Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 82

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 82
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR K olbrún Halldórsdóttir átti sæti á Alþingi fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á árunum 1999–2009. Hún gegndi stöðu um- hverfisráðherra og ráðherra norrænna sam- starfsmála á árinu 2009. Hún er leikstjóri að mennt og var kjörin forseti Bandalags íslenskra listamanna á aðalfundi bandalagsins í janúar 2010. Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? Það kann að vera óskhyggja en mig langar að segja aukin meðvitund um þýðingu lista og menningar fyrir mannlífið og aukinn skilningur á alvarlegum afleiðingum hlýnunar lofthjúpsins fyrir framtíð móður Jarðar. En kannski er öruggast að segja bara að jákvæðast hafi verið að yfir 4.000 börn skuli hafa bæst í hópinn hér á ísaköldu landi. Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er vanhugsuð aðför stjórnenda Ríkis- útvarpsins að dagskrá útvarpsins og skilningsleysi þeirra á þýðingu Ríkis- útvarpsins sem máttarstólpa menningar í fámennu landi sem tekur alvarlega það hlutverk að halda lifandi tungumálinu okkar, íslenskunni. Næst vil ég nefna niðurskurð stjórnvalda á verkefnatengdum sjóðum á vettvangi listgreina og hönnunar. Þar ræður för dapurleg skammsýni. Þá er komið að tveimur atvikum á syndaregistri umhverfisráðherra; að hann skuli synja þjóðinni um ásættanlegar úrbætur í málefnum náttúruverndar með því að koma í veg fyrir að mikilvæg heildarlöggjöf um náttúruvernd taki gildi og að hann skuli komast upp með það að endurskoða rammaáætlun um virkjanakosti með skammsýn sjónarmið stórnotenda raforku að leiðarljósi. Loks hlýt ég að nefna þau mistök ríkisstjórnarinnar að hverfa frá áformum um að sækja hærra auðlindagjald til þeirra sem hagnast af sókn í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu þjóðarinnar og gera samfélagið betra? að fara leiðir í uppbyggingu menntunar og rannsókna sem fela í sér tæki- færi til atvinnusköpunar sem hæfir menntunarstigi þjóðarinnar – og undir „rannsóknir“ leyfi ég mér að fella „listsköpun“, því okkar unga listafólk hefur menntast á listaháskólum og fyrir þeim gegnir listsköpun sama hlutverki og rannsóknir í starfi ungra vísinda- og fræðimanna. atvinnutækifæri af þessu tagi byggja á hugviti og þekkingu, listum og menningu, hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og virðingu fyrir lífríkinu. Haldbæra atvinnustefnu þarf að byggja upp í þéttri samvinnu ríkis og sveitarfélaga, með þau sveitarfélög í forystu sem þegar hafa náð athyglisverðum árangri í þessum efnum. Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014? Mér þykir líklegt að efnahagur landsins verði erfiðari eftir því sem lengra líður á næsta ár. Ríkisstjórnin hefur í engu svarað rökstuddum áhyggjum stofnana á vettvangi efnahagsmála og ýmissa efnahagssérfræðinga sem telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum illa ígrundaðar og byggja á hugmyndum sem menn veiddu upp úr hatti í kosningabaráttunni síðastliðið vor. En ef ráðamenn losa sig undan óttanum sem þeir eru augljóslega haldnir gagnvart opnum og málefnanlegum samskiptum við almenning og stofnanir samfélags- ins gætu jákvæðar breytingar orðið nokkuð hraðar. Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún gert vel og hvað ekki? Hún stendur sig illa, samanber svar við spurningu tvö. Forystumönnum hennar hættir til að tala af hroka og yfirlæti til þjóðarinnar, auk þess sem þeir nota nánast hvert tækifæri sem gefst til að sýna verkum fyrri ríkisstjórnar fyrirlitningu. Það er ekki víst að þeir átti sig á því að kjósendur þeirra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu hljóta að taka hluta þeirrar fyrirlitningar til sín. Menn skyldu hafa í huga að dramb er falli næst. Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum? Í uppbyggingu atvinnu- og menntunartækifæra fyrir skapandi og skemmtilegt fólk á öllum aldri í öllum landshlutum. Slík tækifæri þarf að byggja upp á grundvelli vísinda og tækni, lista og menningar, náttúruverndar og skynsam- legrar auðlindanýtingar. Er framtíðin björt fyrir land og þjóð? Það getur sannarlega brugðið til beggja vona en ef við náum að segja skilið við landlæga meðvirkni og áttum okkur á því að vald okkar til að breyta öðrum er takmarkað kunna að vera jákvæðar breytingar í vændum. Deildu með umheiminum sjö spurninGar Kolbrún Halldórs dóttir leikstjóri og forseti Banda- lags íslenskra listamanna dapurleg skammsýni ræður för
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.