Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 75

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 75
05/07 kjarninn tÖLVULEiKiR BESTu LEiKiR áRSiNS 2013 Fyrir tölvuleikjaunnendur var árið 2013 ansi gott. Mikið kom út af frábærum leikjum sem margir hverjir höfðu eitthvað nýtt fram að færa. Fyrir utan nýjan Grand theft auto-leik var þó mikið um fram- haldsleiki enda framleiðendur duglegir að uppfæra og endurnýta það sem gengið hefur vel. Þannig koma alltaf út nýir Call of Duty- og FiFa-leikir og enn og aftur kom út nýr assassins Creed-leikur. Það sem gladdi hvað mest var þó fjöldinn allur af leikjum sem komu með nýjar persónur og umhverfi sem ekki var endurunnið úr áður útgefnu efni. Óháðir framleiðendur gáfu líka út ansi marga góða leiki sem oft fara framhjá hinum almenna spilara en ekki er annað hægt en að mæla með. Bestu leikir ársins í engri sérstakri röð eru þessir: Grand Theft Auto V (PS3 og Xbox360) tölvuheimurinn allur hefur beðið eftir þessum leik enda fimm ár frá Grand theft auto iV. Rockstar olli engum vonbrigðum og er leikurinn frábær í alla staði. Persónan Franklin fer í söguannála tölvu- leikjanna sem einhver súrasta persóna sem hægt hefur verið að spila. Last of uS (PS3) Það er ansi langt síðan tölvuleikur hefur náð að hafa þvílík áhrif á spilarann eins og Last of Us. Svo stressaður gat maður orðið að helst gat ég bara spilað hann í stuttum skorpum, fyrir aftan hverja hurð eða næsta horn gat verið eitthvað óhugnan- legt sem annaðhvort drap mig eða lét mig eyða öllu sem ég hafði til að komast framhjá ógninni. Persónur, söguþráður og grafík er öll til fyrirmyndar og helst fannst mér eins og ég væri að taka þátt í einhverju raunverulegu og þyrfti áfallahjálp á eftir. Bioshock infinite (PC,PS3 og Xbox 360) Þriðji Bioshock-leikurinn, sem miklar væntingar voru gerðar til, kom loks út eftir tvær seinkanir og mikla markaðsherferð. Bioshock-leikirnir eru ekki þessir hefðbundnu fyrstu persónu skotleikir, mikið er lagt upp úr söguþræðinum og umhverfinu öllu. Bioshock infinite var af mörgum kallaður besti leikur þessarar kynslóðar, hann mun eflaust eldast vel og er skyldueign fyrir þá sem vilja spila aðeins öðruvísi skotleik sem skilur eitthvað eftir sig, sem fæstir skotleikir geta státað af. Guacamelee (PS3 og PC) tvívíður hopp og skopp leikur (platformer) undir miklum áhrifum frá mexíkóskum sögum og menn- ingu þar sem aðalsöguhetjan er glímukappi sem berst við ill öfl og dauðann. Leikurinn er sem ferskur blær í annars staðnaðri tegund tölvuleikja þar sem lítið nýtt er í gangi fyrir utan mögulega Super Mario- og Rayman-leikina. Tomb Raider (PC, PS3 og Xbox 360) aldrei hefði maður trúað því að Lara Croft blessunin myndi dúkka upp aftur en hún gerði það þó með látum. Hér er búið að hugsa Löru upp á nýtt og fyrsti leikurinn af eflaust mörgum fékk einróma lof gagnrýnenda. Þessar tólf klukkustundir sem tekur að klára leikinn renna ljúflega í gegn og menn ættu að glósa hjá sér hvernig hér er staðið að endurgerð eldri leikja sem alltaf eru að koma út. Brothers: A Tale of Two Sons (PC, PS3 og Xbox 360) annar óháður leikur sem allir ættu að spila. Mögulega ekki fyrir yngri unnendur tölvuleikja þar sem maður stýrir tveimur bræðrum í einu í gegnum fallegt umhverfi sem minnir á Fable-tölvuleikina. Framvindan er hæg en maður verður aldrei þreyttur á leiknum, hann spilast vel allt til enda. Hotline Miami (PS3 og PC) afturhvarf til gamalla tíma þar sem horft er niður á heiminn í þessum stórskrýtna leik. Á símsvaranum eru skrýtin skilaboð sem hvetja þig til ofbeldisfullra verka. Hér er tölvugert ofbeldi og nóg af blóði í þannig stíl að það mætti að halda að tölvuleikur frá 1993 hefði verið bónaður í háskerpu og gefinn út upp á nýtt. Minnir á fyrstu Grand theft auto leikina en samt ekki, heilalaus skemmtun fyrir allan peninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.