Kjarninn - 26.12.2013, Page 39

Kjarninn - 26.12.2013, Page 39
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR j ón Sigurðsson er forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar og formaður Íslensk-ameríska viðskipta-ráðsins. Hjá Össuri starfa um átján hundruð manns á fjórtán stöðum víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið var stofnað árið 1971 og hefur síðan fest sig í sessi sem helsta stoðtækjafyrirtæki heims. Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? Við fengum ríkisstjórn þar sem gætir meiri jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og leggur áherslu á hagvöxt bæði í orði og á borði. Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? aðildarviðræðum við Evrópusambandið var hætt án þess að kæmi til trú- verðug langtímalausn í annars vegar framtíðarskipan gjaldmiðlamála og hins vegar stöðu okkar sem örríkis í hinum stóra heimi. Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu þjóðarinnar og gera samfélagið betra? Með gjaldeyrishöftum erum við ekki lengur í sama flokki og þau ríki sem við viljum bera okkur saman við. til þess að snúa þessu við þurfum við að móta trúverðuga langtímastefnu sem tryggir okkur aðgang að mörkuðum, fjár- magni og þekkingu erlendis. Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014? Við erum að vinna okkur hægt og bítandi upp úr kreppunni, sem meðal annars sést af því að hagvöxtur á Íslandi er góður í augnablikinu. Hins vegar er mikil áhætta því fylgjandi að við erum einangrað hagkerfi sem hefur að miklu leyti verið skorið úr sambandi við hinn stóra heim. Einnig eigum við eftir að sjá hvort nauðsynlegur stöðugleiki mun nást en hann er grundvöllur framfara ef til lengri tíma er litið. Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún gert vel og hvað ekki? Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á betra samstarf við atvinnuífið og aukningu hagvaxtar með góðum árangri. Hins vegar er ekki nein trúverðug langtíma- stefna í gjaldmiðlamálum. Fíllinn er ennþá í stofunni og þægilegast að láta eins og hann sé ekki þarna. Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum? tækifærin felast í þeirri staðreynd að við búum í þróuðu samfélagi með einstakri náttúru, menntaðri þjóð, aldurssamsetningin er hagstæð, lítil spilling og öll kerfi og innviðir traustir. tækifærin felast ekki í að loka sig af heldur eiga sem mest samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Endalaus tæki- færi leynast í nýsköpun, sem skapað getur fleiri störf í framtíðinni. Er framtíðin björt fyrir land og þjóð? ég er mjög bjartsýnn á framtíðina og er viss um að við eigum í fullu té við aðra ef við sköpum hér stöðugleika og sambærilegar aðstæður og erlendis. Deildu með umheiminum sjö spurninGar jón sigurðsson forstjóri Össurar tækifærin felast ekki í að loka sig af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.