson er forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar og formaður Íslensk-ameríska viðskipta-ráðsins. Hjá Össuri starfa um átján hundruð manns á fjórtán stöðum víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið
var stofnað árið 1971 og hefur síðan fest sig í sessi sem
helsta stoðtækjafyrirtæki heims.
Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013?
Við fengum ríkisstjórn þar sem gætir meiri jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og
leggur áherslu á hagvöxt bæði í orði og á borði.
Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013?
aðildarviðræðum við Evrópusambandið var hætt án þess að kæmi til trú-
verðug langtímalausn í annars vegar framtíðarskipan gjaldmiðlamála og hins
vegar stöðu okkar sem örríkis í hinum stóra heimi.
Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu
þjóðarinnar og gera samfélagið betra?
Með gjaldeyrishöftum erum við ekki lengur í sama flokki og þau ríki sem við
viljum bera okkur saman við. til þess að snúa þessu við þurfum við að móta
trúverðuga langtímastefnu sem tryggir okkur aðgang að mörkuðum, fjár-
magni og þekkingu erlendis.
Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að
staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014?
Við erum að vinna okkur hægt og bítandi upp úr kreppunni, sem meðal annars
sést af því að hagvöxtur á Íslandi er góður í augnablikinu. Hins vegar er mikil
áhætta því fylgjandi að við erum einangrað hagkerfi sem hefur að miklu leyti
verið skorið úr sambandi við hinn stóra heim. Einnig eigum við eftir að sjá
hvort nauðsynlegur stöðugleiki mun nást en hann er grundvöllur framfara ef
til lengri tíma er litið.
Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún
gert vel og hvað ekki?
Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á betra samstarf við atvinnuífið og aukningu
hagvaxtar með góðum árangri. Hins vegar er ekki nein trúverðug langtíma-
stefna í gjaldmiðlamálum. Fíllinn er ennþá í stofunni og þægilegast að láta
eins og hann sé ekki þarna.
Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum?
tækifærin felast í þeirri staðreynd að við búum í þróuðu samfélagi með
einstakri náttúru, menntaðri þjóð, aldurssamsetningin er hagstæð, lítil
spilling og öll kerfi og innviðir traustir. tækifærin felast ekki í að loka sig af
heldur eiga sem mest samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Endalaus tæki-
færi leynast í nýsköpun, sem skapað getur fleiri störf í framtíðinni.
Er framtíðin björt fyrir land og þjóð?
ég er mjög bjartsýnn á framtíðina og er viss um að við eigum í fullu té við aðra
ef við sköpum hér stöðugleika og sambærilegar aðstæður og erlendis.
Deildu með
umheiminum
sjö spurninGar
jón sigurðsson
forstjóri Össurar
tækifærin felast
ekki í að loka sig af